Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 6 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 fyrir jólabörn á öllum aldri Þú finnur réttu jólagjöfina á elko.is VIÐSKIPTI Kortavelta veitingageir- ans, sem COVID-19 hefur leikið grátt, dróst saman um 22 milljarða að raunvirði frá mars til október á milli ára, þar af um nær 19 millj- arða frá erlendum ferðamönnum. Þúsundir starfa hafa glatast í veit- ingageiranum þrátt fyrir hin ýmsu úrræði yfirvalda til að stemma stigu við auknu atvinnuleysi. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður ef nahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að um þriðjungur tekna veitingageir- ans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Rekstur- inn sé því nokkuð háður komu erlendra ferðamanna enda megi f lokka starfsemina sem hluta af ferðaþjónustu. – hvj / sjá síðu 12 22 milljarða samdráttur Anna Hrefna Ingimundar- dóttir, forstöðu- maður hjá SA Flestir finna hálku allt til foráttu og svellið hefur í gegnum tíðina fellt margan manninn með slæmum af leiðingum. Blessuð börnin eru hins vegar snillingar í að búa sér til skemmtilega leiki úr leiðinlegum aðstæðum. Þessi stúlka skemmti sér til að mynda konunglega þegar hún renndi sér á maganum á klaka sem hafði myndast í Hamraborg í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STJÓRNMÁL Meirihluti fjárlaga- nefndar leggur til að kveðið verði á um 242,5 milljóna framlag til kúa- bænda og 727,5 milljónir til sauð- fjárbænda vegna fjölbreyttra áhrifa heimsfaraldurs kórónaveiru. Í nefndaráliti meirihlutans sem birt var á vef Alþingis í gærkvöldi segir að dregið hafi úr eftirspurn á markaði vegna verulegrar fækk- unar ferðamanna en samdrátturinn jafngildi rúmlega 30 þúsund færri neytendum. Í nefndarálitinu segir að tekjur ríkissjóðs haf i breyst á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá framlagningu frumvarpsins. Nettóáhrifin séu þó einungis 162 milljónir króna til lækkunar. Meirihlutinn leggur til rúmlega 55 milljarða hækkun útgjalda. Þyngst vega 19,8 milljarðar vegna viðspyrnustyrkja og 6 milljarðar vegna framlengingar á hlutabóta- leið. Meðal annar ra brey tingar- tillagna er tillaga um að 1,3 millj- örðum verði varið til f jölgunar hjúkrunarrýma og að sama fjárhæð fari á vábirgðalið hjá sóttvarna- lækni til að unnt verði að kaupa bóluefni gegn COVID-19 á næsta ári. Verja á tæpum 200 milljónum til öryggis- og varnarmála vegna netöryggismála, 25 milljónum til samstarfsverkefnis Persónuverndar og Sýslumannsins á Norðurlandi eystra um þjónustuver á Húsavík og um 17 milljónum til Umboðsmanns Alþingis vegna frumkvæðisat- hugana og launaðs leyfis umboðs- manns. Sóknargjöld hækka um 100 k rónu r sa m k væmt t i l lög u m nefndarinnar, fara úr 980 krónum í 1.080 krónur. Í nefndaráliti segir að þetta leiði til um 280 milljóna króna hækkunar útgjalda en á móti komi lítils háttar fækkun fólks í trú- félögum sem vegur 46 milljónir til lækkunar. Í nefndarálitinu kemur einnig fram að endurhæfingarlífeyris- þegum hafi fjölgað um 25 prósent en í forsendum fjárlagafrumvarps- ins var gert ráð fyrir 2,5 prósenta fjölgun. Hefur þetta í för með sér 2,6 milljarða hækkun á fram- lögum vegna endurhæfingarlíf- eyris. „Áhersla hefur verið að beina þeim sem kostur er, sérstaklega ungu fólki, fyrst í endurhæfingu til að freista þess að draga úr nýgengi örorku,“ segir í nefndaráliti meiri- hlutans. Fram kemur í nefndarálitinu að ferðakostnaður ráðuneyta og stofn- ana hafi lækkað um 1,8 milljarða, eða 60 prósent, á fyrstu níu mán- uðum yfirstandandi árs, saman- borið við árið 2019. Því er lagt til að framlög vegna ferðalaga lækki um 2 milljarða á næsta ári. Þá er að lokum lagt til að 5 millj- arðar verði lagðir í almennan vara- sjóð til að mæta óvæntum útgjöld- um vegna COVID-19 á næsta ári. – aá Hækka útgjöld um 55 milljarða Bændur fá tæplega milljarð vegna áhrifa heimsfaraldursins samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaga- nefndar. Fjárfrekustu breytingar nefndarinnar eru vegna viðspyrnustyrkja og framlengingar á hluta- bótaleið. Sóknargjöld hækka og framlög til endurhæfingarlífeyris hækka vegna mikillar vanáætlunar. 60% lækkun varð á ferðakostn- aði ráðuneyta og stofnana á milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.