Fréttablaðið - 17.12.2020, Síða 20
Skatt má ekki leggja á nema með lögum en svo segir í 40. gr. stjórnarskrárinnar. Öðru
gegnir um þjónustugjöld. Stjórn-
völdum er almennt heimilt að
krefjast greiðslu fyrir veitta þjón-
ustu. Ef stjórnvöld á annað borð
innheimta gjöld langt umfram
kostnaðarþörf er ekki um annað að
ræða en skattheimtu í dulbúningi.
Hundaeftirlitsgjald í Reykjavík er
skýrt dæmi um slíkt. Reykvíkingar
þurfa að greiða árlega 19.850 kr.
vilji þeir eiga hund. Sú gjaldtaka
er sögð nauðsynleg til að standa
undir kostnaði við hundaeftirlit í
borginni. Eigendur skráðra hunda
greiða auk þess skráningargjald
þegar hundurinn er fyrst skráður
og þegar hundurinn deyr er ekki
hægt að afskrá hann nema fram-
vísa vottorði frá dýralækni sem
einnig þarf að greiða fyrir.
Því vekur það athygli hvernig
störfum hundaeftirlitsins er lýst í
nýrri skýrslu stýrihóps um þjón-
ustu við gæludýr. Í skýrslunni segir
„Meginverkefni hundaeftirlitsins í
dag felst í að taka við ábendingum
um óskráða hunda sem og að fá
óskráða hunda á skrá og sinna
afskráningum á móti.“ Hvers vegna
skyldi svo mikil áhersla vera lögð á
skráningu hunda? Það gefur auga-
leið að það er til að auka tekjurnar.
Um 2.000 hundar eru á skrá í
Reykjavík en samkvæmt skýrslu
stýrihópsins má gera ráð fyrir því
að hundar séu á að minnsta kosti
9.000 heimilum í borginni. Hunda-
eftirlitið getur því aukið tekjur ef
f leiri hundar eru skráðir.
Það fylgir því vinna að hafa eftir-
lit með hundum og fanga lausa
hunda. Sú starfsemi er þó langt
frá því að vera svo umsvifamikil
að innheimta þurfi jafn hátt gjald
og nú er gert. Samkvæmt upp-
lýsingum frá heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkurborgar hefur hunda-
eftirlitið tekið í vörslu 19 hunda
síðastliðin tvö ár, minna en einn
hund á mánuði.
Sa m k væmt v i n nu sk ý r slu m
hundaeftirlitsmanna það sem
af er ári kemur fram að hunda-
eftirlitsmenn hafi farið í 89 eftir-
litsferðir vegna kvartana. Tveir
hundaeftirlitsmenn eru í fullu
starfi og samsvarar það um það
bil einni eftirlitsferð í viku fyrir
hvorn hundaeftirlitsmann. Það er
því auðséð að starf hundaeftirlits-
manna er ekki fullt starf fyrir eina
manneskju, hvað þá fyrir tvær.
Rangt er að innheimta eins hátt
gjald og raun ber vitni. Gjaldtakan
dregur augljóslega úr skráningu
hunda og gerir þar með eftirlits-
störf erfiðari. Þá er gjaldið nýtt í
aðra hluti en þá þjónustu sem það
á að standa undir. Í skýrslu stýri-
hópsins er tekið fram að gjöldin
„séu hugsuð til þess að þjónusta
samfélagið í heild og þá ekki síður
til þess að gæta hagsmuna þeirra
sem ekki eru dýraeigendur.“ Því
er ekki um þjónustugjald að ræða
heldur ólögmæta skattheimtu.
Meirihluti borgarstjórnar felldi
tillögu mína um að leggja niður
skráningar- og hundaeftirlits-
gjaldið. Því mun borgin áfram
innheimta skatt úr hendi þeirra
hundaeigenda sem eru heiðarlegir
og skrá sína hunda. Mikilvægt er að
það verði skoðað fyrir alvöru hvort
hundaeftirlitsgjaldið sé lögmætt.
Hundaeftirlitsgjald
ólögmætt?
Kolbrún
Baldursdóttir
borgarfulltrúi
Flokks fólksins
Í ríkari mæli eru fyrirtæki, stofn-anir, félagasamtök og opinber stjórnsýsla að skoða þær fram-
tíðaráskoranir, tækifæri og ógnir
sem geta gert þau berskjölduð
gagnvart breytingum. Tækni- og
samfélagsbreytingar vega þarna
þungt en ekki síst heimsfaraldur-
inn sem nú stendur yfir. Hann
hefur umbreytt hefðum og starfs-
venjum á örskömmum tíma, inn-
leitt hagnýta tækni, vinnubrögð og
ný viðmið sem mörg voru þekkt en
lítt nýtt fyrr en nú og verða til hags-
bóta um ókomna tíð. Það er leitt til
þess að hugsa að þurft hafi heims-
faraldur til að breyta því sem var
nauðsynlegt og æskilegt að breyta
til að vera í takt við tímann.
Að rýna í ólíkar framtíðir
Eitt af mest notuðum orðum í dag
er orðið sviðsmyndir. Orðið var
kynnt til leiks hér á sviði stjórn-
unar fyrir nokkrum árum og var
þá nýyrði. Eins var orðið framtíð
eingöngu notað í eintölu. Að rýna í
ólíkar framtíðir var iðja örfárra og
tekið með varúð. Nú er þetta orðið
að eins konar f lóðbylgju. Vitundar-
vakning hefur átt sér stað, enda
eins og Þórólfur sóttvarnalæknir
sagði: „Óvissan er eina vissan“.
Framtíðarfræðin er sú grein félags-
vísinda sem nærist á óvissuþáttum,
fjallar um hvaða óvissu sem er en
setur í forgang þá óvissuþætti eða
drif krafta sem eru mikilvægastir.
Sumir rekja fræðigreinina allt til
útgáfu ritsins Ríkið eftir Plató frá
375 f.Kr. eða þá til ritsins Útópía
eftir Thomas More sem kom út
1516. Alla vega á greinin sér langa
þróunarsögu erlendis þó að saga
hennar hér á landi sé stutt, eða frá
2006 þegar ein aðferð fræðanna,
sviðsmyndagreiningin, var fyrst
kynnt.
Umbreytingar
og fjórða iðnbyltingin
Þær breytingar sem við höfum
meðtek ið nú síðustu mánuði
verða margar hverjar varanlegar
en sumar dragast saman eða þró-
ast enn frekar eftir þörfum sam-
félagsins. Fyrir heimsfaraldurinn
var mikið rætt um fjórðu iðnbylt-
inguna og langtímaáhrif hennar
á störf, fyrirtæki og stofnanir.
Það sem fólk sá í henni hefur að
hluta til ræst. Kennsluhættir
og kennsluaðferðir hafa breyst,
vinnumarkaðurinn hefur breyst,
meðal annars viðhorf til stað-
bundinna starfa. Kaupvenjur hafa
breyst, dreifing vara og þjónustu,
og eins er opinber þjónusta að taka
verulegum breytingum, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þó svo að hugtakið
fjórða iðnbyltingin sé áhugavert
regnhlífarhugtak þá er nauðsyn-
legt fyrir fyrirtæki og stofnanir að
greina hvar tækifæri þeirra eru til
framtíðar, og eins hvað geti ógnað
þeim, með öf lugri greiningarvinnu
á þeim áskorunum sem þau standa
frammi fyrir.
Undanfari aðgerða
Niðurstöður aðferða framtíðar-
fræða eiga að vera hráefni til frek-
ari aðgerða. Sviðsmyndagreining
ein og sér er ekki áhugaverð nema
hún sé gerð í ákveðnum tilgangi
og henni fylgi aðgerðir, svo sem á
sviði stefnumótunar, nýsköpunar,
sóttvarna eða jarðhræringa svo
dæmi séu tekin. Stefnumótun sem
grundvölluð er á ákveðinni fram-
tíðarsýn er berskjölduð ef ekki er
horft til ólíkra birtingarmynda
sem framtíðin getur falið í skauti
sér. Sama má segja um fjárfestingar
í hagnýtum rannsóknum og þróun.
Framtíðarfræðin leggur áherslu á
að horft sé til langs tíma, þó mis-
munandi langs eftir þeirri óvissu
sem blasir við en gjarnan tíu til
tuttugu ára ef ekki lengra. Þó er
það svo að í verulegu ölduróti sam-
tímans er það sem gæti gerst innan
áratuga oft mun nær. Nýlega gaf
einn stærsti vettvangur framtíðar-
fræðinga, The Millennium Project,
út skýrslu um yfirstandandi heims-
faraldur sem nær aðeins til ársins
2022, „THREE FUTURES OF THE
COVID-19 PANDEMIC“. Sami vett-
vangur gaf út fyrr á árinu skýrsluna
„Work/Technology 2050: Scenarios
and Actions“, þar sem 93 sérfræð-
ingar frá 50 löndum leggja upp
sviðsmyndir og samþætta nauð-
synlegar aðgerðir er tengjast þeim.
Í þessu sambandi má einnig nefna
nýlega skýrslu frá KPMG, „Sviðs-
myndir ferðaþjónustu á Íslandi á
komandi misserum“, sem hefur
þetta yfirbragð.
Framtíðin er „ferskvara“
Líkja má þeim straumum og
kröftum sem við rýnum í í fram-
tíðarfræðunum við veðurkerfi,
áhrif lægða og hæða eru þann-
ig greind að hægt sé að taka mið
af því sem koma skal. Við nýtum
ekki sömu veðurspána oft, heldur
uppfærum hana með nýjustu vitn-
eskju um stöðu mála. Sama má
segja um greiningu á kröftum og
straumum framtíðar. Fyrirtæki og
stofnanir hafa mörg hver gert sér
grein fyrir þessu og komið á skipu-
lagi innan starfsemi sinnar til að
huga að þessum málum. Sama má
segja um mörg þjóðríki og má í því
sambandi nefna Framtíðarnefnd
Alþingis. Það þýðir ekki að trúa
í blindni á eina ákveðna framtíð
eða gera áætlanir óháðar breyti-
leika starfsumhverfisins. Bælum
niður óttann um óvissu með því að
greina hvað framtíðin ber hugsan-
lega í skauti sér og mótum hana
með þeim upplýsingum. Ekki hvað
síst þurfum við að skilja að fram-
tíðirnar sem kunna að blasa við
munu byggja á nýjum veruleika á
öllum sviðum þjóðlífsins. Greinum
tækifærin sem þar kunna að bjóð-
ast og mótum okkar framtíð með
markvissum aðgerðum.
Flóðbylgja ólíkra framtíða
Karl
Friðriksson
sérfræðingur
í framtíðar-
fræðum hjá
Framtíðarsetri
Íslands
Sævar
Kristinsson
sérfræðingur
í framtíðar-
fræðum hjá
Framtíðarsetri
Íslands
Hvers vegna skyldi svo
mikil áhersla vera lögð á
skráningu hunda? Það gefur
augaleið að það er til að
auka tekjurnar.
Bælum niður óttann um
óvissu með því að greina
hvað framtíðin ber hugsan-
lega í skauti sér og mótum
hana með þeim upplýs-
ingum.
Í tveimur Kastljóssþáttum nýver-ið kom fram að peningamagn á Íslandi hafði verið aukið um 300
milljarða til þess að reyna að örva
atvinnulífið á COVID tímum. Það
var vonast til þess að hinir nýju
peningar sem var ýtt úr vör, myndu
virka hvetjandi á atvinnulíf í land-
inu. En hinir nýju peningar hafa því
miður fyrst og fremst leitt til þess að
hlutir sem þegar voru til í landinu
hafa verið keyptir dýrara verði.
Það að auka peningamagn er ekki
gert án tilkostnaðar; ef þetta væri
ekki tvíeggjað sverð þá væri ein-
faldlega alltaf verið að auka pen-
ingamagn til þess að örva atvinnu-
lífið. Þegar allt í einu verða til meiri
peningar án þess að aukning verði
á vörunum sem hægt er að kaupa
fyrir þessa peninga, þá leiðir það til
þess að meiri peningar verða gefnir
fyrir vörurnar, það er þær hækka
í verði. COVID-peningamagns-
aukning Seðlabankans leitaði í
íbúðarhúsnæði, enda hækkaði hús-
næðisverð. Í raun og veru er aukn-
ing Seðlabankans á peningamagni
kostuð af öllum íbúum þessa lands
með rýrnun á kaupmætti þeirra.
Nú er komið að aðalatriði þessa
máls. Gefum okkur að það hafi
verið rétt ákvörðun hjá Seðlabank-
anum að auka peningamagn til þess
að örva atvinnulífið. Í fyrrgreindu
Kastljóssviðtali hamraði Seðla-
bankastjóri ítrekað á því að þeir
væru að prenta peninga af miklum
móð. Það er hins vegar ekki rétt, alla
vega ónákvæmni. Seðlabankinn er
nefnilega alls ekki að prenta neina
peninga, hann er hins vegar að leyfa
einkaaðilum að prenta peninga,
eins mikla peninga og þeir vilja
fyrir sjálfa sig!
Í dag eru peningar skapaðir úr
engu með því að bankar veita lán.
Það eru margir sem ekki skilja
hvernig farið er að þessu og skal
það útskýrt hér: Arion banki
lánar Íslandsbanka 100 milljarða
sem Íslandsbanki getur lánað út
til viðskiptavina sinna. Íslands-
bank i lánar Landsbankanum
100 milljarða og Landsbankinn
lánar Arion banka 100 milljarða.
Nú hafa bankarnir þrír 100 millj-
arða hver til þess að lána út. Allir
skulda hverjum öðrum jafn mikið
þannig að skuldin sléttast út; 300
milljarðar hafa verið skapaðir úr
engu. Algengara er að hafa milli-
liði heldur en að lána hver öðrum
beint: Landsbankinn lánar við-
skiptavinum sínum 100 milljarða
sem þeir byrja að nota, millifæra á
reikninga í öðrum bönkum o.s.frv.
Aðeins 2-3% eru seðlar þannig að
allir 100 milljarðarnir (98 millj-
arðar) haldast áfram á reikningum
í bankakerfinu. Af þeim 100 millj-
örðum sem Arion banki lánaði enda
33 milljarðar (u.þ.b.) í Arion banka,
33 milljarðar í Íslandsbanka og 33
milljarðar í Landsbankanum. Hið
sama gildir um hina tvo bankana,
og nú eru komnir nýir 100 milljarð-
ar í hvern banka, og bankarnir eru
skuldbundnir hverjum öðrum jafn
stórum upphæðum vegna þessara
lána þannig að það sléttast út, 300
milljarðar hafa verið skapaðir úr
engu.
Seðlabankinn hefur ýmis tæki til
þess að reyna að tempra að einka-
bankar prenti sér peninga eins og að
ofan er lýst. Það sem Seðlabankinn
hefur gert er ekki að prenta peninga
sjálfur fyrir COVID-kreppuna (eins
og seðlabankastjóri sagði í Kastljós-
viðtali) heldur að afnema bremsur
Seðlabankans á peningaprentun
einkabankanna, þ.e. hann hefur
nánast afnumið bindiskyldu, lausa-
fjárskyldu og önnur temprunar-
verkfæri. Enn fremur jók hann getu
einkabanka til þess að búa til pen-
inga handa sjálfum sér með því að
gera lántökur girnilegri, með því að
lækka vexti og fá ríkisábyrgð á lán.
Ef nota á aukningu á peninga-
magni sem örvunaraðgerð (sem
iðulega virkar þveröfugt) þá mun
fórnarkostnaðurinn alltaf verða
verðbólga, þ.e. minnkuð kaupgeta.
Ef Seðlabankinn prentar peningana
sjálfur þá er þetta eini gallinn við
þessa aðferð, en ef Seðlabankinn
útvistar peningaprentuninni til
einkabanka og leyfir þeim að eiga
nýprentuðu peningana, líkt og nú
er gert, þá verður sama verðbólgan
(þv í peningamag nsauk ning in
er hin sama) en auk þess verður
þjóðin 300 milljörðum skuldugri,
en bankaeigendur 300 milljörðum
ríkari; t.d. verða hinir fáeinu eigend-
ur vogunarsjóðanna sem eiga Arion
banka 100 milljörðum ríkari í boði
Seðlabankans en viðskiptavinir
bankans 100 milljörðum fátækari.
Þessi eignatilfærsla hefði ekki gerst
ef Seðlabankinn hefði prentað pen-
ingana sjálfur. Peningastefna Seðla-
bankans hefði passað ágætlega
fyrir 40 árum síðan þegar enn voru
notaðir seðlar í viðskiptum en hún
er löngu úrelt nú þegar nánast ein-
göngu er notast við rafrænar færslur
skapaðar í bönkum. Stefnan hefur
gert hverja fimm manna fjölskyldu
á Íslandi 5 milljón krónum fátækari,
algerlega að nauðsynjalausu.
(Tölur eru rúnnaðar af, t.d. eru ekki
allir bankarnir jafn stórir, horft er
fram hjá öðrum fjármálastofnunum
og smá hluti 300 milljarðanna var
þegar til hjá Seðlabankanum).
Dýpka viðbrögð Seðlabankans
COVID -kreppuna?
Andrés
Magnússon
Það að auka peningamagn
er ekki gert án tilkostnaðar;
ef þetta væri ekki tvíeggjað
sverð þá væri einfaldlega
alltaf verið að auka pen-
ingamagn til þess að örva
atvinnulífið.
1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð