Harmonikublaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 22

Harmonikublaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 22
IÞA GOMLU GOÐU / wra/wx Hér birtist með góðfúslegu leyfi Hilmars Hjartarsonar og Þorsteins Rúnars Þorsteinssonar, síða úr Harmonikunni frá október 1993. Þá var ýmislegt um að vera hjá Eyfirð- ingum, ekki síður en nú. Annríki hjá F.H.U.E. í sumar Frá því að maí blað Harmoníkunnar kom út hefur ýmislegt verið um að vera hjá F.H.U.E. Priðjudagskvöldið 4. maí gekkst félagið fyrir lagakeppni í sam- bandi við landsmót S.Í.H.U. en alis bár- ust 10 lög í keppnina. Þriggja manna dómnefnd valdi 5 lög í úrslitakeppni, sem lyktaði með sigri „Sveitavalsins" eftir Hörð Krístinsson og í öðru sæti varð „Suðrænar nætur" eftir Atla Helga- son og í þriðja sæti lenti „Ómur kyrrð- arinnar" eftir Sigurð Leósson. Sveita- valsinn var síðan fluttur af höfundi í lagakeppninni á landsmótinu á Egils- stöðum í sumar. Félagið tók að sjálf- sögðu þátt í iandsmótinu en auk þess hélt félagið tvo dansleiki í félagsheimil- inu Lóni á Akureyri, þann fyrri í maí og var þá einnig spiluð félagsvist og svo þann 4. september s.l. Menningarmálanefnd Akureyrar stóð fyrir ýmsum uppákomum s.l. sumar, þar sem margir komu fram og kallaði það „Listasumar á Akureyri" Hinn 29. ágúst á afmæli Akureyrar var samkoma í í- þróttahöllinni í tilefni loka Listasumars, og komu þar fram ýmsir listamenn, þar á meðal söngvarinn Jóhann Már Jó- hannsson. Við þetta tækifæri spilaði stórsveit F.H.U.E. í um það bil hálfa klukkustund. Þann 25. júm' fór félagið í heimsókn til Félags Harmoníkuunnenda í Skaga- ftrði og var þar slegið upp balli að Mið- garði þar sem heimamenn og Eyfirðing- ar skiptust á að spila fyrir dansleiknum auk þess sem stórsveit F.H.U.E. lék í eina klukkustund. Var þar mikið fjör enda eru Skagfirðingar þekktir fyrir að vera miklir söng- og gleðimenn. Helgina 23,- 25. júlí var haldið í þriðja sinn, útilegumót að Breiðumýri í samvinnu við Harmoníkufélag Þingey- inga. Fremur fámennt var að þessu sinni enda gaf veðurfar ekki tilefni til útilegu á Norðurlandi um þessa helgi. Við þessu má svosem alltaf búast en þá er bara að sjá til hvort ekki tekst betur til á næsta ári. Eins og flestum er kunnugt hafa Sigl- firðingar undanfarin tvö ár, staðið fyrir uppákomum um verslunarmannahelgina og kallað þær „Sfldarævintýrið á Sigió“. Þar hefur verið reynt að endurvekja sfldarstemmningu fyrri ára, þegar allt snérist um sfld, og hefur það tekist með ágætum. f þriðja sinn nú í sumar var „Síldarævintýrið“ haldið og sóttu það nokkur þúsund manns, í blíðskapar veðri. Sunnudaginn 1. ágúst hélt föngu- legur hópur frá Akureyri til Siglufjarðar með rútu. Þarna var komin stórsveit F.H.U.E. ásamt stjórnanda og fylgdar- liði til að spila á „Síldarævintýrinu". Hópurinn var ekki fyrr kominn á stað- inn en stórsveitin var drifin niður á tog- arabryggju , og þar alveg fram á kant, því sjóstangaveiðimenn voru að koma að landi, og var tekið á móti þeim með kröftugu harmoníkuspili. Síðan var haldið á hátíðarsvæðið f miðbænum, þar spilaði stórsveitin nokkur lög, einnig léku þeir nokkur lög Einar Guðmunds- son og Jón Hrólfsson. Þar á eftir léku einleik tveir siglfirskir harmoníkuleikar- ar nokkur lög. Um kvöldið var slegið upp balli á söltunarplaninu, þar lék stór- sveitin í hálfa aðra klukkustund. Þá var fjör á sfldarballinu og fólk dansaði sér til hita og veitti ekki af, því það var orð- ið kvöldsett. Aðalfundur F.H.U.E. var haldinn 14. september s.l. og er stjóm félagsins nú þannig skipuð: Jóhannes Jónsson for- maður, Hörður Kristinsson varaformað- ur, Jóhann Sigurðsson ritari, Gunnlaug Heiðdal gjaldkeri og Pétur Stefánsson meðstjómandi. Varamenn eru Sigfús §r- elíusson, Þorgerður Jónsdóttir og Sig- urður Indriðason. Þetta er það helsta sem er að frétta frá félaginu nú á haustdögum þegar vetrarstarf fer að hefjast, en þó veður hafi ekki verið upp á það besta hér í Eyjafirði í sumar, hefur viðrað vel í harmoníkumálum. Með harmoníkukveðju Jóhannes B. Jóhannsson 23

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.