Harmonikublaðið - 01.05.2018, Qupperneq 21

Harmonikublaðið - 01.05.2018, Qupperneq 21
FHUR í Sunnuhlíð í Kópavogi íslendingar verða allra þjóða elstir. Það gefur því augaleið að eldri borgurum fjölgar og þurfa margir aðstoð við daglegt líf. Af þeim sökum er nauðsynlegt að fjölga hjúkrunarheimilum. Það er heilmikil breyting að flytja inn á hjúkrunarheimili og eru miklar líkur á að viðkomandi finni fyrir skertum lífsgæðum, einmanaleika, leiða og vanmáttarkennd. Það er hins vegar margt hægt gera til að bæta lífsgæði íbúanna. Hægt að gera lífið á heimilunum innihaldsríkara þrátt fyrir augljósa annmarka. Starfsfólk heimilanna er allt afvilja gert til að stytta íbúum stundir. En þau hafa takmarkaðan tíma til þess. Fyrir tveimur árum fékk undirritaður símtal frá iðjuþjálfa Sunnuhlíðar, Þórdísi Guðnadóttur varðandi harmonikuleik í Sunnuhlíð. Undirrituðum leist bara vel á hugmyndina og fór og kannaði aðstæður til skemmtihalds og svo var bara að skella sér í djúpu laugina og halda ball. Undanfarna tvo vetur hafa því nokkrir félagar í FHUR tekið lagið, ca einu sinni í mánuði á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð í Kópavogi og nú nýlega bættist Sólvangur við. Leikið er í þrjú korter til klukkutíma og jafnvel sungið í lokin. A þessum stöðum eru flestir íbúanna miklir sjúklingar og eru jafnvel í hjólastólum. Þó hefur með samstilltu átaki tekist að auka heilmikið á lífsgleði hópsins og stytta aðeins langa tíðindalausa dagana. Það eru þeir Vindbelgir, Friðjón Hallgrímsson og Hilmar Hjartarson, sem séð hafa um tónlistina, auk þeirra Gyðu Guðmundsdóttur og Sveins Sigurjónssonar, sem hlaupið hafa undir bagga, þegar þannig hefur staðið á. Þá hafa nokkrir dansarar úr FHUR tekið þátt og drifið íbúana af stað í dansinn. Einnig hefur starfsfólk tekið sporið með hópnum. Ekki er að efa að aðsókn hefur stóraukist á þessar skemmtanir, sem sannar að flest er hægt með góðum vilja. Vitað er að nokkur félög hafa staðið að samskonar skemmtunum víða um landið og væri gaman að fá myndskreyttar fréttir af því. Friðjón HalLgrímsson Myndir: Þórdís Guðnadóttir Glaóhlakkalegir spilarar í Sunnuhlíð Dansinn stiginn í Sunnuhlíð Landsmót 2017 DVD Landsmót S.Í.H.U. á ísafirði 29. júní til 2. júlí. Diskana er hægt að panta hjá Frummynd í tölvupósti. netfang: frummvnd@amail.com 21

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.