Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2020, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 09.12.2020, Qupperneq 11
FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Frá 19.120 kr. JÓLATILBOÐ Fullt verð frá: 23.900 kr. A F S L ÁT T U R 20% L Ú X U S B A Ð S L O P P A R T I LV A L I N J Ó L A G J Ö F Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnuvik-unnar bæði á almenna og opin- bera vinnumarkaðnum. Leiðirnar sem samið var um eru með ýmsum hætti og víða eru flókin úrlausnar- efni sem atvinnurekendur og starfs- menn þurfa að leysa til að koma styttingu vinnuvikunnar í fram- kvæmd. Á opinbera markaðnum var víðast hvar samið um styttingu sem kemur til framkvæmda um næstu áramót. Gert er ráð fyrir að starfsmenn og stjórnendur komi sér saman um útfærslu bæði á stytt- ingunni og því hvernig starfsmenn nýta hana, sem einnig getur verið með ýmsum hætti. Ætla má að opin- beri markaðurinn sé víða kominn vel á veg með að útfæra þennan þátt kjarasamninga. Á almenna markaðnum tók stytt- ing vinnuvikunnar gildi um síðustu áramót hjá þeim sem vinna sam- kvæmt samningi VR og SA. Hjá verkafólki innan ASÍ þurfa starfsmenn á hverjum vinnu- stað að kjósa um það í atkvæða- greiðslu hvort hefja eigi viðræður við atvinnurekanda um styttingu vinnuvikunnar samhliða niður- fellingu kaffitíma á dagvinnutím- bili. Að atkvæðagreiðslu lokinni er hægt að hefja viðræður um stytt- ingu vinnutíma og er það gert á grundvelli 5. kafla kjarasamninga um svokallaðan fyrirtækjaþátt. Hjá iðnaðarmönnum er svo enn önnur útfærsla þar sem tekinn var upp virkur vinnutími í apríl síðast- liðinn og er hann nú 37 klukku- stundir á viku, en greiðsla vegna neysluhléa var færð inn í mánaðar- kaup. Jafnframt geta iðnaðarmenn kosið um það á hverjum vinnu- stað hvort hefja skuli viðræður við atvinnurekanda um styttingu vinnuvikunnar með sama hætti og hjá verkafólki. Hjá háskólamennt- uðum starfsmönnum á almennum markaði hefur ekki verið samið um vinnutímastyttingu en engu að síður getur verið ástæða til að skoða stöðu þess hóps einnig með það í huga hvort vinnutímastytting eigi við og þá hvernig hún geti komið til framkvæmda. Það eru eðlilega þó nokkrar vænt- ingar hjá starfsmönnum tengdar styttingu vinnuvikunnar og ekki víst að atvinnurekendur geti í öllum tilfellum komið að fullu til móts við þær. Nefna má að á mörgum vinnustöðum hefur þegar komist á vinnufyrirkomulag þar sem starfs- menn skila í raun minni vinnu en áskilin er í kjarasamningum. Það er því ekki víst að starfsmenn hafi alls staðar rétt til að stytta vinnuvikuna ef horft er til þess sem samið var um í kjarasamningum. Full stytting miðar við að stytta fulla vinnuviku, oftast 40 stundir á viku. Markmiðið með vinnutíma- styttingu er meðal annars að bæta nýtingu vinnutíma og vinnustaða- menningu með það fyrir augum að stuðla að bættum lífskjörum og samræmingu vinnu og einkalífs. Til að svo megi verða er mikilvægt að vanda undirbúning að breytingum og taka mið af aðstæðum á hverjum vinnustað því hér hæfir ekki ein lausn fyrir alla. Það er ekki auðvelt verkefni sem bíður stjórnenda og umhverfið getur verið flókið. Mikilvægt er að gæta að því að um leið og markmið- um kjarasamninga verði náð þá leiði breytingar ekki til aukins kostnaðar og óhagræðis. Það eru tækifæri í styttingu vinnuvikunnar bæði fyrir launþega og fyrir atvinnurekendur. Minni vinna, meira frí – eða hvert er markmiðið með styttingu vinnuvikunnar? Greinin er skrifuð til foreldra og forráðamanna barna í leik- og grunnskólum, í þeim tilgangi að vekja athygli á hversu mikilvægt gott og heilnæmt inniloft er okkur öllum, ekki síst börnum. Þeir sem hafa haft með höndum byggingu, rekstur, eftir- lit og viðhald loftræstibúnaðar í leik- og grunnskólum, hafa greini- lega ekki staðið rétt að málum eins og mörg dæmi sanna. Reglulega er fjallað um einhvern skóla sem býr við mikinn raka og óheilnæmt inniloft og einhver dæmi eru um að skólabygging sé jafnvel metin ónot- hæf. Höfum í huga að öll börn eru skyldug samkvæmt lögum til að stunda grunnskólanám sem gerir ábyrgð okkar á vellíðan og heil- brigði þeirra enn meiri. Hvað sást okkur yfir og hvað er til ráða, sem er jú aðalatriðið? Reynsla mín sem fagaðila í þessum málum í marga áratugi kennir mér að við getum ekki tryggt ákvæði reglugerðar um gæði innilofts nema með því að mæla stöðugt ástand loftsins í hverju kennslurými. Á boðstólum hafa lengi verið til fjölmargar tegundir mæla sem mæla stöðugt gæði innilofts mjög nákvæmlega, jafnframt með því að vista og geyma allt að 30.000 mæla- gildi. (til dæmis með 15 mín. milli- bil í fjóra mánuði). Mælarnir eru fyrirferðarlitlir og mjög auðveldir í notkun. Verð einstakra mæla er á bilinu 20-30.000 kr., eða sem nemur 1.000 til 1.500 kr. á hvern nemanda. Mælana er hægt að setja á skrif borð eða festa á vegg, og þeir birta á skjá gæði inniloftsins með skýrum hætti og geyma í minni mælagildi eins og nefnt var hér að framan. Rekstrarkostnaður þess- ara mæla er nær enginn. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér er almennt mjög tak- markað eftirlit með gæðum inni- lofts í leik- og grunnskólum. Helst er brugðist við þegar einhver kvartar um þungt loft eða vonda lykt. Kvartanir og mat á loftgæðum eru þannig oftast byggð á tilfinningu eða þefskyni þess sem kvartar, eða þegar best lætur eru mæld augna- bliksgildi sem segja okkur ekkert um almennt ástand. Samkvæmt byggingarreglugerð (nr. 112/2012) skal í skólum og frístundaheimilum loftræsta með loftræstibúnaði og inniloftið endurnýjað með fersku útilofti. Magn loftsins (l/s) skal miðað við stærð hvers skólarýmis og fjölda nemenda. Til að tryggja að svo sé, er auk þess tekið fram í sömu reglugerð, að leyfilegt magn af koltvísýringi (CO2) í innilofti sé ekki meira að jafnaði en 0,08% og fari ekki til skamms tíma yfir 0,1%. (1.000 ppm.). Til að svara spurningunni hversu mikið bættari við yrðum með inni- loftsmælum í hverju kennslurými samanborið við núverandi ástand, vil ég benda á eftirtalin atriði: Mælarnir tryggja að ábyrgðar- og rekstraraðilum skólanna berast reglulega upplýsingar um ástand inniloftsins í hverju kennslurými sem auðveldar þeim að svara spurn- ingum um hvort hönnun loftræsti- búnaðar, frágangur og viðhald sé með réttum hætti. Mælarnir auð- velda fagaðilum hlutverk sitt það er að hanna, framkvæma og viðhalda loftræstibúnaði þannig að ákvæð- um laga og reglugerða um loftgæði í skólum sé fullnægt. Mælarnir auð- velda kennurum og umsjónarfólki skólanna eftirlit með loftgæðum í hverju kennslurými þannig að auðveldara verði að bregðast við eðlilegum kvörtunum foreldra eða annarra ættingja barnanna sem eru í þeirra umsjá. Eðlilegt er að spyrja, hvaða eigin- leika innilofts í kennslustofum skal almennt mæla og hvers vegna? Mitt mat er að það sé nóg að mæla eftirtalin þrjú gildi í öllum kennslu- rýmum, 1. Innihita, 2. Raka og 3. Koltvísýring. Þá ætti einnig að mæla svifryk og eim í innilofti (gildi 4.) í að minnsta kosti einu kennslurými, en slíkir mælar eru eitthvað dýrari. Hér á eftir eru upplýsingar um viðmið einstakra gilda til frekari glöggvunar. 1. Hitastig. Almenn viðmiðun er 22-23°C innihiti hjá kyrrsetu- fólki. Fyrir hverja eina °C í frá- viki verða um 30% ósáttir (P.O Fanger). 2. Raki. Almenn þægindamörk fólks eru 35-55% hlutfallslegur raki (%HR). Höfum í huga að smit- virkni vírusa er margfalt lengri í innilofti við 23% HR en 43% HR. (Science News 14.2.2013). 3. Koltvísýringur (CO2). Hlut- fall CO2 í útilofti er tæplega Um gæði innilofts í leik- og grunnskólum Kristín Þóra Harðardóttir lögfræðingur í forsætisráðu- neytinu og ráð- gjafi hjá Gott og gilt Svavar Tryggvi Óskarsson eldri borgari og fyrrverandi ráðgjafi, meðal annars um gæði innilofts 0,04%, en eins og fram kemur hér að framan gera opinberar reglur kröfur um að CO2 í inni- lofti kennslurýma fari ekki yfir 0,08% að jafnaði og ekki hærra en 0,1% til skamms tíma. Sem dæmi hefur mælst 0,4% CO2 í kennslustofu, ÁD 2002. Höfum í huga að 0,1% CO2 skapar slen og höfga hjá fólki og fari CO2 í 0,5% eru það tímabundin hættumörk heilsu (ASHRAE). 4. Svifryk og eimur. Svifryk er aðallega afurð bæjarumferðar og mannvirkjaframkvæmda í nærumhverfi skóla. Svifryk er að mestu uppspænt malbik og mengaðar saltagnir. Eimur (lykt) sem til kemur vegna rokgjarnra efnasambanda (til dæmis vírus- ar). Svifryk sest helst í öndunar- veg en fínar svifagnir geta borist langa vegu með lofti, borist í lungu og blóðrás viðkomandi einstaklinga Ég hvet Heimili og skóla, lands- samtök foreldra, til að fylgja þessu máli eftir. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.