Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 19

Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 19
AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Endataflið í Brexit-viðræð-unum stendur nú yfir. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað um árangur af viðræðum breska forsætisráðherrans og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í gærkvöldi. Hitt er ljóst: Ef þessir samningar snerust einvörðungu um hags- muni væri þeim löngu lokið. Það sem gerir þá snúna eru prinsipp. Að baki þeim búa ólíkar skoðanir á fullveldishugtakinu. Athafnafrelsi og jafnræði borgaranna Evrópuhugsjónin byggir á þeirri einföldu hugsun að sjálfstæð og fullvalda ríki sameinist um leik- reglur á ýmsum sviðum til þess að auka sem mest frelsi og jafn- ræði borgaranna til hvers kyns skapandi athafna og viðskipta þvert á landamæri. Í raun má segja að stjórn- málamenn í hverju aðildarríki fórni nokkru af frelsi sínu til að tryggja eigin borgurum sem mest athafnafrelsi og jafnari stöðu. Hugsunin er sú að þannig nýtist fullveldisrétturinn best í þágu ein- stakra borgara og heildarinnar. Athafnafrelsi þingmanna Brexit hvílir á gagnstæðri hugsun. Slagorðið um að taka aftur völdin byggði á því að frelsi breskra þingmanna til að taka ákvarð- anir óháð alþjóðlegu umhverfi sé mikilvægara en það athafnafrelsi borgaranna, sem aðildin færði þeim. Þeir sem töluðu fyrir þessum skilningi á fullveldishugtakinu gáfu þó mjög skýr loforð um að borgararnir myndu fá aukið athafnafrelsi með tvíhliða samn- ingum, sem gerðir yrðu í kjölfarið. Það loforð hvíldi á þeirri trú að Bretar gætu í krafti stærðar sinnar sett sínar eigin leikreglur í viðskiptum, óháðir öðrum, en jafnframt notið allra gæða, sem sameiginlegar reglur veita. Prinsipp sem hefur reynst Evrópu vel Brexit-viðræðurnar og þeir fáu tvíhliða samningar, sem Bretar hafa gert, sýna að það er þrautin þyngri að efna þetta loforð. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Sumir segja að samningar strandi á óbilgirni skriffinna í Brussel. Hið rétta er að það eru lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir aðildarríkjanna, sem semja sam- eiginlega. Þeim er ljóst að skiln- ingur þeirra á fullveldishugtakinu hefur ekki aðeins fært borgurum einstakra aðildarríkja aukið athafnafrelsi heldur einnig bætt lífskjör og jafnað aðstöðu. Það er því ekki unnt að gagn- rýna Evrópusambandslöndin fyrir að vilja halda fast í prinsipp, sem reynst hefur þeim vel. Prinsipp sem Bretar trúa á Breska stjórnin segir á hinn bóginn að prinsipp þeirra gangi framar efnahagslegum ávinn- ingi. Nýjasta mat á áhrifum Brexit sýnir að til lengri tíma verði hagvöxtur um fjórum prósentum minni en verið hefði með óbreyttri aðild. Og náist samningar ekki rýrni hagvaxtar- möguleikarnir um tvö prósent til viðbótar. Bretar segja að þetta skipti ekki máli. Prinsipp í Brexit-endatafli Meðan Bretar trúa kenn- ingunni um stórkostleg tækifæri í tvíhliða samningum er ástæðu- laust fyrir þá að gefa prinsippið eftir. Það er erfitt að gagnrýna þá fyrir það. Þegar báðir aðilar koma að samningaborði með svo skýr prinsipp verða samningar eðli máls samkvæmt erfiðir. Það er skollaleikur að kenna öðrum hvorum um þvermóðsku. Tvöfeldni gagnvart fullveldisprinsippinu Við erum að því leyti ólík bæði Bretum og Evrópusambandsþjóð- unum að aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn byggir á tvöfeldni gagnvart fullveldisprin- sippinu. Formlega samþykkjum við reglur Evrópusambandsins í tví- hliða samningum með Noregi og Liechtenstein. En í reynd ráða Evrópusambandslöndin. Þannig afneitum við að formi til kenningunni um að íslenskir borg- arar njóti meira athafnafrelsis með því að Ísland deili ákvörðunum um sameiginlegar leikreglur með öðrum þjóðum. En í reynd deilum við þessum ákvörðunum með Evrópuþjóðunum. Og við höfum uppskorið ríkulega. Brexit-sinnar fýldu strax grön við lausn af þessu tagi. Þeir töldu réttilega að í raun fæli hún í sér meira valdframsal en full aðild. Engum vafa er undirorpið að full aðild Íslands að Evrópusamband- inu myndi skila auknum hagvexti. Að því er varðar fullveldið kallar spurningin um fulla aðild einungis á að viðurkenna formlega það prinsipp, sem við höfum í meir en aldarfjórðung viðurkennt í verki. Hættulegra er það ekki. POTTÞÉTT BÓK Girnilegar uppskriftir að fjölbreyttum réttum eftir Nönnu Rögnvaldardóttur LOKSINS FÁANLEG AFTUR! Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.