Fréttablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 6 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Allt frá tísku til tækniundra
VIÐSKIPTI Sterk lausafjárstaða og
greiður aðgangur að fjármagns-
mörkuðum gera það að verkum að
minnkandi eftirspurn einstakra
fjárfesta eftir ríkisskuldabréfum
skiptir ekki sköpum fyrir ríkissjóð.
Engu að síður er það áhyggjuefni ef
lífeyrissjóðirnir draga úr kaupum
á skuldabréfum íslenska ríkisins.
Þetta segir Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra.
„Lífeyrissjóðir eru einn af horn-
steinum íslensks fjármálamarkaðar
og hafa nánast einokun á skyldu-
sparnaði íslenskra launþega. Sterk
staða ríkissjóðs, jákvæður vaxta-
munur og hagsmunir umbjóðenda
lífeyrissjóðanna gera skuldir ríkis-
sjóðs að álitlegum kosti fyrir þá,“
segir Bjarni.
Ávöxtunarkrafa lengri ríkis-
skuldabréfa hefur hækkað töluvert
á síðustu mánuðum, meðal annars
vegna minni eftirspurnar lífeyris-
sjóða eftir ríkisbréfum og mikillar
óvissu um það hvernig ríkissjóður
ætlar að fjármagna fjárlagahallann
á næstu árum.
Fjármálaáætlun ríkisstjórnar-
innar gerir ráð fyrir að skuldir hins
opinbera, sem námu tæplega 28
prósentum af vergri landsfram-
leiðslu í árslok 2019, geti hækkað
upp í 65 prósent fyrir lok árs 2025.
Bjarni segir að skuldahlutfallið
verði „vel viðráðanlegt og bæði
lægra en eftir efnahagshrun og
lægra en hjá fjölmörgum OECD-
ríkjum.“ Spurður hvort skulda-
söfnun ríkissjóðs á næstu fimm
árum muni á endanum skila sér í
skattahækkunum segir Bjarni að
svo þurfi ekki að vera.
„Ísland hefur alla burði til að
vaxa út úr þeim vanda sem heims-
faraldurinn hefur valdið á árinu
2020. Ríkissjóður leggur áherslu á
að styðja við öflugt atvinnulíf sem
skila mun heimilum, fyrirtækjum
og ríkissjóði betri afkomu til fram-
tíðar. Skuldirnar verða þannig sjálf-
bærar og lækka þegar til lengri tíma
er litið án þess að koma þurfi til
skattahækkana,“ segir Bjarni.
Ríkissjóður hefur að sögn Bjarna
ýmsar leiðir til að mæta sveif lum
í eftirspurn eftir skuldabréfum.
Sjóðsstaða sé sterk og rúm heimild
sé til lántöku í erlendri mynt.
– þfh / sjá síðu 12
Áhugaleysi sjóða væri áhyggjuefni
Fjármálaráðherra segir áhyggjuefni ef lífeyrissjóðir kaupa minna af ríkisbréfum. Ríkissjóður er í góðri stöðu til að mæta sveiflum í
eftirspurn. Ekki tilefni til að lækka uppgjörskröfu. Vænt skuldasöfnun „viðráðanleg“ og kallar ekki á skattahækkanir.
Sterk staða ríkis-
sjóðs, jákvæður
vaxtamunur og hagsmunir
umbjóðenda lífeyrissjóð-
anna gera skuldir ríkissjóðs
að álitlegum kosti fyrir þá.
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra
AUSTURL AND Appelsínugul úr-
komu viðvörun er í gildi til kl. 9 í
dag á Austfjörðum, við tekur gul
viðvörun til miðnættis.
Samkvæmt veðurfræðingi Veð-
urstofunnar er von á að dragi úr
úrkomu í dag.
Stór skriða féll á Seyðisfjörð í
fyrradag og olli tjóni. Talsverð
úrkoma var þar í nótt og er enn
talsverð skriðuhætta. Samkvæmt
lögreglu er talið hættulegt fara inn
á rýmingarsvæðið eins og leyft var
í gærmorgun. Staðan verður endur-
metin um hádegisbilið.
Íbúi á Seyðisfirði sem var gert að
yfirgefa hús sitt í fyrrakvöld segist
aldrei hafa kynnst öðru eins f lóði
og hún upplifði þegar skriðan fór af
stað. – kpt, bb / sjá síðu 6
Skriðuhætta og
gul viðvörun á
Austfjörðum
Fátt er tærara en ást barna á jólunum. Þessi knáu leikskólabörn gerðu sér glaðan dag í gær og dönsuðu í kringum Oslóartréð á Austurvelli með aðstoð kennaranna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
HEILBRIGÐISMÁL Tæp 90 prósent
starfandi hjúkrunarfræðinga telja
að mál hjúkrunarfræðings sem var
ákærður fyrir manndráp af gáleysi
hafi haft mjög eða frekar mikil áhrif
á störf sín.
Í rannsókn Sigurbjargar Sigur-
geirsdóttur, prófessors við Háskóla
Íslands, koma fram áhyggjur meðal
hjúkrunarfræðinga um að þeir
þurfi að svara til saka ef eitthvað
fer úrskeiðis í starfi. – eþá / sjá síðu 8
Ákæra hafði
mikil áhrif
Sigurbjörg Sigur-
geirsdóttir, pró-
fessor við HÍ