Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 12
Lífeyrissjóðir eru
einn af hornstein-
um íslensks fjármálamark-
aðar og hafa nánast einokun
á skyldusparnaði íslenskra
launþega.
Ísland hefur alla
burði til að vaxa út
úr þeim vanda sem heims-
faraldurinn hefur valdið á
árinu 2020.
Sterk lausaf járstaða og greiður aðgangur að fjár-magnsmörkuðum gera það að verkum að minnk-andi eftirspurn einstakra fjárfesta eftir ríkisskulda-
bréfum skiptir ekki sköpum fyrir
ríkissjóð. Engu að síður er það
áhyggjuefni ef lífeyrissjóðirnir
draga úr kaupum á skuldabréfum
íslenska ríkisins. Þetta segir Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, í samtali við Mark-
aðinn.
„Lífeyrissjóðir eru einn af horn-
steinum íslensks fjármálamarkaðar
og hafa nánast einokun á skyldu-
sparnaði íslenskra launþega. Sterk
staða ríkissjóðs, jákvæður vaxta-
munur og hagsmunir umbjóðenda
lífeyrissjóðanna gera skuldir ríkis-
sjóðs að álitlegum kosti fyrir þá,“
segir Bjarni.
Ávöxtunarkrafa lengri ríkis-
skuldabréfa hefur hækkað töluvert
á síðustu mánuðum, meðal annars
vegna söluþrýstings frá erlendum
sjóðum, lítillar eftirspurnar lífeyris-
sjóða eftir ríkisbréfum og mikillar
óvissu um það hvernig ríkissjóður
ætlar að fjármagna fjárlagahallann
á næstu árum.
Á sama tíma og ríkissjóður
horfir fram á stóraukna skuld-
setningu vinna lífeyrissjóðir að því
að minnka vægi ríkisskuldabréfa
í eignasafni sínu og færa sig yfir í
áhættumeiri eignir eins og fyrir-
tækjaskuldabréf og veðskuldabréf.
Samtryggingadeild Almenna
lífeyrissjóðsins mun til að mynda
lækka hlutfall ríkistryggðra skulda-
bréfa af eignasafni sínu úr tæplega
22 prósentum niður í 10 prósent.
Aðrir stórir sjóðir á borð við Gildi
og LSR hyggjast einnig minnka vægi
ríkisbréfanna.
„Lífeyrissjóðir hafa í gegnum
tíðina verið mikilvægir fjárfestar í
skuldabréfum ríkissjóðs og verða
það vonandi áfram,“ segir Bjarni
en í dag eiga lífeyrissjóðir um 27
prósent af markaðsvirði heildar-
skulda ríkissjóðs. Aðrir mikilvægir
fjárfestar í skuldum ríkissjóðs eru
fjármálastofnanir, verðbréfasjóðir,
tryggingarfélög, erlendir fjárfestar
og fleiri.
Viðmiðið sett til áratuga
Lítill áhugi lífeyrissjóða á ríkis-
skuldabréfum hefur vakið upp
spurningar um lögbundna 3,5
prósenta uppgjörskröfu sjóðanna
– einnig kölluð ávöxtunarviðmið.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
sagði á kynningarfundi fjármála-
stöðugleikanefndar í gær að upp-
gjörskrafan hefði verið mörkuð
þegar áhættulausir vextir hérlendis
voru mun hærri.
Lækkun áhættulausra vaxta á
síðustu tveimur áratugum hefur
leitt til þess að lífeyrissjóðir fjár-
festi með áhættusamari hætti til
að geta staðið við skuldbindingar
sínar. „Það er deginum ljósara,“
sagði Ásgeir.
Spurður um uppgjörskröfuna
bendir Bjarni á að ávöxtun lífeyris-
sjóðanna hafi verið vel yfir þessu
viðmiði undanfarin ár. Vitanlega
geti ávöxtunin farið undir þetta
tryggingafræðilega viðmið á ein-
stökum árum, en að meðaltali hefur
þetta viðmið ekki verið hærra en sú
ávöxtun sem sjóðirnir hafa náð.
Þá sé eignasamsetning lífeyris-
sjóðanna margþætt og margar eign-
ir þeirra, til að mynda sjóðfélagalán,
gefi ávöxtun sem er undir 3,5 pró-
senta viðmiðinu.
„Það getur verið mikilvægt fyrir
sjóðina að f járfesta í tryggum
langtímaeignum sem gefa örugga
ávöxtun til langs tíma, eins og rík-
isskuldabréfum, sem sjóðirnir hafa
sótt í og munu væntanlega gera
áfram,“ segir Bjarni.
„Því má svo bæta við að ef lækka
ætti ávöxtunarviðmiðið, þannig að
virði eigna lífeyrissjóða yrði minna
í framtíðinni en ráð hefur verið
fyrir gert, þyrfti að rýra réttindi og
draga úr greiðslum lífeyris á móti. Á
meðan ávöxtun lífeyrissjóðanna er
svo góð sem hún hefur verið í sögu-
legu tilliti, og er til að mynda hátt
í 10 prósent á þessu ári miðað við
horfur, er ekki tilefni til þess. Þetta
viðmið er sett til áratuga.“
Ríkissjóður hefur að sögn Bjarna
ýmsar leiðir til að mæta sveif lum
í eftirspurn eftir skuldabréfum.
Hann bendir á að sjóðsstaðan sé
sterk og hafi undanfarið verið á
milli 300 til 400 milljarðar króna
þegar horft er til innlendra og
erlendra innistæðna ríkissjóðs í
Seðlabankanum. Ríkissjóður hafi
einnig notið góðs af rúmri lausafjár-
stöðu ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs,
og muni gera það áfram.
Framan af ári hefur ríkissjóði
gengið vel að fjármagna sig með
útgáfu styttri skuldabréfa í krónum
sem keypt voru að miklu leyti af
bönkum.
„Eftirspurn í útboðum lánamála
hefur verið góð á árinu, ekki síst
á skemmri enda vaxtarófsins en
það er eðlilegt þegar um er að ræða
mikla aukningu útgáfu á skömmum
tíma. Gera má ráð fyrir að það taki
nokkur misseri að dreifa skulda-
aukningunni yfir vaxtarófið,“ segir
Bjarni.
Skuldirnar verða sjálfbærar
Markaðurinn fjallaði í gær um það
hvernig hækkun ávöxtunarkröfu
ríkisskuldabréfa á síðustu mánuð-
um, sem má meðal annars rekja til
minni eftirspurnar frá lífeyrissjóð-
um, gæti orðið til þess að íslenska
ríkið yrði í verri stöðu til að rétta úr
kútnum miðað við önnur vestræn
ríki sem búa við betri vaxtakjör
og sjá fram á minni skuldasöfnun
vegna kórónakreppunnar.
Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra
ríkisbréfa til tíu ára, sem stendur nú
í 3,3 prósentum, hefur til að mynda
hækkað um rúma prósentu frá því
um miðjan ágúst. Krafan er nú á
svipuðu reki og hún var um miðjan
janúar þrátt fyrir að Seðlabanki
Íslands hafi lækkað stýrivexti um
2,25 prósent á árinu og efnahags-
horfur hafi snarversnað
Ef gert er ráð fyrir að skuldir ríkis-
sjóðs árið 2025, um 65 prósent af
landsframleiðslu samkvæmt fjár-
málaáætlun, verði á þeim vöxtum
sem ríkið fjármagnar sig á til tíu
ára eins og staðan er í dag, um 3,3
prósent, þá verður vaxtabyrði rík-
issjóðs 2,14 prósent af landsfram-
leiðslu sem jafngildir 65 milljörðum
króna á ári.
Til samanburðar verður vaxta-
byrði Grikklands um 0,98 prósent
af landsframleiðslu, en Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir
að skuldahlutfall hins opinbera í
Grikklandi verði um 166 prósent
árið 2025.
Fjármálaráðherra segir rétt að
hafa í huga að alþjóðlegi saman-
burðurinn gefi aðeins til kynna að
svigrúm Íslands til skuldsetningar
sé að einhverju leyti minna en ann-
arra ríkja. Samanburðurinn sýni
aftur á móti ekki hvort svigrúmið sé
nálægt því að vera uppurið eða ekki.
Þá segir hann sjónarhorn og
samhengi skipta verulegu máli en í
umfjöllun Markaðarins kemur fram
að vaxtabyrði ríkissjóðs sé sú hæsta
í Evrópu.
„Í því samhengi má líta til þess að
sú vænta vaxtabyrði ríkissjóðs sem
dregin er upp í Markaðnum, upp á
ríf lega 2 prósent af vergri lands-
framleiðslu, er um það bil jafn há
og fyrir hrun. Hér kemur skýrt fram
að lánakjör íslenska ríkisins eru
umtalsvert hagstæðari bæði hér og
erlendis en nokkru sinni fyrr,“ segir
Bjarni. Ábyrg stefna í opinberum
fjármálum undanfarin ár hafi skipt
höfuðmáli.
„Við fórum inn í þetta ástand með
lægri skuldahlutföll en flest önnur
þróuð hagkerfi,“ nefnir Bjarni.
Burðir til að vaxa út úr vanda
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar
gerir ráð fyrir að skuldir hins opin-
bera, það er bæði ríkis og sveitar-
félaga, sem námu tæplega 28 pró-
sentum af vergri landsframleiðslu
í árslok 2019, geti hækkað upp í 65
prósent fyrir lok árs 2025. Eftir það
verður unnið að því að lækka hlut-
fallið.
Bjarni segir að þannig verði
skuldahlutfallið „vel viðráðanlegt
og bæði lægra en eftir efnahagshrun
og lægra en hjá fjölmörgum OECD-
ríkjum.“
Spurður hvort skuldasöfnun rík-
issjóðs á næstu fimm árum í bland
við lakar hagvaxtarhorfur muni á
endanum skila sér í skattahækkun-
um á fólk og fyrirtæki segir Bjarni
að svo þurfi ekki að vera.
„Ísland hefur alla burði til að
vaxa út úr þeim vanda sem heims-
faraldurinn hefur valdið á árinu
2020. Ríkissjóður leggur áherslu á
að styðja við öflugt atvinnulíf sem
skila mun heimilum, fyrirtækjum
og ríkissjóði betri afkomu til fram-
tíðar. Skuldirnar verða þannig
sjálf bærar og lækka þegar til lengri
tíma er litið án þess að koma þurfi
til skattahækkana,“ segir Bjarni og
ítrekar að stjórnvöld hafi náð gríð-
arlega miklum árangri í að lækka
skuldir á síðustu árum.
„Ýmsar hagtölur virðast benda
til þess að efnahagslífið taki víða
hraðar við sér en f lestar spár sem
gerðar voru á milli apríl og október
gerðu ráð fyrir, sem styður við rök
fyrir því að styðja við efnahagslífið
í gegnum hremmingarnar.“
thorsteinn@frettabladid.is
Með burði til að vaxa út úr vandanum
Fjármálaráðherra segir áhyggjuefni ef lífeyrissjóðir draga úr kaupum á ríkisbréfum. Ríkissjóður í góðri stöðu til að mæta sveiflum í
eftirspurn. Segir ekki tilefni til að endurskoða uppgjörskröfu lífeyrissjóða. Skuldasöfnun næstu ár kalli ekki endilega á hærri skatta.
Sjóðsstaða ríkissjóðs er 300 til 400 milljarðar króna þegar horft er til innlendra og erlendra innistæðna ríkissjóðs í Seðlabankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Viðhalda þarf trúverðugleika
Stjórnvöld geta fengið hagstæðari
lánskjör og létt á þrýstingi á inn-
lendum skuldabréfamarkaði með
erlendri lántöku. Fjárlagafrum-
varp fyrir 2021, sem Alþingi hefur
til meðferðar, gerir ráð fyrir að
ríkissjóður hafi heimild til að afla
lánsfjár upp á 430 milljarða króna,
hvort heldur er á innlendum eða
erlendum lánamörkuðum.
Því til viðbótar er tilgreind sér-
stök heimild til viðbótarlántöku
upp á 220 milljarða króna, til að
mynda í því skyni að efla gjaldeyr-
isforða, endurfjármagna eldri lán
eða til að mæta fjárþörf ríkissjóðs
vegna rekstrar eða fjárfestinga
verði það talið hagkvæmt.
„Það ætti að vera rúmt, en
Alþingi getur ákveðið að heimila
frekari erlendar lántökur ef þörf
er talin á,“ segir Bjarni og bendir á
að ríkissjóður hafi verið að styrkja
stöðu sína á erlendum lánsfjár-
mörkuðum, lánshæfismat hafi
batnað og um leið kjörin sem þar
bjóðast.
„Þar kemur til trúverðugleiki
ríkisfjármálastefnunnar og traust
á hagstjórn. Þessu þarf að við-
halda. Það felst í því mikilvægur
sveigjanleiki að geta sótt lánsfé
á erlenda markaði ef á þarf að
halda, og á sem bestum kjörum.
Okkur hafa boðist stórbætt
vaxtakjör síðustu árin.“
MARKAÐURINN
1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð