Harmonikublaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 16
Er mikið um tónlistarmenn í fjölskyldunni?
Nei, það er ekki mikið um það og þó, systir
mín spilar á saxófón.
Af hverju varð harmonikan fyrir valinu? Það
var tónlistarkynning í Langholtsskólanum
þegar ég var líklega átta ára. Þá sagði ég for-
eldrum mínum að ég vildi læra á hljóðfæri.
Eg var bara svo heppinn, að afi minn var til-
búinn að styrkja mig í þessu. Hann keypti
handa mér fyrstu harmonikuna og var til í að
borga námið líka. Hann heitir Már Oskarsson
og er mikill áhugamaður um harmonikuieik
og einn af stofnendum Félags harmoniku-
unnnenda í Reykjavík.
Hvenær byrjaðir þú að læra? Fyrsti kennar-
inn minn var Gunnar Kvaran, hann kenndi
mér fyrstu þrjú árin. Síðan fór ég í Tónmennta-
skóla Reykjavíkur og þar kenndi RússinnVa-
dim Fjodorov. Hann kenndi mér í tvö ár, en
fór þá úr landi. Helga Kristbjörg Guðmunds-
dóttir tók við af Vadim og kenndi mér næstu
tvö árin. Þá fór hún til Danmerkur í fram-
haldsnám. Síðan hef ég verið í tímum hjá
Halldóri Pétri Davíðssyni. Allt eru þetta mjög
ólíkir kennarar.
Á hvernig tónlist hlustar þú? Það er nú ekk-
ert sérstakt, bara svona bland í poka.
Stefnir þú á framhaldsnám í tónlist? Já, það
kemur alveg til greina að skoða það í fram-
tíðinni.
Að Sólbeimum 44 í Langholtshverfinu í Reykjavík býr ungur harmoniku-
leikari. A þessum svölu vordögum 2015, er hann að lesa undirprófíMennta-
skólanum í Reykjavík, þar sem hann stundar nám. Hann er fœddur fyrir
rúmum sautján árum í Reykjavík. Harmonikublaðið fór á stúfana, til að
frœðast örlitið meira um Bergmann Ola Aðalsteinsson, sem vann sér það til
frœgðar vorið 2013 að vera valinn af dómnefnd SIHU, Harmonikumeistar-
inn 2013, í keppni sem framfór í húsakynnum Tónlistarskólans í Garðabœ.
Hvað æfir þú þig mikið? Það er aðeins mis-
jafnt en þegar maður tekur saman eftir vikuna
er það trúlega nálægt einum klukkutíma á dag.
Gætir þú hugsað þér að starfa við tónlist í
firamtíðinni? Það er alveg inní myndinni. Það
gæti verið gaman að vera með í hijómsveit,
þar sem væru harmonika, saxófónn, básúna
og trompett.
Hvaða tegund af harmoniku ertu með núna?
Núna er ég með eldgamla Tombolini hnapp-
anikku. Eg skipti yfir í hnappa í fyrrasumar,
en þangað til hafði ég verið með píanónikkur.
Það gekk bara nokkuð vel að skipta.
Hefur þú farið á harmonikumót? Neí, ég
hef aldrei farið á harmonikumót, en tvisvar
fór ég á nemendamót í Reykjaskóla í Hrúta-
firði. Það var mjög skemmtilegt að vera þar
og spila með öðrum nemendum á svipuðu
reki og maður sjálfur.
Við Ijúkum þessu spjalli og kveðjum Berg-
mann Óla, sem snýr sér að dönskunni, sem
hann á að taka próf í á næstu dögum. FH
Bergmann Óli í keppninni Harmonikumeistarinn 2013. Ljósmynd: Sigurður Harðarson
Ákall
Góðir harmonikuleikarar og unnendur.
Tónlistarsafn Islands tók til starfa að Hábraut 2 í
Kópavogi í maí 2009. Hlutverk safnsins er að safna,
skrá og miðla íslenskri tónmenningu eins og hún
hefur þróast í gegnum aldirnar. Við sinnum hlutverki
okkar m.a. með sýningum, fyrirlestrum og miðlun
á vefnum í gagnagrunninum www.ismus.is og á
heimasíðu safnsins www.tonlistarsafn.is.
Reynslan segir okkur að á heimilisins innstu skúma-
skotum liggja oft ómetanlegar sögulegar heimildir í
formi ljósmynda, bréfa, muna og hljóðritana af
ýmsum toga, allt frá gömlum stálþráðum, segul-
16
böndum, kassettum og jafnvel hljómplötum sem
gerðar voru í einu eintaki.
Vil ég með þessu skeyti senda ákall til þeirra er
hugsanlega eiga eða vita um sögulegar heimildir af
þessum toga að hafa samband við okkur og leyfa
okkur að afrita til varðveislu, skráningar og jafnvel
birtingar á vegum Tónlistarsafns Islands. Þannig
verður „draslið“ að djásni.
Með vinsemd, Bjarki Sveinbjörnsson
Forstöðumaður Tónlistarsafns Islands
ts@tonlistarsajn. is