Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 10
Hafðu samband í síma 568 8000 eða pantaðu gjafakort á borgarleikhus.is Gefðu barninu Gosa um jólin STJÓRNSÝSLA „Við fögnum niður- stöðu kærunefndar útboðsmála. Það er hagur samfélagsins að farið sé að lögum í útboðum hins opin- bera og ekki síst í eins stórum og mikilvægum málaflokki og þarna var undir,“ segir Ómar S. Gíslason viðskipta- og verkefnastjóri hjá Reykjafelli ehf. Kærunefnd útboðsmála segir að Reykjavíkurborg og Vegagerðin hafi átt að bjóða út innkaup á stýri- búnaði fyrir umferðarljós en ekki semja beint við fyrirtækið Smith & Norland um búnað og þjónustu. Þá sé Reykjavíkurborg skaðabóta- skyld gagnvart Reykjafelli ehf. vegna kostnaðar fyrirtækisins af þátttöku í útboði á stýribúnaði umferðarljósa. Í lok nóvember í fyrra sendi Reykjafell tvíþætta kæru til kæru- nefndar útboðsmála. Annars vegar kærði fyrirtækið samningsgerð Reykjavíkurborgar og Vegagerðar- innar við Smith & Norland hf. um vélbúnað og hugbúnað auk þjón- ustusamnings vegna uppfærslu á miðlægri stýringu umferðarljósa í Reykjavík. Hins vegar kærði Reykja fell útboð borgarinnar á rammasamningi um stýringu umferðarljósa. Vildi Reykjafell að samningarnir við Smith & Norland yrðu gerðir óvirkir og að útboðið á ramma- samningnum yrði gert ógilt og að það færi fram að nýju. Um viku eftir að kæran barst hætti borgin sjálf við útboðið á rammasamningnum og vildi þá Reykjafell fá viðurkennda skaðabótaskyldu borgarinnar gagn- vart fyrirtækinu. Borgin og Vegagerðin skiptu til helminga kostnaði við samningana við Smith & Norland sem saman- lagður nam 21.240.235 krónum án virðisaukaskatts. Kærunefndin segir að þótt miðað sé við það hjá sveitarfélögum – og þar með borg- inni – að ekki þurfi að bjóða út innkaup undir 28.752.100 krónum gildi lægri fjárhæð um ríkið. Þar sé miðað við 18.734.400 krónur og þar með hafi sú upphæð átt að gilda í viðskiptunum. „Það verður ekki ráðið af gögnum málsins að tæknilegar ástæður eða lögverndaður einkaréttur hafi rétt- lætt það að gerðir voru samningar við Smith og Norland hf. 9. júlí 2019 án þess að meginreglan um að bjóða skuli út innkaup yfir viðmiðunar- fjárhæðum væri virt,“ segir í niður- stöðu kærunefndarinnar. „Verður ekki annað séð en að stofnuninni hafi verið skylt að bjóða umrædd innkaup út, enda náðu þau fyrrgreindri viðmiðunar- fjárhæð,“ heldur nefndin áfram. Þar sem samningarnir við Smith & Norland hafi þegar verið efndir sé ekki um það að ræða að gera þá óvirka. Hins vegar sé bæði Reykja- víkurborg og Vegagerðinni gert að greiða stjórnvaldssekt upp á 849.611 krónur hvorum aðila um sig. Að auki á borgin að greiða Reykjafelli eina milljón króna í málskostnað og Vegagerðin hálfa milljón. Þá er Reykjavíkurborg sögð skaða bótaskyld gagnvart Reykja- felli vegna kostnaðar fyrirtækisins af því að taka þátt í rammaútboðinu sem fellt var niður. gar@frettabladid.is Vegagerðin og borgin greiða sektir fyrir brot í innkaupum Reykjavíkurborg og Vegagerðin brutu lög með samningum við Smith & Norland og fá á sig sektir. Þeim ber að greiða Reykjafelli ehf. málskostnað. Borgin á að greiða fyrirtækinu bætur vegna kostnaðar við út- boð sem fellt var niður. Verkefnastjóri hjá Reykjafelli segist fagna niðurstöðu kærunefndar útboðsmála. Deila Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar við Reykjafell snérist um kaup á stýribúnaði og þjónustu fyrir umferðarljós í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er hagur samfélagsins að farið sé að lögum í útboðum hins opinbera. Ómar S. Gíslason, viðskipta- og verkefnastjóri hjá Reykjafelli ehf. NÝSKÖPUN Bæjarráð Akureyrar telur eðlilegt að í stjórn Tækniset- urs í Vatnsmýrinni sé að minnsta kosti einn stjórnarmaður búsettur utan Reykjavíkur. Þá verði unnið að útfærslu á því með hvaða hætti jafna eigi möguleika fyrirtækja og einstaklinga á landsbyggðinni til þess að nýta aðstöðu og sérhæfðan tækjabúnað í Vatnsmýrinni. Bæjarráðið tók fyrir stjórnar- frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um opin- beran stuðning við nýsköpun. Ljóst er að margir hafa áhyggjur af frum- kvöðlum á landsbyggðinni. Akur- eyringar telja óásættanlegt að leggja fram jafn óljóst frumvarp. „Bæjarráð skorar því eindregið á ráðherra að setja fram skýr mælan- leg markmið, árangursmælikvarða, ábyrgðaraðila og fjármögnun,“ segir í bókun bæjarráðs. Ljóst er að landsbyggðin ber skertan hlut frá borði þegar kemur að úthlutunum úr sam- keppnissjóðum. Í úttekt sem gerð var að beiðni Vísinda- og tækni- ráðs árið 2019 kom í ljós að lang- flestir styrkir fóru til Reykjavíkur. Árangurshlutfall umsókna var þó breytilegt eftir svæðum og náðu sumir landshlutar betri árangri en höfuðborgarsvæðið. Vandinn liggur því, samkvæmt frumvarp- inu, fyrst og fremst í hversu fáar umsóknir koma frá landsbyggðinni. Hið sama á við um endurgreiðslur til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunar. – bb Nýsköpun er ekki bara fyrir borgarbúa Ósætti ríkir um frumvarp um stuðning við nýsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN COVID-19 Þó nokkrir Íslendingar hafa sett sig í samband við heilsu- gæslur landsins til að reyna að bóka sér tíma í bólusetningu fyrir COVID-19. Raunar svo margir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis- ins sá ástæðu til að taka það fram í tilkynningu í símsvara sínum að ekki væri hægt að bóka tíma í bólu- setningu strax. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ákveðið hafi verið að setja upp tilkynninguna svo fyrirspurn- um og tilraunum til tímabókana í bólusetningu myndi fækka. „Þangað til við settum þetta upp var fólk mikið að hringja. Þetta var aðeins farið að trufla þannig að við ákváðum að það væri einfaldast að taka þetta strax fram þegar fólk hringir,“ segir Óskar. Hann gerir ráð fyrir að enn sé nokkuð í að Íslendingar fái nóg af bóluefni svo hægt verði að bólusetja alla sem vilja. Þegar það gerist muni heilsugæslur landsins að sjálfsögðu senda út tilkynningar um hvernig hægt verði að bóka tíma í bólusetn- ingu. – ókp Ekki hægt að bóka tíma í bólusetningu Óskar Reykdals­ son, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar­ svæðisins VESTMANNAEYJAR Vestmannaeyja- bær hefur átt í viðræðum við Lava Spring um áform fyrirtækisins um að byggja baðlón í Eyjum og tilheyrandi starfsemi sem myndi fylgja slíku aðdráttarafli. Viðræð- urnar koma í kjölfar könnunar Vest- mannaeyjabæjar á því hvort hægt væri að nýta þá orku sem verður til við byggingu nýrrar sorporku- stöðvar í bænum til styrktar afþrey- ingar- og ferðaþjónustu. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að lónið yrði staðsett við Skansinn og samhliða því yrði byggð heilsulind. Þá hefur mögu- leiki á sjósundsaðstöðu á svæðinu verið skoðaður en svæðið yrði tengt við hraunið úr eldgosinu frá 1973. Lava Design hefur fengið heimild Vestmannaeyjabæjar til að vinna að forhönnun verkefnisins. Það verður síðan í höndum Vestmanna- eyjabæjar að undirbúa mögulegar breytingar á aðalskipulagi og deili- skipulagi bæjarins. – kpt Skoða opnun baðlóns í Eyjum 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.