Fréttablaðið - 17.12.2020, Side 28

Fréttablaðið - 17.12.2020, Side 28
DRAUMAKÁPAN • JÓLAGJÖFIN HENNAR laxdal.is/yfirhafnir TRAUST Í 80 ÁR Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Fylgdu okkur á Facebo ok Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Flauel má vinna úr hvort tveggja náttúrulegum og gerviefnum og er sérstök tegund af brúskóttum vefnaði þar sem þráðunum er dreift jafnt og hárin eru stutt og þétt sem gefur efninu sína sérstöku áferð. Það er ekki að ástæðulausu að flauel er beintengt munúð og gæðum en þegar eitthvað er ofurmjúkt þá segjum við að það sé flauelsmjúkt. Flauel kom fyrst á sjónarsviðið í fórum kasmírsölumanna í Bagdad á áttundu öld sem þá var undir stjórn Harun al-Rashid. Eftir það var mesta framleiðsla flauels í heiminum í Kaíró í Egyptalandi. Mikið af því f laueli sem fram- leitt var þar var f lutt til Feneyja og þaðan barst það um endilanga Evrópu. Flauel var dýrt í fram- leiðslu og bæði eftirsótt og vinsælt hjá hástéttinni. En þess má geta að Ríkharður II., konungur Englands, skipaði svo fyrir í erfðaskrá sinni árið 1399 að lík hans skyldi vera grafið í velveto. Því má fagna sérstaklega að tískupallarnir fyrr í ár voru stút- fullir af girnilegum flauelsflíkum fyrir karla og konur. Flauelsmýkt um þessi jól Flauelið er alltaf vinsælt yfir hátíð- arnar enda einstaklega fallegt og mjúkt, með guðdómlega áferð og svo liggur það einfaldlega svo vel. Hér má sjá vel sniðinn dumbrauðan flauelskjól fyrir haust/vetur 2020 og 2021 úr smiðju Saint Laurent á tískuvikunni í París í febrúar. Þessi rauða flauelsdragt frá Elie Saab er allt það sem við óskum okkur fyrir jólin. Tískuvikan í París í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þessi lavenderblái flauelskjóll úr smiðju Junko Shim­ ada á tískuvikunni í París í mars mun lengi ásækja drauma margra hinna tískumeðvitaðri einstaklinga. Hér kemur Burberry með sitt klass­ íska mynstur á svörtum flauelskjól. Skrifstofu­ smart í bland við jóladressið er fullkomið fyrir heima­ vinnandi skrif­ stofublækur. Kjóllinn birtist á tískuvikunni í London í febrúar. Giorgio Armani er með puttann á púlsinum þegar kemur að flaueli fyrir karla. Þessi frakki fer alla leið og við hin fljótum með. Þessi er frá tískuviku karla í Mílanó í janúar. Haust/vetur 2020/2021. Dior Homme sýndi lit með því að klæða fyrirsæturnar í flauelshanska í ljósbláu, svörtu og drapplitu á tískuvikunni í janúar í París. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.