Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 32
Rauðar varir eru sígildar á jólunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTYÞað er enginn litur jafn jólalegur og rauður. Hann hentar þó ekki öllum en litir geta haft mikil áhrif á líðan og tilfinningar fólks. Rauður er ákaf­ asti og tilfinningaríkasti liturinn, enda litur ástarinnar. Rauður er þá sagður tákna sjálfsöryggi og er því tilvalinn fyrir þau sem eru sorgmædd eða vantar hvatningu. Þá er hann líka sagður góður fyrir þau sem vilja ná árangri eða markmiðum, vantar baráttuanda eða leitast eftir því að vera líf­ legri. Rauður er hins vegar ekki sagður góður við samningagerð eða ágreining. Þá er rauður ekki talinn henta fólki með háan blóðþrýsting, stuttan þráð og þeim sem eru taugaóstyrk. Hann hentar enn fremur ekki fólki sem þjáist af síþreytu eða haus­ verkjum. Áhrifaríkur litur Victoria Beckham með svarta grímu, í rauðum kjól og bleikum skóm. Victoria Beckham heimsótti verslun sína í Dover Street í London fyrir nokkrum dögum til að heilsa upp á starfsfólk sitt. Það vakti gríðarmikla athygli að hún var í rauðum skyrtukjól og á bleikum hælaskóm. Haft var á orði að hún væri tilbúin í hvaða jóla­ veislu sem væri. Victoria er sögð hrifin af því að blanda saman litum en einhverjum finnst örugglega skrítið að sjá hana í neonbleikum skóm við rauðan kjól. Þess er reyndar getið í breska Vogue að Victoria komi oft á óvart í skóvali. Hún sást ganga um götur í Los Angeles í svörtum gallabuxum, hvítri skyrtu og neongrænum skóm. Þegar Beckhamhjónin mættu í brúðkaup hjá fótboltakappanum Sergio Ramos, leikmanni Real Madrid, í fyrrasumar klæddist Vict­ oria sömu bleiku skónum. Þegar hún síðan fór í hjólatúr í nágrenni heimilis síns í Cotswold var hún í gulum strigaskóm frá Reebok en hún er í samstarfi við fyrirtækið. Í ljósi þess ástands sem ríkir í heiminum væri vel til fundið að vera eins og Victoria og klæðast litríkum skóm til að gleðja alla í umhverfinu. Í bleikum skóm Jólakötturinn fær lyst á fólki um jól. Í gamla sveitasamfélaginu var viðtekin venja að húsbændur gæfu heimilisfólki sínu nýja flík og sauðskinnsskó fyrir jólin, til að verðlauna það fyrir dugnað en verkin sem vinna þurfti fyrir jól voru mörg og einkenndust oft af mikilli vinnuhörku. Talað var um að þeir sem ekki fengu nýja spjör fyrir jól „færu í jólaköttinn“ og það vildi enginn eiga á hættu, sama hvort þar væri átt við að jólakötturinn æti þá eða æti frá þeim matinn. Mikið kapp var því lagt á að klára alla tóvinnu og prjóna nýjar flíkur á heimilis­ fólkið áður en jólahátíðin gekk í garð. Í dag er orðasambandið „að fara í jólaköttinn“ enn notað um þá sem ekki fá nýja flík fyrir jól og þykir mörgum mikilvægt að vera í nýjum klæðum frá toppi til táar, yst sem innst, og helst með nýklippt hár á aðfangadagskvöld. Heimild: Árni Björnsson. Saga daganna. Enginn vill fara í jólaköttinn HÁGÆÐA KONFEKT ÁN VIÐBÆTTS SYKURS FULLKOMIÐ TIL AÐ DEILA V O R A R 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.