Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 52

Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 52
BÆKUR Undir Yggdrasil Vilborg Davíðsdóttir Útgefandi: Mál og menning Blaðsíðufjöldi: 327 Vilborg Davíðsdóttir tekst enn sem áður á við raun-veruleika íslenskra kvenna á árunum eftir landnám, í nýrri skáldsögu sinni Undir Ygg drasil. Í þetta skiptið er það Þorgerður Þorsteinsdóttir sem fer þar fremst í f lokki. Þorgerður er skörungur mikill og barnabarn Auðar djúp- úðgu sem Vilborg tók fyrir í þríleik sínum Auði, Vígroða og Blóðugri jörð. Ólíkt ömmu sinni sem tók upp kristna trú leggur Þorgerður enn trú sína á skapanornirnar. Sögusvið Undir Yggdrasil er því sveipað töfrablæ og eru gamlar vættir aldrei langt undan með sínar löngu krumlur. Ung að árum er Þorgerður gefin Dala-Kolli og eignast þau tvíbur- ana Gróu og Höskuld sem líkjast föður sínum mjög. Samband Þor- gerðar og manns hennar er nokkuð stirt og lesandi fær að vita meira um rætur vandræða þeirra þegar líða fer á söguna. Tíu árum síðar fær Þorgerður svo eigið óskabarn í hendurnar, dótturina Þórkötlu sem er augasteinn móður sinnar. Við upphaf sögunnar, þegar Þór- katla er sjö ára, dregur skugga fyrir sólu í lífi Þorgerðar þegar dóttirin hverfur skyndilega. Röð áfalla knýr Þorgerði af landi brott þar sem hún þarf að beita öllum sínum styrk til þess að halda áfram í leit að svörum um afdrif dóttur sinnar og eigin framtíð. Spennandi framvinda verksins heldur lesanda við efnið þó Vilborg sveipi að venju texta sína forneskju- legum blæ og lesandi þarf stundum að hafa sig allan við til að fylgja þræðinum eftir. Þorgerður sjálf er margslungin og raunveruleg per- sóna sem lesandi finnur til með í sársauka hennar. Aðrar persónur eru einnig fjölmargar og litríkar, hvort sem um er að ræða skapaðar persónur eða sögupersónur unnar upp úr sögu Íslands eins og Þor- gerður sjálf, Dala-Koll mann hennar og Auði ömmu hennar. Í Undir Yggdrasil tæklar Vilborg enn og aftur þann sótsvarta raun- veruleika sem blasti við konum á árunum eftir landnám og þá erfið- leika sem þær þurftu að takast á við á lífsleiðinni. Hvort sem það var að vera gefnar í hjónaband vart af barnsaldri, kynferðisof beldi eða takmarkað vald yfir eigin örlögum. Undir Yggdrasil er kröftug frásögn og alvarleg enda er það ekkert létt- meti þær hremmingar sem sögu- persónurnar lenda í. Lesandi verður að vera tilbúinn að lifa sig inn í frá- sögnina en á sama tíma tilbúinn að takast á við það svartnætti sem mætir sögupersónunum. Eins og áður snuðar Vilborg les- anda heldur ekki um örlitla róman- tík þó það sé fremur móðurástin sem er hér fremst í f lokki og sýnir hvers mannskepnan er megnug þegar kemur að því að verja eigin afkvæmi. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Sterk skáldsaga um harm og syndir á árunum eftir landnám. Full af dulúð og göldrum en líka sorg og svartnætti. Sorgir og særingar formæðranna Megas (Magnús Þór Jónsson) er öllum landsmönnum kunnur fyrir tónlist sína; sérstæðan söng sem og laga- og textasmíði. Hann hefur einnig fengist við myndlist og stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla Íslands á árunum 1981–1984. Á uppboði hjá Galleríi Fold  eru boðnar upp teikningar og skissubók Megasar sem hefur að geyma ýmsar teikningar og myndrænar hugleið- ingar á hverri opnu. Auk þess eru boðnar upp 18 módelteikningar sem Megas gerði á námsárunum. Stúdíurnar eru allar unnar á mask- ínupappír með blýanti. Teikning- arnar eru allar merktar. Megas er fæddur í Reykjavík 1945. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík nam hann þjóðháttafræði í Osló og stundaði síðar myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Megas hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, meðal annars verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar á Degi íslenskrar tungu árið 2000. Árið 2013 var hann gerður að heiðursfélaga og sæmdur gullmerki FTT – Félags tónskálda og textahöf- unda. Uppboðinu lýk u r  í k völd , fimmtudaginn 10. desember. Skissur Megasar á uppboði Skissur Megasar eru á uppboði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Á UPPBOÐI HJÁ GALLERÍI FOLD  ERU BOÐNAR UPP TEIKN- INGAR OG SKISSUBÓK MEGASAR. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.