Harmonikublaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 14
Harmonikan í leikskólum landsins
Ágætu lesendur svona til gamans og fróð-
leiks ætla ég að rifja upp sögu þess verkefiiis
sem mér var falið að framkvæma ásamt
Elísabetu Einarsdóttur. Verkefnið fékk
nafnið HARMONIKAN f LEIKSKÓLUM
LANDSINS.
Arið 2009 fór Harmonikufélag Reykjavíkur
í samstarf við Guðrúnu Jónsdóttur forstöðu-
mann í félagsstarfmu í Gerðubergi, en þar var
í gangi verkefnið KYNSLÓÐIRNAR
SAMAN. Fannst okkur upplagt að tengja
harmonikuna við þetta verkefni enda Guðrún
mikill harmonikuaðdáandi og gerðum við
kvæmd á þessu verkefni og var komið að
okkur að setja af stað eitthvert plan, um það
hvernig við ætluðum að standa að þessu, en
við gerðum okkur strax grein fyrir því að þetta
væri botnlaus vinna.
Við byrjuðum á því að senda bréf til allra
formanna harmonikufélaga, kynntum þeim
framkvæmd verkefnisins og óskuðum eftir
spilurum á þeirra svæði og ef það tókst ekki
þá fórum við Elísabet bara af stað með smá-
sjána og tíndum upp nokkur stykki spilara
sem voru alveg til í tuskið. Það skal tekið
fram að formaðurinn Gunnar Kvaran var alltaf
á hliðarlínunni til í hvað sem var, veitti okkur
sem komið hafa að þessari spilamennsku og
ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að
spila á landsbyggðinni og sumir spila bara
einu sinni og aðrir oftar og alltaf eru það ein-
hverjir sem draga vagninn. Þannig að ég vil
benda ritstjóra blaðsins á það að safna saman
öllum nöfnum á þeim sem tekið hafa þátt í
þessu verkefni og birta hann í blaðinu. Það
getur líka verið hvatning til þeirra sem setið
hafa hjá, um að koma nú og vera með.
I framhaldi af þessu leikskólaspili var gefmn
út geisladiskurinn HARMONIKAN í LEIK-
SKÓLUNUM. Baldur Geirmundsson lék
inn á diskinn af sinni alkunnu snilld og
með okkur skriflegan samning þar um. Fórum
við nokkrir félagar úr HR í leikskóla aðallega
í Breiðholtinu. Okkar þáttur var nefndur
DRAGSPILIÐ ÞANIÐ. Við vorum með
samræmda dagskrá á öllum leikskólunum og
var það hugsað þannig að þegar leikskólarnir
kæmu allir saman gæti það hentað mjög vel.
Gekk þetta nokkuð vel í fyrstu, en svo var
þetta orðið svo viðamikið og okkur algerlega
ofviða. Fannst mér þetta vera kjörið verkefni
fyrir landssambandið og lagði fram þá tillögu
á aðalfundi að sambandið tæki þetta í sínar
hendur og gerði þetta að samræmdu verkefni
fyrir allt landið og var það samþykkt. Eins
og áður segir var okkur Elísabetu falin fram-
Tju tju trallala
góðan stuðning og hvatningu og var alltaf
með okkur í öllu ferlinu (og gerði alltaf það
sem við sögðum honum að gera). Síðan
sömdum við bréf til allra leikskóla á landinu
sem eru um 400, sögðum þeim frá verkefninu
og samræmdri dagskrá fyrir allt landið, gáfum
þeim upp nöfn á formönnum í félögum á
viðkomandi stað nema hér á höfuðborgar-
svæðinu. Þar sá Elísabet að mestu leyti um
það að útvega spilara og hefur hún staðið sig
með miklum sóma.
Þetta verkefni hefur fengið góðar undirtektir
í leikskólunum og víðar. Einnig hefur verið
fjallað um það í erlendum blöðum. I fram-
haldi af þessu erum við farin að tengja saman
eldri og yngri með því að
bjóða börnum á leik-
skólum að heimsækja
eldri borgara í félagsmið-
stöðvar þeirra, meðal
annars að Vitatorgi og
ísafold ofl. Einnig hefur
verið farið í einn eða tvo
grunnskóla, sem hefur
gefist mjög vel. Það hefur
verið mjög ánægjulegt að
fylgjast með og vera þátt-
takandi í allri þeirri gleði
og ánægju sem þessu starfi
hefur fylgt. Það er erfitt
að fara að telja upp alla þá
Magnús Reynir Guðmundsson sá um kynn-
ingar, einstaklega vel heppnaður diskur. Sala
á diskinum hefur gengið mjög vel. Við Elísa-
bet og Gunnar settum upp sölunet og skiptum
með okkur ákveðnum svæðum hringinn í
kringum landið. Haft var samband alla leik-
skóla landsins og gekk salan alveg með
ólíkindum vel. Búið er að framleiða meira
magn og ég held að þessi diskur sé búinn að
gefa meira af sér en meðal landsmót. Hægt er
að nálgast diskinn hjá mér, Elísabetu og
Gunnari. Diskurinn er kjörin gjöf til leik-
skólabarna og ágætur til heimabrúks. Með
þessu verkefni var alls ekki verið að finna upp
hjólið heldur að vinna markvisst og sameinast
um að kynna harmonikuna í leikskólum
landsins og ég fullyrði að þetta hefur skilað
sér út í samfélagið.
Það er auðvitað búið að vera að spila á leik-
skólum landsins áratugum saman og alls ekki
verið að gera lítið úr því og ómögulegt að vita
hverjir ruddu brautina fyrir okkur hin en þeir
eiga þakkir skildar. Það er ósk mín og von að
við getum haldið áfram að sameinast um þetta
verkefni sem gefur af sér svo mikla gleði og
leikskólabörnin vita öll í dag hvað hljóðfærið
harmonika heitir.
Með sólar og sumarkveðju, Guðrún Guðjóns-
dóttir, Harmonikufélagi Reykjavíkur. Óþekktur
Ijósmyndari