Harmonikublaðið - 01.05.2017, Page 26
ÞA GOMLU GOÐU..
/HHMIX
Þeir voru fundvísir á forvitnilegar greinar þeir Hilmar og Þorsteinn.
Þessi birtist í 2. tölublaði Harmonikunnar í 13. árgangi. Hér má
lesa um nýja gerð af hljómborði frá Rússlandi. Ekki veit ég um
vinsældir þess, en ég minnist ekki að hafa séð svona harmonikuborð
hér á landi í það minnsta. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi
Hilmars Hjartarsonar.
Kravtzow-kerfið nýtt harmonikuhljómborð
Spennandi þróun á harmonikuhljóm-
borðinu.
Maður hefði talið að búið væri að
finna upp allt sem mögulegt er í útfærsl-
um harmonikuhljómborðs, en svo einfalt
er það ekki. Hinn rússneski tónlistarpró-
fessor Nikolaj Krawtzow hefur þróað
nýtt kerfi fyrir harmonikuhljómborð eins
og kynnt var í 2. tbl. 1997—'98 af Harm-
onikunni. Er sú grein þýdd úr harmon-
ikutímaritinu Nygammalt. Fleiri blöð
hafa sýnt þessu mikinn áhuga og nú síð-
ast Trekkspillsnytt þar sem Svenn Eng-
elund skrifar og lýsir hrifningu sinni af
kerfinu. Norðmaðurinn Per-Ola Sverre,
sem er þarlendur umboðsniaður fyrir
þessar nýju harmonikur, hefur góðfúslega
gefið mér leyfi til að birta það sem skrif-
að er og hefur sent ntér greinar til þýð-
ingar. „Það er draumur framtíðar að geta
fengið alla harmonikuleikara til að sam-
einast um þetta kerfi, og þar með útiloka
öll fyrri kerfa vandamál," segir í skrifum
um kerfið á einum stað. Hvað sem því
líður er hér á ferðinni ný uppfinning sem
áhugavert væri að kynnast. Per-Ola
Sverre hefur boðað mig ásamt fjölþjóð-
legum aðilum til Saint Petersburg 2.-9.
apríl f vor til sérstakrar kynningar og
kennsluráðstefnu. Ég verð að segja það
strax, að þvf miður get ég ekki lagt upp í
slfkan leiðangur, þó spennandi sé. Heldur
álít ég að verkefnið passi frekar aðilum
sem þegar flytja inn harmonikur. Ég hef
allar nánari upplýsingar (s: 565-6385) Til
viðbótar við fyrri upplýsingar í Harmon-
íkkunni læt ég nú fylgja með skýringar-
ntynd af hluta hljómborðsins auk eftirtal-
inna skýringa:
• Borðið er slétt.
• Það er aðallega ætlað fyrir þá sem
spila þegar á píanóharmoniku og byrj-
endur.
• Passar vel fyrir barnahendur.
• Nánast sama fingrasetning í öllum
tóntegundum.
• Auðvelt að byggja kerfið inn í eldri
harmonikur eða kaupa nýtt borð.
• Hægt er að læra á kerfið beint eða á
bilinu 5-6 mánuðum frá pfanóborði.
H.H.
'M hiegri: Rtfssneska sjónvarpsstjaman Alla
að kynna lilnta tír Kravtzpw kerfinu.
Til vinstri: Htír sést vel uppbygging
nótnaborðsins á þessttm parti af
hljómbordinu.
Professor Kravtzow kynnir Itér Itið nýja kerfi með nemanda sínttm í St. Petersburg.
Auka tónaröð
Röð með hálfnótum
Önnur tónaröð
Fyrsta tónaröð
10