Harmonikublaðið - 01.05.2018, Page 10
Hagyrðingamót í Hornafirði
Frekar tíðindalítið hefur verið hjá okkur í
Félagi harmonikuunnenda Höfn í vetur,
höfum þó verið að hittast, bakað kleinur til
fjáröflunar félaginu og 3ja kvölda spilavist var
fyrir skömmu. En um miðjan vetur var ákveðið
að slá í klárinn og fórum við brokkandi suður
á Hótel Smyrlabjörg til fundar við Laufeyju
Helgadóttur staðarhaldara og bárum upp
erindið, hvort möguleiki væri að vera með
hagyrðingakvöld og ball þar á vormánuðum.
Ekki var að spyrja að undirtektum hjá
Laufeyju, bara sjálfsagt mál. Skemmtunin var
svo haldin 21. apríl. Boðið var upp á 4ra rétta
sérlega ljúffenga kvöldmáltíð. Fengnir voru
fjórir hagyrðingar til mótsins, þau Snorri
Harmonikufélag Þingeyinga meðsmá „dassi“af Húnvetningum og EyfirSingum á Smyrlabjörgum
Hagyrðingarnir í ham. Þórður Júlíusson stjórnandi, Heiða Guðný, Fanney, Kristín og Hljómsveitin á hagyrðingakvöldinu. Halli Reynis, Birgir Reynis, Vigdis, Hildur Petra og
Snorri Jónas Pétur
Aðalsteinsson á Höfn, Kristín Jónsdóttir Hlíð
í Lóni, Fanney Ásgeirsdóttir á
Kirkjubæjarklaustri og systir hennar Heiða
Guðný Ásgeirsdóttir frá Ljótarstöðum í
Skaftártungu. Til að hafa stjórn á
hagyrðingunum var fenginn Þórður Júlíusson
frá Skorrastað í Norðfirði. Til að spila fyrir
dansi fengum við enga heimamenn (gengur
bara betur næst) jú reyndar var trommarinn
frá Hornafirði, Birgir Reynisson sem spilaði
með hljómsveit Vigdísar og Hildar Petru.
Fjáröflunardagur hjá harmonikuunnendum á Homafirði
10
Mæting var framar björtustu vonum, en 170-
180 manns mættu til leiks þetta kvöld. Góður
rómur var gerður að þessari skemmtun okkar
og höfúm við ákveðið að hún verði aftur 13.
apríl á næsta ári, sem er helgin fyrir páska. Allt
verður þetta auglýst nánar síðar. Þeir sem
komu lengst að og slógust í för með 22
Þingeyingum, voru frá Blönduósi og Húnaveri.
Kærar þakkir öll þið sem komuð á þessa
kvöldskemmtun okkar.
Viljum við færa þeim Laufeyju, Bjössa og
Birnu á Hótel Smyrlabjörgum alveg sérstakar
þakkir fyrir þeirra hjálp og að gera okkur kleift
að halda þessa skemmtun. Einn af
hagyrðingunum Snorri Aðalsteinsson sendi
mér þetta. En fleiri vísur birtast kannski í
næsta blaði. Snorri Aðalsteinsson lýsti
aðdragandanum að þátttöku sinni á
eftirfarandi hátt. Hrefna Magnúsdóttir
formaður harmonikufélagsins, matselja og
listakokkur bauð mér í mat fyrir nokkru síðan,
sagðist þurfa ráðleggingu vegna viðburðar
sem félagið hefði á prjónunum. Og
veitingarnar maður, það var fordrykkur, vín
með dásamlegum mat og koníak í vatnsglösum
á eftir. Þegar henni þótti ég nógu vígalegur
og góður með mig fór hún að tala um
hagyrðingakvöld og þar náði hún mér.
Að eiga við Hrefnu Öræfing,
er örðugra en taki nokkru gríni.
Hún hugðist gera úr mér hagyrðing.
Og hellti í mig brennivíni.
Ort til Heiðu Guðnýjar Asgeirsdóttir bónda
Ljótarstöðum
Þinn menningarbragur er margháttaður
en megin afikoma nokkuðfiorn.
Mér finnst ég vera frægur maður
að fá aðyrkja um þig vísukorn.
Þórður Júlíusson sem stjórnaði hagyrðingunum
á Smyrlabjörgum sendi mér þessar vísur, en
Þórður og frú gistu í sumarbústað í Lóni eina
nótt þegar þau komu til okkar.
Övíða er fegurra á Fróni
fjallahringur skartar tindum bláum.
Gott er að eiga griðland hér í Lóni
geymistþað í hugarfylgsnum smáum.
I lífi mínu lánsamur ég er
og leiðin vörðuð ótal gleðistundum.
I kvöld ég stjórna hagyrðinga her
á hornfirskum skáldagrundum.
Gleðilegt sumar kæru harmonikuunendur
Kveðja, Hrefna Magg.
Ljósmyndir: Siggi á Sandi