Harmonikublaðið - 01.05.2017, Page 21
á norskunni. í Noregi komst ég ekki yfir
harmoniku vegna auraleysis, launin voru lág
í Arne Fabrikker, en hugurinn fór á flug og
draumarnir snérust um vonina að eignast
nikku.
Fékkstu tilsögn á hljóðfærið?
Eftir heimkomuna frá Noregi hófst nýr kafli í
lífi mínu. Eg varð auðvitað að vinna fyrir mér,
fór á togara, vertíð, handlang, löggildingarstofu
og bílstjóri m.m. en endaði sem nemi í
pípulögnum 1964, starfi sem ég kolféll fyrir
og er mjög stoltur af að hafa valið.
Eg hef starfað sem sjálfstæður
pípulagningameistari síðustu
áratugina. Einhverntíma á þessu
tímabili komst ég yfir 48 bassa
píanóharmoniku og fór að basla við
að ná lagi. Þessar tilraunir endaðuðu
í námi hjá Emil Adolfssyni
harmonikukennara, sem betur fer.
Hjá Emil lærði ég margt en námið
varð slitrótt því nú var komið í
spilið að festa ráð sitt og hin
raunverulega lífsbarátta að hefjast
1965. Við Sigríður Sigurðardóttir
(Sirrý) kynntumst á gömludansaballi
í Alþýðuhús-kjallaranum og hún
hefur verið mín stoð og stytta síðan.
Með henni hef ég stigið lífsdansinn
síðustu rúmlega fimmtíu árin, enda
hefur hún alltaf haft gaman af dansi.
Á árunum milli 1970-1977 fór ég
í nám til Karls Jónatanssonar er
gagnaðist mér virkilega vel en hann
var hinn þolinmóði lærifaðir með bæði einka-
og hóptíma, sem juku verulega á þekkinguna.
Fljótlega eftir stofnun FHUR var Grettir
Björnsson ráðinn til kennslu á vegum félagsins
og sótti ég tíma til hans í gamla Edduhúsinu
við Lindargötu. Hann lét mann skilja að
kennslan yrði enginn leikaraskapur, enda
reyndist námið gæfuspor fyrir mig og jók
skilning manns á flóknu hljóðfæri. Hann lagði
áherslu á og sagði m.a. „á harmoniku þarf að
nota alla fingurna“. Frekara nám sótti ég síðar
til Guðna S. Guðnasonar harmonikuleikara og
viðgerðarmanns. Hann gerði það fyrir mig að
fara í gegnum slatta af rússneskum þjóðlögum
er ég hef miklar mætur á. Síðast en ekki síst vil
ég nefna stórvin minn Sigurð Alfonsson sem
hefur verið kennari minn hin síðari ár, ekki
minnst eftir að ég gerðist harmonikuleikari
með danshópnum Sporinu úr Borgarfirði, sem
gerir kröfur um danshæfni og hljóðfæraleik.
Eg hef miklar mætur á Sigurði sem getur með
sinni ljúfu framkomu og þekkingu látið mann
komast lengra en maður trúði á sjálfur. Eg hefi
nú verið harmonikuleikari með Sporinu í
Borgarfirði síðastliðin fimmtán ár. Að
sjálfsögðu hef ég komið að dansleikjaspili í
gegnum tíðina hjá FHUR og oft hefur maður
gripið í hljóðfærið á harmonikumótum á
sumrin.
Segðu mér frá stofiiun FHUR
Svo gerist stóra stökkið 1977 þegar Karli datt
það snjallræði í huga að stofna félag um
harmonikuna og Félag harmonikuunnenda
Reykjavík varð til. Eins og flestir vita leiddi
þessi djarfa hugmynd til endurlífgunar
harmonikuáhuga um allt land. Eg gerðist einn
stofnfélaga að FHUR, varð snemma á ferlinum
formaður skemmtinefndar til fjölda ára, fór í
nýstofnaða hljómsveit félagsins, enn síðar
formaður og er nú fjörutíu árum síðar
varaformaður. Eitthvað heillandi gerðist við
félagsstofnunina, fjöldi harmonikuleikara
spruttu fram og maður fór að heyra fjölbreytta
harmonikutónlist er hinir þekktu nikkarar
okkar fóru að láta í sér heyra á skemmtifundum
félagsins, þá jókst áhuginn enn til muna.
Hefur þú tekið þátt í landsmótum
frá upphafi og hafa þau þróast eins
og þú hafðir vonað?
Jú, sem betur fer hef ég verið á öllum
landsmótunum. Þau hafa verið og eru
nauðsynlegur vettvangur í öllu ferlinu.
Landsmótin eiga að vera uppskeruhátíð í okkar
íslensku harmonikuveröld og eru það auðvitað.
Það er auðvelt að gagnrýna en samt í alvörunni
hefur framþróunin verið sorglega hæg álít ég.
Framanaf voru miklar vonir bundnar við
landsmótin og þau stóðu fýllilega undir því.
Frá 1990 hefur erlendum nikkurum verið
boðið á mótin sem sýnir framá metnað SIHU
í að sýna framá snilld í harmonikuleik.
Sambandið hefur starfað í 36 ár en fólk hefur
elst og lítil sem engin endurnýjun orðið meðal
harmonikuunnenda. Til nokkurra ára var ég
ritari í stjórn SÍHU. Á haustfundi 1992 á
Hellu, bar ég fram þá tillögu að sambandið
myndi veita viðurkenningar eða verðlaunaði
menn fyrir að skara framúr, eða að öðru leyti
unnið það að málefnum harmonikunnar sem
bæri að þakka. Ekki var nú hrópað húrra fyrir
þessu þá, en ég hélt áfram að skrifa um slíkt
í blaðinu Harmonikan. Mig minnir að fýrstu
viðurkenningar hafi verið veittar á landsmóti
2008. Þá barðist ég fýrir því með Islenskri
málstöð og formanni hennar Baldri Jónssyni
að leggja til við SIHU að kjósa um það nafn
sem henta þætti á hljóðfærið harmonika. Þetta
endaði með því að samþykkt var á aðalfundi
á Flúðum að orðið harmonika yrði notað yfir
hljóðfærið. Margar útgáfur höfðu fram að því
verið notaðar við að skrifa heitið.
Hvenær varð hugmyndin
að harmonikublaði til?
Sú hugdetta var farin að gerjast
1985, í huga okkar Þorsteins
Þorsteinssonar. Utslagið gerði í
raun Lars Ek þegar við vorum á
leið í rútunni suður eftir
tónleikana á Húsavík það sama ár.
Þá sagði hann það forsendu fýrir
að koma upplýsingum, fræðslu og
fréttum milli harmonikufélaga í
landinu að gefa út miðil, hann
sameinaði harmonikuunnendur
og styrkti slíka starfsemi.
Teningnum var kastað og fýrsta
blaðið sem fékk nafnið
Harmonikan kom út haustið
1986, tuttugu síðna blað. Næsta
blað var 24 síður og þannig var
blaðið næstu tíu ár, eða þar til
Þorsteinn hætti 1996. Samvinna okkar gekk
vel, verkaskipting góð í efnisöflun sem við
reyndum að hafa sem fjölbreyttasta. Eftir að
Steini hætti hélt ég áfram einn næstu fimm
ár til viðbótar, minnkaði blaðið niður í 16-20
síður eftir hve miklu efni þurfti að vinna úr.
Fjölskylda mín, kona og börnin, hjálpuðu mér
út í eitt með skriftir og hvaðeina umrædd
fimm ár, en þar kom að þetta hugsjónastarf
tók orðið nánast hug manns allan og árið
2001 ákvað ég að nú væri nóg komið og hætti
blaðaútgáfunni. Að geta nú eftir öll þessi ár
leitað sögulegra heimilda í blöðunum hlýjar
manni virkilega um hjartarætur. Þar liggur
stór hluti harmonikusögunnar, get ég sagt.
Hvernig gekk að afla efnis í blaðið?
Það var aldrei erfitt að afla efnis. Samvinna
við áskrifendur var góð og gaman að taka
viðtöl við harmonikufólk í landinu, auk þessa
að tína til fróðleik heima og erlendis. Auk
þessa hef ég undanfarin tuttugu ár skrifað
greinar í norsk harmonikublöð s.s.
Gammeldans i Skandinavia og Nygammalt
svo koma megi smá upplýsingum héðan, um
það sem við aðhöfumst, enda vilja félagar
okkar á Norðurlöndunum eindregið hafa
okkur með í þeim pakka.
A landsmóti Egilsstöðum 1993
21