Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 52
BÆKUR Undir Yggdrasil Vilborg Davíðsdóttir Útgefandi: Mál og menning Blaðsíðufjöldi: 327 Vilborg Davíðsdóttir tekst enn sem áður á við raun-veruleika íslenskra kvenna á árunum eftir landnám, í nýrri skáldsögu sinni Undir Ygg drasil. Í þetta skiptið er það Þorgerður Þorsteinsdóttir sem fer þar fremst í f lokki. Þorgerður er skörungur mikill og barnabarn Auðar djúp- úðgu sem Vilborg tók fyrir í þríleik sínum Auði, Vígroða og Blóðugri jörð. Ólíkt ömmu sinni sem tók upp kristna trú leggur Þorgerður enn trú sína á skapanornirnar. Sögusvið Undir Yggdrasil er því sveipað töfrablæ og eru gamlar vættir aldrei langt undan með sínar löngu krumlur. Ung að árum er Þorgerður gefin Dala-Kolli og eignast þau tvíbur- ana Gróu og Höskuld sem líkjast föður sínum mjög. Samband Þor- gerðar og manns hennar er nokkuð stirt og lesandi fær að vita meira um rætur vandræða þeirra þegar líða fer á söguna. Tíu árum síðar fær Þorgerður svo eigið óskabarn í hendurnar, dótturina Þórkötlu sem er augasteinn móður sinnar. Við upphaf sögunnar, þegar Þór- katla er sjö ára, dregur skugga fyrir sólu í lífi Þorgerðar þegar dóttirin hverfur skyndilega. Röð áfalla knýr Þorgerði af landi brott þar sem hún þarf að beita öllum sínum styrk til þess að halda áfram í leit að svörum um afdrif dóttur sinnar og eigin framtíð. Spennandi framvinda verksins heldur lesanda við efnið þó Vilborg sveipi að venju texta sína forneskju- legum blæ og lesandi þarf stundum að hafa sig allan við til að fylgja þræðinum eftir. Þorgerður sjálf er margslungin og raunveruleg per- sóna sem lesandi finnur til með í sársauka hennar. Aðrar persónur eru einnig fjölmargar og litríkar, hvort sem um er að ræða skapaðar persónur eða sögupersónur unnar upp úr sögu Íslands eins og Þor- gerður sjálf, Dala-Koll mann hennar og Auði ömmu hennar. Í Undir Yggdrasil tæklar Vilborg enn og aftur þann sótsvarta raun- veruleika sem blasti við konum á árunum eftir landnám og þá erfið- leika sem þær þurftu að takast á við á lífsleiðinni. Hvort sem það var að vera gefnar í hjónaband vart af barnsaldri, kynferðisof beldi eða takmarkað vald yfir eigin örlögum. Undir Yggdrasil er kröftug frásögn og alvarleg enda er það ekkert létt- meti þær hremmingar sem sögu- persónurnar lenda í. Lesandi verður að vera tilbúinn að lifa sig inn í frá- sögnina en á sama tíma tilbúinn að takast á við það svartnætti sem mætir sögupersónunum. Eins og áður snuðar Vilborg les- anda heldur ekki um örlitla róman- tík þó það sé fremur móðurástin sem er hér fremst í f lokki og sýnir hvers mannskepnan er megnug þegar kemur að því að verja eigin afkvæmi. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Sterk skáldsaga um harm og syndir á árunum eftir landnám. Full af dulúð og göldrum en líka sorg og svartnætti. Sorgir og særingar formæðranna Megas (Magnús Þór Jónsson) er öllum landsmönnum kunnur fyrir tónlist sína; sérstæðan söng sem og laga- og textasmíði. Hann hefur einnig fengist við myndlist og stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla Íslands á árunum 1981–1984. Á uppboði hjá Galleríi Fold  eru boðnar upp teikningar og skissubók Megasar sem hefur að geyma ýmsar teikningar og myndrænar hugleið- ingar á hverri opnu. Auk þess eru boðnar upp 18 módelteikningar sem Megas gerði á námsárunum. Stúdíurnar eru allar unnar á mask- ínupappír með blýanti. Teikning- arnar eru allar merktar. Megas er fæddur í Reykjavík 1945. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík nam hann þjóðháttafræði í Osló og stundaði síðar myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Megas hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, meðal annars verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar á Degi íslenskrar tungu árið 2000. Árið 2013 var hann gerður að heiðursfélaga og sæmdur gullmerki FTT – Félags tónskálda og textahöf- unda. Uppboðinu lýk u r  í k völd , fimmtudaginn 10. desember. Skissur Megasar á uppboði Skissur Megasar eru á uppboði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Á UPPBOÐI HJÁ GALLERÍI FOLD  ERU BOÐNAR UPP TEIKN- INGAR OG SKISSUBÓK MEGASAR. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.