Harmonikublaðið - 01.05.2017, Síða 10
Borgarstjórinn á Vitatorgi
Við í Vitatorgsbandinu fengum skemmtilega heimsókn fyrir stuttu.
Vitatorgsbandið sem svo er kallað leikur í salnum á Vitatorgi, sem er
ein margra félagsmiðstöðva eldri borgara í Reykjavík, á hverjum
miðvikudegi frá klukkan eitt til þrjú. I bandinu eru þau Eiríkur
Sigurðsson, Gísli Gíslason, Guðrún Guðjónsdóttir, Hjálmar
Jóhannesson, Theodór Bragason og Valbjörn Guðjónsson, sem öll
leika á harmonikur, en auk þeirra leikur Eirný Asgeirsdóttir á gítar að
ógleymdum Þóri Magnússyni, sem sér um trommurnar, eins og hann
hefur gert með harmonikuunnendum síðastliðin 40 ár. A Vitatorgið
mættir reglulega slæðingur eldri borgara með ólæknandi dansþrá og
i L
^ ||
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson með Guðrúnu Guðjónsdóttur og nokkrum dansgesta
taka sporið í mesta bróðerni. Á dögunum tók borgarstjórinn í Reykjavík,
Dagur B. Eggertsson, sér frí frá hinu daglega amstri við stjórn
borgarinnar og mætti á ball hjá okkur. Borgarstjórinn brá undir sig
betri fætinum og tók fullan þátt í dansinum og skemmti sér hið besta.
Þakkaði hann hljómsveitinni fyrir góða skemmtun og virtist alveg
vita hvert hann á að fara þegar hann verður 67.
Kveðja,
Guðrún Guðjónsdóttir
I léttum dansi á Vitatorgi
Lengi er von á einum
Þetta skemmtilega bréf barst ritstjóra á dögunum. Þar
kemur fram að áhugahópur um harmonikuna hefur
endurvakið harmonikufélagið á Höfin í Hornafirði.
Stofnfundur Félags harmonikuunnenda í Hornafirði fór fram
22. apríl sl. Á fundinn mættu 16 stofnfélagar en nú þegar
eru 32 búnir að skrá sig í félagið. Zophonías Torfason
stjórnaði fundi og farið var yfir lög félagsins. Hrefna
Magnúsdóttir var kjörin formaður og aðrir í stjórn eru
Jóhanna Einarsdóttir ritari og Katrín Osk Jónsdóttir gjaldkeri,
meðstjórnendur eru Oskar Þorleifsson og Sverrir Þórhallsson.
Boðið var upp á kaffi og að sjálfsögðu heimabakað brauð,
höfðu sumir að orði að það mætti halda að um fermingarveislu
væri að ræða. Að lokum spiluðu þeir á harmonikur Haukur
Helgi Þorvaldsson og Zophonías Torfason. Þeir ætla svo að
spila á degi harmonikunnar 6. maí í miðbæ Hornafjarðar
Haukur og Zophonías, kannske fleiri ef fást.
Að lokum óskum við harmonikuunnendum um land allt
gleðilegs sumars.
Með harmonikukveðju,
Hrefna Magnúsdóttir.
Fyrsta stjórn Eélags harmonikuunnenda íHornafirði. Ev. Óskar Þorleifison, Sverrir
Þorvaldsson, Jóhanna Einarsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir formaður, Katrín Ósk
Jónsdóttir.
10