Harmonikublaðið - 01.05.2017, Qupperneq 22
Hvert var upphaf
harmonikumótanna?
Við Þorsteinn létum ekki staðar numið. Nú
var komið blað til að miðla upplýsingum og
maður búinn að kynnast því erlendis hvað
harmonikumótin sameinuðu fólk innan
harmonikumenningargeirans. Reyndar áttu
Islendingar á þessum tíma ekki úr miklu að
velja að sækja mót og alls ekki nikkumót.
Forleikurinn að móti úti í náttúrunni sem við
nefndum „I útilegu með harmoniku“ fór fram
að okkar frumkvæði í Galtalækjarskógi 24.-26.
júlí 1987, en þá mætti um 25 manna
vinahópur úr FHUR. A þessum stað hófum
við svo formlegt mót 1988, er auglýst var í
blaðinu Harmonikan að væri öllum
harmonikuunnendum opið. I Galtalækjarskógi
vorum við í 5 ár, eða til 1992 og sífellt jókst
aðsóknin, fólk farið að koma víða af landinu
og mótsgestir orðnir 300. Við komum á
ýmsum keppnum, markaði, veittum verðlaun,
fórum í gönguferðir og leiki með börnunum,
sungum og spiluðum með gleðina að vopni.
Þá var að finna nýjan stað 1993. Fyrir valinu
varð fallegt svæði í Þrastaskógi við Sogið, þar
sem var stór flöt í skóginum. Nú héldum við
áfram að þróa mótið, bættum í dagskrána
varðeldi og danspalli ásamt að vera með
samkomutjald. Mótshaldið varð geysi vinsælt,
tónlist samin tileinkuð mótinu og verðlaunin
„Belgurinn“ afhentur þeim sem var mesti
mannþekkjarinn varðandi gamalar myndir af
harmonikuleikurum, yngsti nikkarinn,
frumlegasta hljóðfærið og fl. Steini og Gústa
hættu 1996, en við Sirrý héldum síðasta mótið
1997 og enduðum það með stæl þar sem par
var gift. Brúðhjónin voru þau Guðný
Sigurðardóttir og Friðjón Hallgrímsson. A
þessum tíma voru aðrir byrjaðir með
harmonikumót, þar með var markmiði okkar
náð og formleg mót orðin 10 að tölu, (1988
- 1997). Allt frá fyrstu harmonikumótunum
höfum við hjónin notið ánægjustunda á
hinum fjölmörgu mótum sem við höfum
heimsótt vítt og breitt um landið. Þar höfum
við hitt vini og kunningja, en að blanda geði
22
við harmonikuunnendur er ánægjulegt innlegg
í minningabanka sérhvers manns.
Hvenær hófst þátttaka þín í
heimsóknum erlendra
harmonikuleikara?
Félagsstörf innan Félags harmonikuunnenda
í Reykjavik voru nú komin á fullt skrið og
fleiri félög verið stofnuð, m.a. Harmonikfélag
Þingeyinga og Harmonikuunnendur
Vesturlands. Þáverandi formaður þess,
Aðalsteinn Símonarson, hafði heilmikil tengsl
við Noreg og náði þar sambandi við Málselv
Nye Trekkspillklubb. Þetta endaði með því að
áðurnefnd félög stóðu saman að því að annast
mótttöku norska félagsins á íslandi. Þarna var
ég fenginn í spilið vegna norskukunnáttu
minnar, bæði varðandi móttöku í Reykjavík
og til að fylgja hljómsveitinni upp í Borgarfjörð
og víðar. Þessi heimsókn reyndist nú aðeins
byrjunin, því hver viðburðurinn rak nú annan
og 1982 bauð Málselvog SenjaTrekkspillklubb
umræddum félögum til síns heima, þar sem
ég ásamt fleirum annaðist skipulagningu fyrir
sunnan en Ingvar
Hólmgeirsson fyrir norðan.
Ferð þessi reyndist mikill
viðburður og skemmtun bæði
tónlistarlega sem og að
kynnast Noregi betur vítt og
breitt ásamt að kíkja aðeins
inn til Svíþjóðar og Finnlands.
Uppúr þessu ferðalagi er Senja
Trekkspillklubb átján manna
stórhljómsveit boðið til fslands
árið 1983. Þarna kom ég
mikið við sögu ásamt Jóni
Inga Júlíussyni. Eg annaðist
allar bréfaskriftir milli
landanna, en á þeim tíma var
skriftaleiðin öruggust og
ódýrust til að hafa allt á
hreinu. Eg var svo fenginn til
að fylgja hljómsveitinni sem kom hingað með
mökum sínum um allar trissur sunnan og
vestanlands og til Húsavíkur.
Lars Ek boðið til landsins
Nú varð skammt stórra högga í milli,
boðskapurinn um merkan sænskan
harmonikusnilling að nafni Lars Ek barst
inn á borð til SIHU. Landssambandið hafði
fullan hug á að útbreiða boðskap léttleikans í
harmonikutónlist og úr varð að SÍHU bauð
Lars til landsins í júlí 1985 til stórtónleikahalds,
en hann fékk með sér hérlenda undirleikara,
þá Þorstein Þorsteinsson á gítar og Þórð
Högnason á bassa. Ráðamenn sambandsins
fengu mig til liðs að vera fararstjóra og að fylgja
hersingunni eftir á hina ýmsu staði. Komið
var fram hjá eftirtöldum félögum, HUV,
FHUE, HFÞ, HFR og FHUR. Þessi
tónleikaferð sló í gegn og verður lengi minnst.
Lars hefur ætíð lagt mikla áherslu á tónlist
eftir Pietro Frosini og ýmsa aðra þekkta
höfunda hinnar glaðlegu harmonikutónlistar.
Eftir þessa fyrstu heimsókn samdi hann vals,
sem hann tileinkaði Islandi, Twilight on
Iceland, sem birtist í blaðinu Harmonikunni
í október 1986.
Enn fleiri tónlistarviðburðir
Ef ég man rétt hafði Lars Ek samband við mig
kringum áramótin 1985-86 og sagðist vera
áhugasamur um að halda tónleika í Reykjavík
ef við vildum, með hljómsveit sinni Lars Ek‘s
Hot-Trio. Hann gæti hagað seglum sínum
þannig að koma yfir helgi með þeim félögum
sínum, sem voru auk Lars, Bengt Sjöberg á
bassa og Karl Erik Holmgren á gítar. Eftir
skyndifund með stjórn FHUR var stokkið á
þetta og íslenska Operan (Gamla Bíó) tekin frá
eitt föstudagskvöld í febrúar 1986. Unnið var
hörðum höndum að koma boðskapnum um
hæfileika Lars og hans manna til skila. Húsfyllir
varð og slóu þeir félagar svo rækilega í gegn að
Lars varð nánast að þjóðsagnapersónu fyrir vikið
meðal áheyrenda. Þess má og geta að Lars hefur
oft komið til landsins síðan, bæði til tónleikahalds
og í einkaheimsóknir, þar sem ég hef ávallt verið
hans hægri hönd. Þessi góði vinur minn veitti
mér þá óvæntu virðingu að tileinka mér lag í
maí 2001, Trasteskogvalsen, sem birtist í síðasta
tölublaði Harmonikunnar 2001.
Sigmund Dehli
Næst bauð SÍHU Norðmanninum Sigmund
Dehli og fimm manna hljómsveit hans til
landsins, í maí 1987. Hljómsveitin kom fram
hjá HUV, FHUE, HFÞ, HFRog FHUR. Þar
var ég fararstjóri allan tímann, en auk þess fór
SIHU fram á það að ég annaðist allar
bréfaskriftir við tengiliðinn í Noregi, John
Mandelit. Þetta þjálfaði mann í norskunni
(skandinaviskunni) og sjálftraustið jókst.
Léttleikinn var í fyrirrúmi hjá hljómsveitinni
og túlkun norskrar tónlistar var mögnuð.
Sigmund Dehli og félagar fóru um víðan völl
með snilldina að leiðarljósi er skildi eftir gleði
og undrun áheyrenda hvar sem farið var um.
Sigmund Dehli hefur komið margoft til
íslands eftir þetta til tón- og dansleikjahalds
m.a. á árshátíð FHUR. Hann hefur samið
fjölda laga, eitt þeirra er tileinkað Islandi,
Islands mynner.
Grieghöllin í Bergen
Fljótlega eftir heimsókn Sigmundar Dehli
sendi umræddur John Mandelit, sem búsettur
var í Bergen, enn eitt bréfið til mín og bauð
félagshljómsveit FHUR ásamt völdum
einleikurum til Bergen að koma fram í
Grieghöllinni, á margrómuðum
harmonikutónleikum sem hann hélt þar
árlega. Við þekktumst boðið í október 1987,
ég sem tengiliður og fararstjóri í enn eitt