Harmonikublaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 4
Frá starfi Nikkólínu í Dölum Starfsemin í vetur hefur verið með hefðbundnum hætti, æfmgar á 2ja vikna fresti þegar því hefur verið við komið. Reyndar hefur lítið gefið til æfinga eftir áramótin, bæði vegna rysjótts veðurfars og mikilla anna félaga í öðru tónlistarstarfi. En hauststarfið var öflugt. Félagið hefur aðstöðu til æfinga í húsnæði tónlistardeildar Auðarskóla og á æfingum er bæði spilað og spjallað með kaffi og góðu meðlæti. Stærsta verkefnið á síðasta ári var auðvitað þátttaka í landsmóti SIHU á ísafirði, 29. júní til 2. júlí. Það var æft nokkuð þétt síðari hluta vetrar og svo eftir sauðburð að vanda. Astvaldur Traustason skólastjóri Tónheima bættist þá í Landsmótið heppnaðist í alla staði vel og Harmonikufélag Vestfjarða á mikið hrós skilið fyrir skipulagningu og framkvæmd mótsins. Þetta voru frábærir dagar í þessu fallega umhverfi og ekki spillti veðurblíðan fyrir, en það allra besta var samt þessi frábæri félagsskapur harmonikuunnenda. En það var í ýmsu öðru að snúast í júní en æfingum fyrir landsmótið. Laugarbakkahátíðin var haldin 16.-18. júní, þar spilaði Nikkólína á föstudagsballinu að vanda. Held að 16 manns hafi tekið þátt í spilamennskunni í upphafi dansleiks þegar við renndum í gegnum landsmótslögin til að taka úr okkur mesta hrollinn. Hátíðin er haldin í samstarfi við Svo var farið að æfa jólalögin. Hljómsveitin spilaði á jólamarkaði og kaffisölu handverkshópsins Ossu í Króksfjarðarnesi 2. des. Það var svo spilað að vanda á Dvalarheimilinu Fellsenda á aðventuhátíð 3. des. og eins heimsóttum við Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum rétt fyrir jólin og áttum skemmtilega stund með heimilisfólki og gestum. Stjórnarkreppan í landinu leystist skyndilega á aðventunni þannig að forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, ákvað að skella sér í opinbera heimsókn í Dalina í myrkasta skammdeginu. Fimmtudaginn 7. des. var haldið veglegt móttöku- (og kveðjujhóf í Æfi jýrir fiorsetann Spilað í samkomutjaldi n u á Ólafisdalshátíð. Ljósmynd: Steinþór Logi Arnarsson Spilað í handverkshúsinu í Króksjjarðarnesi 30. júlí Spilað í Hiisinu á Isafirði, ekki stórt dansgólfipar enflott stemming Frá landsmótinu, spilað í Húsinu. Þarna jyrir miðri mynd er jyrsti formaður Nikkólínu, Kristján Ölafsson, í góðri sveiflu með Láru Hansdóttur hópinn og fínstillti landsmótslögin í samstarfi við Halldór Þ. Þórðarson frænda sinn. Það var svo þéttur hópur spilara og velunnara sem mætti á landsmótið. Hljómsveitin taldi að þessu sinni 12 manns. Spilað var á tónleikum á föstudeginum, svo spilaði hljómsveitin fyrir dansi á 2 stöðum á föstudagskvöldinu, í Húsinu og Krúsinni og hóf svo dansleikinn í íþróttahúsinu á laugardagskvöldinu. HUH og hefur gengið mjög vel. Á Jónsmessunni 24. júní spilaði Nikkólína í Árbliki fyrir Breiðfirðingafélagið sem var þar í útilegu. Á Reykhóladögum þann 30. júlí var spilað í hand- verkshúsinu (gamla kaup- félaginu) í Króksfjarðarnesi á meðan fólk gæddi sér á vöfflukaffi og skoðaði handverkið. Mjög skemmti- legt að vanda. Ólafsdalshátíð var haldin 12. ágúst og þar spilaði Nikkólína nokkur lög við mjög góðar undirtektir. Daginn effir var svo árleg messa í Dagverðarnesi, þar sem harmonikufélagar sjá um tónlist. Aðalfundur var haldinn 29. nóv. sl. Engar breytingar á stjórnarliðinu en átta nýir félagar boðnir velkomnir, mjög ánægjulegt. I byrjun nóv. spiluðu Melkorka, Halldór og Ríkarður í 90 ára afmæli Jóns Loftssonar á Hólmavík. Dalabúð fyrir forsetahjónin og fylgdarlið. Nikkólína tók þátt í tónlistarveislunni þar og spilaði nokkur lög. Þetta var skemmtileg stund en gaman væri að fá forsetahjónin aftur í Dalina um bjarta sumardaga þegar allur gróður er í blóma. Nú er hafinn sauðburður í sveitum í Dölum eins og um allt land. Á meðan liggja æfingar niðri því flestir spilarar tengjast sveitabúskapnum á einn eða annan hátt. En ekki má taka langt hlé því 15. — 17. júní halda Nikkólína og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum Harmonikuhátíðfjölskyld- unnar á Laugarbakka í Miðfirði. Nikkó- línufélagar hlakka til að eiga þar góða helgi með vinum sínum Húnvetningum og við vonum að sem flestir harmoniku- og dansunnendur sjái sér fært að mæta og skemmta sér með okkur. Ritað á vordögum í maí í hríðarbyl! SBH Ljósmyndir Vilhjálmur Bragason

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.