Harmonikublaðið - 01.05.2015, Page 15

Harmonikublaðið - 01.05.2015, Page 15
Skagfirðingar í Skagafirði Félag harmonikuunnenda í Skagafirði heldur sína árvissu fjöl- skylduhátíð harmonikuunnenda á nýjum stað um Jónsmessuna, 19.-21. júní 2015. Að undanförnu hafa þessar hátíðir verið í Húnaveri, en að þessu sinni var ákveðið að færa hátíðina í Skagafjörð og urðu Steinsstaðir í Lýtingsstaðahreppi hinum forna fyrir valinu. Steins- staðir eru um það bil 10 kíló- metrum sunnan Varmahlíðar. A Steinsstöðum er hin besta aðstaða fyrir útilegufólk, auk þess sem mjög stórt samkomuhús og sund- laug er á staðnum. Síðast en ekki síst er gistiheimili á Steinsstöðum, en á þá aðstöðu hefur ætíð skort í Húnaveri. Þar geta þeir haft það notalegt, sem vilja komast á ekta harmonikumót, án þess að eiga færanlega gistiaðstöðu. Dagskráin verður með hefð- bundnum hætti, dansleikur á föstudagskvöldi, skemmtidagskrá um miðjan dag á laugardegi og þá verður Kvenfélag Lýtings- staðahrepps með kaffihlaðborð á 1 norðlenskri sumarblíSu. Mynd: Sigurður Harðarson vægu verði. Fljótlega upp úr því verður kveikt í kolunum á fjöl- skyldugrillinu, þannig að heitt verði orðið í þeim á kvöldverðar- tíma. Dansleikur verður síðan að kvöldverði loknum og gæðingar teknir til kostanna. Skemmtidagskráin er ekki full- mótuð ennþá, en til að nefna eitthvað má geta pistlahöfundar og einnig verða á svæðinu ungir harmonikuleikarar. Þá má reikna með happdrætti og EG tónar verða með árlega sölusýningu á harmonikum, fylgihlutum og fleiru. Harmonikuleikarar í Skagafirði hafa heimsótt leikskóla, eftir því sem tækifæri hafa gefist en ferða- veður hefur oftar en ekki verið fremur óhagstætt í vetur, sem sett hefur verulegt strik í reikninginn. Ekki reyndist nægur áhugi fýrir námskeiðinu í Reykjaskóla, sem kynnt var í vor, en hugmyndin er mjög góð og vel þess virði að halda þessu máli vakandi. Nú er á vegum félagsins verið að æfa fýrir „Manstu gamla daga 5“, sem er skemmtidagskrá í tali og tónum, sem gengið hefur hjá okkur nokkur undanfarin ár, en tekið er fýrir að þessu sinni efni áranna 1955 og fram yfir 1960. Flutt verða lög sem vinsæl voru á þessum tíma en sögumaður og kynnir segir sögur og fréttir á milli laga, sem tengjast tíma- bilinu. Hljómsveitina skipa: Jón St. Gíslason og Aðalsteinn Isfjörð með harmonikur, Margeir Frið- riksson leikur á bassa, Jóhann Friðriksson trommur. Sigfús Benediktsson og Guðmundur Ragnarsson leika á gítara. Söngv- arar með hljómsveitinni eru þau Guðrún Jónsdóttir og Róbert Ottarsson. Mynddiskar frá þess- ari skemmtidagskrá okkar verða fáanlegir á Steinsstöðum um Jónsmessuhelgina. Með sumarkveðju, Gunnar Agústsson & v Árviss fjölskyldnhátið lamoiihraiaeila íSkagalii® Jónsmessuhelgina 19. - 21. júní - 2015 Fjölbreytt dagskrá í félagsheimilinu Árgarði. Tónleikar, dansleikir, glens og gaman. Sameiginleg grillveisla þar sem gestgjafinn leggur til kol og grill. Á Steinsstöðum er rekin fjölbreytt ferðaþjónusta. Þar er góð aðstaða fyrir húsbíla og ferðavagna, auk þess sem seld er gisting á gistiheimili og í sumarhúsum. Á staðnum er sundlaug með heitum pottum. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat eftir pöntunum. Allar nánari upplýsingar um þjónustuna eru í síma 8998762 Taktu helgina frá og pantaðu tímanlega ef þú villt nýta þér gistiþjónustuna. 15

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.