Harmonikublaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 8
Hugleiðingar um næsta
„Landsmót“ S.Í.H.U. og fleira
Nú í október 2014 vorum við hjónin á „Unaðs-
dögum“ í Stykkishólmi. Voru það notalegir
dagar á Hótel Stykkishólmi með 80-90 manna
hópi. Forstöðumaður og aðal stjórnandi við-
burða var einn af bæjarstjórnarmönnum
staðarins, Lárus Astmar Hannesson, afar líf-
legur stjórnandi, sögumaður, söngvari og
grínisti. Atti ég allmikil samskipti við hann á
meðan á dvöl okkar stóð og ræddum við ýmis-
legt, en þannig hittist á að við sátum saman til
borðs þessa daga.
Þarna voru samankomnir þrír harmoniku-
leikarar, Sigurjón frá Siglufirði, Þorvaldur frá
Reykjavík og Gestur frá Akranesi. Á kvöldin,
klukkutíma íyrir mat tókum við allir lagið með
píanóleikara hússins, á barnum að sjálfsögðu
og var gerður góður rómur að því. Eins spiluðu
Þorvaldur og Gestur nokkuð með danshljóm-
sveit hússins síðar á kvöldin. Var þetta allt gert
í samráði við Lárus forstöðumann. Samtal
okkar beindist því nokkuð að harmonikufélög-
unum, en allt síðan Hafsteinn Sigurðsson féll
frá hefur Harmonikufélag Stykkishólms ekki
verið starfandi og var e.t.v. fallið að mestu niður
nokkru áður. Greindi Lárus mér frá því að á
liðnu sumri hefði komið íyrirspurn frá ein-
hverju harmonikufélagi um möguleika á að
halda harmonikuhátíð í Stykkishólmi, en það
hefði síðan dagað uppi. Ekki vissi hann nánar
um það hver þetta var.
Af þessu tilefni fór ég að velta fyrir mér, einkum
vegna dvínandi þátttöku í landsmótum og í
mótum harmonikufélaga víða um landið, hvort
ekki væri unnt að gera myndarlegt átak til
eflingar harmonikustarfs. Þá gjarnan með því
að sterkustu félögin, annaðhvort, saman eða
hvert í sínu lagi héldu veglegt næsta landsmót
á heppilegum stað á landsbyggðinni, þar sem
aðstaða væri nægileg bæði hvað varðar húsakost
til tónleikahalds, gistingar, tjaldsvæða, hús-
bílastæða, matsölustaða og verslana. En lands-
mótin og aðrar slíkar samkomur njóta sín ekki
sem skyldi, í eða of nærri borg eða stærri bæjum,
eins og Reykjavíkursvæðinu og jafnvel Akur-
eyri. Þau verða hinsvegar að byggjast á góðri
aðstöðu og dvalarmöguleikum á staðnum til
að hin rétta samstaða sem allir þekkja myndist.
Þá geta hópar sameinast, jafnt við skipulagða
dagskrá, sem utan hennar á frjálsum sam-
fundum. Eftir því sem mér sýndist og skildist
á viðtöium við Lárus, eru flest, ef ekki öll þessi
skilyrði fyrir hendi í Stykkishólmi og eflaust
víðar í þorpum landsins. Finnst mér full ástæða
til að kanna þessa hugmynd betur og kem henni
því á framfæri til umhugsunar. Allar umræður
um slíkt mótshald þurfa að vera í fullu samráði
við bæjar- eða sveitarstjórnir viðkomandi staða
og kynntar með góðum fyrirvara.
Mér varð ljóst eftir landsmótið sem við héldum
í Keflavík 2008, að okkur hélst ekki á fólkinu
á svæðinu allan mótstímann, þar sem of stutt
og of gott var að skreppa heim fýrir marga,
þegar skipulagðri dagskrá lauk og skorti því á
flest öll önnur samskipti sem nauðsynleg eru
til að viðhalda kynnum og samvistum við góða
félaga. En með þessu væri þó engan veginn
nægum árangri náð, ef ekki tækist með ein-
hverjum hætti að ná til þeirra fjölmörgu hæfi-
leikaríku og vel menntuðu ungu harmoniku-
leikara, sem eru fyrir hendi og finna þeim
vettvang og leið til þátttöku og forystu innan
raða allra þeirra sem unna harmonikumúsik og
vilja tryggja framgang hennar til frambúðar.
Þar ættu þeir sannarlega stóru hlutverki að
gegna. Við þessir eldri verðum að gera okkur
grein fyrir því, að þótt gríðarleg vakning hafi
átt sér stað á árunum eftir 1970 með stofnun
harmonikufélaganna vítt og breitt um landið,
með mikilli þátttöku fólks, sem flest var þá
þegar á miðjum aldri, var nánast ein kynslóð
næst á eftir þeim hópum, sem kærði sig ekkert
um slíka músik og var því aldrei á þeim vett-
vangi. I hópi eldri harmonikuleikara voru þá
nokkrir afburða snillingar, sem of langt yrði
Gestur Friðjónsson
upp að telja, enda flestum landsmönnum
kunnir, en langflestir af hinum almennu
félögum voru að mestu leyti sjálfmenntaðir
áhugamenn, en höfðu samt margir hverjir náð
ótrúlegri færni á sitt hljóðfæri. Þetta var fólkið
sem stóð að baki harmonikufélaganna við
stofnun þeirra í upphafi, auk annarra sem höfðu
unun af að hlusta á harmonikutóna og gerðust
félagar þótt þeir léku ekki sjálfir á hljóðfæri. Af
sjálfu sér leiðir að þessir stofnhópar safnast nú
óðum til feðra sinna og því ber brýna nauðsyn
til, að hið unga upprennandi fólk innan harm-
onikugeirans finni sér farveg og áhugasvið sem
gæti tekið upp merkið af okkur sem erum nú
á fallanda fæti og viðhaldið og aukið þá reisn
sem enn er þó yfir starfseminni. Upphafið að
slíkri endurreisn gæti verið sameiginleg hátíð
líkt og minnst var á í byrjun þessa pistils, en til
þess þarf fýrst og fremst að ná til unga fólksins
og gefa því kost á að skipuleggja og undirbúa
slíkt ásamt eldri félögum er sæju um að okkar
gömlu gildum væri fullur sómi sýndur. Mér
finnst blasa við að þó að fortíðarhyggjan sé
þaulsætin og ágæt, þurfi samt að huga að fram-
tíðinni í þessu máli sem öðrum. Það væri illa
farið ef félagsskapur sem á vart sinn líka í
heiminum og stofnaður var að frumkvæði
fjöldans um eitt hljóðfæri, sem lifað hefir lengi
með þjóðinni, falli niður og heyri sögunni til.
Reynum að hindra það með öllum tiltækum
ráðum.
Akranesi í desember 2014,
Gestur Friðjónsson, ritari H.U.V.
Harmonikan heillar
Frá því síðsumars 2013 hefur for-
maður Landssambandsins, Gunnar
Kvaran, séð um harmonikuþættina
„Harmonikan heillar" á sjónvarps-
stöðinni INN. Það er ekki heiglum
hent að stökkva út í svona verkefni,
en formaðurinn hefur séð það svart-
ara og þrátt fýrir enga reynslu af
þáttagerð af þessu tagi, tókst honum
að ná tökum á þessu furðu fljótt.
Þetta hefur verið hin besta kynning
á harmonikunni. Margt forvitnilegt
hefur borið á góma í spjalli stjórn-
8
andans og viðmælendanna, sem
vafalaust verður gaman að vitna í
þegar fram líða stundir. Vakið hefur
athygli hversu afslappað andrúms-
loftið hefur verið í þáttunum. Það
hefur verið sérlega skemmtilegt að
fýlgjst með unga fólkinu, sem kemur
fram af miklu sjálfsöryggi, sem
auðveldar stjórnandanum verkið til
muna. Von er til að framhald verði
á þáttunum.
Þegar þetta er ritað hafa eftirtaldir
harmonikuleikarar komið fram.
Bragi Hlíðberg, Reynir Jónasson,
Flemming Viðar Valmundsson,
Jónas Ásgeir Ásgeirsson, Ásta Soffía
Þorgeirsdóttir, Grétar Geirsson,
Álfheiður Gló Einarsdóttir, Helga
Kristbjörg Guðmundsdóttir,
Haukur Hlíðberg, Friðjón Hall-
grímsson, Jón Þorsteinn Reynisson,
Einar Guðmundsson, Hildur Petra
Friðriksdóttir, Aðalsteinn ísfjörð og
Vilberg Vilbergsson (Villi Valli).
FH
Gunnar Kvaran