Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 42
BÍLAR Mitsubishi hefur sent frá sér skuggamynd af nýrri kynslóð Outlander. Hann fer á markað á næsta ári í Norður- Ameríku en kemur ekki til Evrópu og þar með talið Íslands gegnum umboðið Heklu. Í stað hans er ný útgáfa Eclipse væntan- leg í svokallaðri Cross útgáfu og þá einnig með tengiltvinn- búnaði. Nýr Mitsubishi Outlander verður frumsýndur á næsta ári með alveg nýju útliti, eins og sjá má votta fyrir á myndinni. Hann fær einnig nýjan tengiltvinnbúnað eins og öflugri raf- hlöðu og rafmótora. Þegar horft er á framenda bílsins ber hann sterkan svip af Engelbert Tourer tilraunabílnum sem frum- sýndur var á bílasýningunni í Genf í fyrra. Vélarhlífin er lárétt og dag- ljósin sitja hátt uppi og fylgja C-laga línu niður með bílnum og utan um grillið. Grillið er líka með nýju lagi sem kallast demantsskjöldur. Njósnamyndir hafa sýnt alveg nýja innréttingu með hástæðum upplýsingaskjá fyrir miðju og efnis val verður meira og betra. Bíll- inn mun fyrst koma á markað án tengiltvinnbúnaðar og þá aðeins með nokkrum gerðum bensínvéla til að byrja með. Búast má við að tengiltvinnút- gáfan komi á markað árið 2022. Gamli bíllinn var með 20 kWst raf- hlöðu sem verður örugglega stærri í nýja bílnum. Engelbert Tourer til- raunabíllinn var með drægi um 70 km á raf hlöðunni einni saman. Að sögn Halldóru Önnu Hagalín, markaðsstjóra Heklu, verður gamli bíllinn í boði áfram út næsta ár. „Við munum svo fá nýjan Eclipse Cross  PHEV sem leysir hann af hólmi. Sá bíll kemur með vorinu og fyrstu upplýsingar og myndir af þeim bíl lofa góðu“ sagði Halldóra. Þrátt fyrir að Mitsubishi virðist vera að draga sig að einhverju leyti út úr Evrópu eins og fram hefur komið, eru allar líkur á að við munum hafa Mitsubishi umboð áfram á Íslandi samkvæmt þessu. Að sögn talsmanna Mitsub- ishi er nýs Eclipse Cross PHEV að vænta á næsta ári, en hann hefur þegar verið frumsýndur gegnum veraldarvefinn. Sá bíll mun ekki koma á markað í Norður-Ameríku en verður með sama vélbúnaði og nýr Outlander. Mitsubishi tilkynnti í júlí að merkið myndi draga sig af markaði í Bretlandi og í vikunni féllu niður viðræður þar í landi við SsangYong sem stóð til að myndi yfirtaka sölu á Mitsubishi bílum þar í landi. Nýr Outlander kemur ekki hingað til lands Mynd af nýrri kynslóð Outlander sýnir stærri bíl og nýtt útlit en hann kemur aðeins á markað í Norður-Ameríku. Í stað Outlander mun nýr Mitsubishi Eclipse Cross leysa hinn vinsæla Out- lander af hólmi á Íslandi en hann mun einnig koma í tengiltvinnútgáfu. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is MG frumsýndi fyrr í vikunni nýjan framhjóladrifinn jeppl ing með teng il- tvinntækni sem ber heitið EHS. Þessi jepplingur sem er í svokölluð- um SUV-C-flokki kemur á markaði Evrópu í byrjun janúar og er forsala þegar hafin hjá BL við Sævarhöfða. MG EHS Plug-in Hybrid er með 162 hestaf la, 1,5 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 250 Nm togi, og öf lugum 90 kW/122 hestaf la rafmótor sem vinnur með vélinni.  Saman skila mótorarn- ir allt að 258 hestöf lum og 370 Nm hámarkstogi. Hröðun MG EHS úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er einung- is 6,9 sekúndur auk þess sem raf- rænt XDS-mismunadrifið tryggir honum gott grip. Rafmótorinn fær afl sitt frá 16,6 kWh Li-ion rafhlöðu og er unnt að aka bílnum allt að 52 km á rafmagninu einu saman. Í MG EHS Plug-in Hybrid er inn- byggt 3,7 kW hleðslutæki sem gerir kleift að fullhlaða raf hlöðuna á aðeins 4,5 klukkustundum á næstu hleðslustöð. Gírkassi MG EHS er tíu þrepa og sendir afl bensínvélarinn- ar og rafmótorsins til framhjól- anna. Flyst tog bensínvélarinnar með sex þrepa sjálfskiptingu á meðan af l rafmótorsins fer um fjögurra gíra rafdrifs- einingu. Saman myndar tíu þrepa sjálfskiptingin ávallt upp á rétta gírinn og hnök ralausa hröðun með tilliti til hagkvæmustu af kasta og orkunotkunar, til að tryggja sparneytni við allar aðstæður. Losun MG EHS er því aðeins 43 g/km að meðaltali sam- kvæmt WLTP. MG EHS verður fáanlegur í tveimur útfærslum, Luxury og Comfort, og er verð á tengiltvinnbílnum frá 5.190 þúsundum króna og koma fyrstu bílarnir í janúar. Styttist í MG EHS PHEV hjá BL Bíllinn er með stórum skjá og vel búinn öryggis- og þægindabúnaði. MG EHS í tengiltvinnútgáfu er öflugur með bensínvél og rafmótor sem gefa 258 hestöfl og skila honum í hundraðið á aðeins 6,9 sekúndum. Nýjustu njósnamyndir af Ioniq 5 sýna að hann líkist mjög Hyundai 45 tilrauna- bílnum sem frumsýndur var í Frankfurt í fyrra. Myndirnar sýna vel ljósabúnað bílsins sem virðist að mestu leyti eins. Eru þau lárétt og ferköntuð innan í v-laga grillinu líkt og á til- raunabílnum. Þegar Ioniq 5 bíllinn kemur á markað verður hann einn fullkomnasti raf bíll í boði með 800 volta raf kerfi sem leyfir hraðari hleðslu. Hann er byggður á E-GMP undirvagninum og verður með allt að 500 km drægi og hleðslutíma undir 20 mínútum gegnum 350 kW hraðhleðslustöð. Í 45 tilraunabílnum var blandað saman nýjustu tækni og gamaldags útliti. Má nefna baklýsta snertifleti til að stjórna búnaði innan í bílnum og nýjum efnum eins og bómull í innréttingu. Hvort að við munum sjá eitthvað þessu líkt í Ioniq 5 á þó eftir að koma í ljós. Ný njósnamynd af Ioniq 5 Framendi Ioniq 5 er mjög líkur Hyundai 45 tilraunabílnum eins og til dæmis framljósin og sést það vel á myndinni þrátt fyrir mikinn felubúnað. Þó að Skoda Citigo smábíllinn sé horfinn úr sölulínu Skoda er nýr rafdrifinn smábíll á leið- inni frá tékkneska framleiðandan- um. Verður hann byggður á smærri gerð MEB undirvagnsins sem kallast MEB-entry ásamt Volkswagen ID.1. Um ódýrari útgáfu undirvagnsins er að ræða til að halda verði niðri. Bílarnir verða um fjórir metrar að lengd sem er svipað og VW Polo. Hjá Volkswagen er einnig verið að hanna smájeppling byggðan á MEB-entry undirvagninum sem fær þá ID.2 nafnið en ekki hefur heyrst hvort eitthvað svipað komi frá Skoda enn þá. Líklegt er að við sjáum bílana frá Volkswagen fyrst en rafdrifinn smábíll frá Skoda verður ekki frum- sýndur fyrr en 2024 í fyrsta lagi. Fyrsti rafbíll Skoda er Enyaq sem kemur á markað á næsta ári og í kjölfarið kemur bíll byggður á ID.3, en stærri bílar eins og rafdrifinn arftaki Octavia eru ekki í kortunum alveg strax. Skoda hannar rafbíl byggðan á VW ID.1 Rafdrifin útgáfa Citigo smábílsins er væntanleg frá Skoda á næstu árum. 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.