Harmonikublaðið - 01.05.2018, Síða 3
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður:
Friðjón Hallgrímsson
Espigerði 2, 108 Bxykjavík
Sími 696 6422, fridjonoggudnj@interneUs
Prentvinnsla:
Héráðsprent, Egilsstöðum, nnm.heradsprent.is
W
Forsíða: Eorsíðumjndin sýnir stemmingu frá síðasta
sumri til að minna á það sem er í vcendum.
Meðal efnis:
- Heiðursborgari Isafjarðar
- Frá starfi Nikkólínu í Dölum
- Fréttir frá Harmonikufélagi Þingeyinga
- Harmonikufélag Þinge}inga 40 ára
- Hagyrðingamót í Plornafirði
- Veturinn hjá FHUR
- Þá var kátt í höilinni!
- Með harmonikuna að vopni
- Minning, Þórir Magnússon
- Lag blaðsins, Magnús Eiríksson
- Harmonikuhátíð Reykjavíkur
- Minning, Bjarni Marteinsson
- Fréttabréf úr Eyjafirði
- Fréttir frá Harmonikufélagi Vestfirðinga
-1 þá gömlu góðu ...
- FHUR í Sunnuhlíð
- Frostpinnar að vestan
Auglýsingaverð:
Baksiða 1/1 síða kr. 28.000
1/2 síða kr. 18.000
ínnsíður 1/1 síða kr. 22.500
1/2 síða kr. 14.000
1/4 síða kr. 8.500
1/8 síða kr. 5.500
Smáauglýsingar kr. 5.500
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
1. sepember 2018.
v________________________;___________________
Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alf7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík
S: 568-3670/824-7610
Varaformaður: Haraldur Konráðsson
budarholl@simnet.is
Búðarhóli, 861 Hvolsvöllur
S: 487-8578 / 893-4578
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207/861-5998
Gjaldkeri: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462-5534 / 820-8834
Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456-4684 / 892-0855
Varamaður: Sigurður Ólafsson
sandur2s@magnavik.is
Sandi 2, 641 Húsavík
S: 464-3539 / 847-5406
Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir
solveiginga@emax.is
Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós
S: 452-7107/856-1187
Ritstjóraspjall
Gleðilegt sumar.
Á aðalfundi SÍHU sem haldinn var norður
við Mývatn síðastliðið haust kom fram
áskorun frá Karítas Pálsdóttur um að
Reykjavíkurfélögin tæku sig saman og héldu
næsta landsmót í Stykkishólmi, en Karitas
hafði með lagni og harðfylgi tekist að standa
fyrir landsmótinu á Isafirði. Það eru nú að
verða 36 ár síðan Félag harmonikuunnenda í
Reykjavík stóð að fyrsta landsmóti SIHU í
júní 1982. Það mót fór fram í Reykjavík og
nágrenni dagana 4.- 6. júní og var með talsvert
öðru sniði en síðar hefur tíðkast.
Þátttökufélögin voru, eftir því sem ritstjórinn
kemst næst, ekki nema fjögur, en
landssambandið hafði verið stofnað árinu
áður. Þetta fyrsta landsmót hófst með
tónleikum á Lækjartorgi á föstudeginum.
Síðan var dansleikur í Sigtúni um kvöldið.
Daginn eftir var dansleikur í Festi í Grindavík.
Á sunnudeginum var loks efnt til
skemmtifundar í Glæsibæ, þar sem mótinu
var slitið. Ekki er vitað til að einhverjir hafi
gist á tjaldsvæði borgarinnar. Framan af var
hefð fyrir því að í lok eins landsmóts kynntu
næstu mótshaldarar sinn mótsstað. Þá gat
verið spennandi að fylgjast með, því ekkert
hafði spurst út og jafnvel fleiri en einn staður
sem kom til greina. Þetta breyttist í
Reykjanesbæ árið 2008, en þá var ekki tilkynnt
um næsta mótsstað. Síðan hefur orðið erfiðara
með hverju árinu að finna mótshaldara. Að
halda landsmót í dag er talsvert meira mál en
1982, að ég tali nú ekki um að fara í önnur
byggðarlög en mótshaldarar eru búsettir í. Það
kallar á algjörlega ný
viðhorf fyrir harmo-
nikufélögin í Reykjavík
að halda landsmót tvö
hundruð kílómetra frá
höfuðborginni. Þar við
bætist að ekkert félag er
lengur í Hólminum. Það liggur í augum uppi
að ekki er girnilegur kostur að halda mótið á
Reykjavíkursvæðinu. Ekki er augljóst hvar
landsmót skuii haldið ef Reykjavíkurfélögin
treysta sér ekki til þess. Sömuleiðis er ekki
hægt að draga mikið iengur að taka ákvörðun
um mótsstað. Það er þó augljóst að tæplega
verða aðrir en Reykvíkingar kallaðir til, þar
eð flest hinna félaganna, sem á annað borð
hafa bolmagn til þess, hafa staðið að
landsmótum síðustu fimmtán árin. Það kallar
á gríðarlega góða skipulagningu að halda
mótið í Stykkishólmi. Ekki verður séð að það
verði gert án aðkomu bæjarstjórnarinnar, sem
kosin verður í lok maí. I Stykkishólmi eru
nokkuð góðar aðstæður til mótshalds.
Tjaldsvæði er í næsta nágrenni íþróttahússins,
sem er ekki óáþekkt því sem er á Hellu og
sundlaug sambyggð. Það er reyndar mjög stutt
á hótelið, sem nýta mætti til dansleikjahalds
með íþróttahúsinu. Það styttist því tíminn
sem gefst til að ákveða næsta mótsstað. I versta
falli gæti landsmótið á ísafirði hafa verið það
síðasta sem haldið var á Islandi. Því verður
ekki trúað fyrr en á reynir, að það verði raunin.
Reykjavíkurféiögin eiga eftir að ráða ráðum
sínum og svara stjórn landssambandsins, fyrr
en seinna.
f fréttum var þetta helst
í vetur létu bíræfnir þjófar greipa sópa í
Hljóðfærahúsinu við Síðumúla. Svo
merkilegt sem það hljómar var einungis
stolið vönduðustu harmonikum verslunar-
innar. Það fer ekki á milli mála að þarna var
verið að stela upp í pöntun eins sagt er.
Hljóðfærahúsið sá sér því ekki fært að auglýsa
í blaðinu núna, enda birgðirnar í lágmarki.
Von er til að Eyjólfur hressist með hausdnu.
I apríllok fór Þorvaldur Pálsson á Bjargi í
Miðfirði í hljóðver til að hljóðrita nokkur af
sínum bestu lögum. Með honum léku tveir
náfrændur hans, þeir Sigurður Ingvi
Björnsson á gítar og Sigurður Helgi Oddsson
á píanó. Þremenningarnir slógu eftir-
minnilega í gegn á Laugarbakkahátíðinni
síðasta sumar, þegar þeir iéku af fingrum
fram í eftirmiðdagskaffinu. Ekki er vafi að
fengur verður að þessum nýja diski.
Karítas Pálsdóttir hefur nú, eftir níu ár í
forsvari, látið af formennsku í Harmoniku-
félagi Vestíjarða. Hún tók við af Ásgeiri S.
Sigurðssyni vorið 2009. Hennar verður ekki
síst minnst fyrir landsmótið, sem hún stóð
fyrir síðastliðið sumar, harmonikuunnendum
landsins til mikillar ánægju. Harmoniku-
blaðið þakkar langa og ánægjulega samvinnu
og óskar henni langra og ánægjuríkra lífdaga.
Aðalfundur SÍHU í ár verður haldinn í
Eyjafirði í byrjun október í boði Féiags
harmonikuunnenda við Eyjafjörð.
Jón Þorsteinn Reynisson er kominn heim
eftir sex ára nám í Kaupmannahöfn. Sem
stendur er hann í barnseignarfríi á heima-
slóðum ásamt eiginkonunni. Með haustinu
flytja þau síðan til Akureyrar, þar sem
tónlistarkennsla tekur við hjá Skagfirð-
ingnum. Áður en af því verður ætlar hann
þó að halda tónleika í Hofi á Akureyri þann
15. júní, ásamt félögum sínum í Ítríó, þeim
Helgu Kristbjörgu og Jónasi Ásgeiri.
1 | Tfy Á
Heiðursfélagar SÍHU: Aðalsteinn Isfjörð,
Baldur Geirmundsson, Bragi Hlíðberg
og Reynir Jónasson.
V____________________________________J
Kt. SÍHU: 611103-4170
3