Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 17
Árni Helgason Í DAG Síðumúla 2-4 | 520 7900 | rafland.is BETRA BORGAR SIG Opið virka daga 10 – 18 | Laugardaga 11 – 16 HRÍMHVÍTT JÓLATILBOÐ ÖLLUM HRÍMHVÍTUM 156 HRÆRIVÉLUM MEÐ GLERSKÁL FYLGIR AUKASKÁL AÐ EIGIN VALI. AUKASKÁL AÐ EIGIN VALI FYLGIR! HRÍMHVÍT 156 HRÆRIVÉL OG AUKASKÁL · VERÐ 99.995 SKRAUTSKÁLAR Á JÓLATILBOÐI! FULLT VERÐ 13.995 | JÓLATILBOÐ 10.995 Vandaðar keramikskálar í miklu úrvali. Tilvalin leið til þess að breyta til og fríska upp á gömlu hrærivélina, eða sem gjöf fyrir bakarann í fjölskyldunni. Margir litir og mynstur í boði. Hægt að velja um venjulega stálskál eða glæsilega skrautskál. Þótt fólk vilji almennt vel þá hefur raunveruleikinn ein-stakt lag á að stilla okkur upp við vegg, búa til óvæntar uppá- komur og erfiða valkosti með skömmum umhugsunarfresti. Kórónaveiran og baráttan við hana hefur verið ágætis dæmi um þetta. Þótt samstaða hafi einkennt þessa baráttu hingað til er ekki víst að hún muni einkenna lokakafla baráttunnar. Við fengum nasaþef af þessu í gær þegar fréttir bárust um tafir á komu bóluefnis til landsins. Þetta eru augljós vonbrigði og skýringarnar að utan heldur fátæk- legar. Það sem meira er þá vekur þetta upp alls konar spurningar um hvernig útdeiling bóluefnisins mun ganga fyrir sig. Takmörkuð gæði Því má til dæmis velta fyrir sér hvers virði þeir samningar eru sem Ísland hefur gert um bóluefni. Þó þeir séu til staðar og undirritaðir, þá förum við ekki til sýslumanns og tökum árangurslaust fjárnám hjá Pfizer eða Moderna ef samningar verða ekki efndir. Við erum í raun og veru upp á náð og miskunn þessara fyrirtækja komin að fá bóluefnið afhent á tilsettum tíma. Það hve hratt verður hægt að bólusetja nægjanlega stóran hluta hverrar þjóðar, ná hjarðónæmi og aflétta sóttvarnaaðgerðum mun skipta gríðarlegu máli efnahags- lega. Þar til að lokið verður við að bólusetja heimsbyggðina er þetta í raun útdeiling á takmörkuðum gæðum með tilheyrandi álitaefn- um. Þegar svona stórir hagsmunir eru í húfi er eitt öruggt, það verður tekist á um þá. Ýmsir gagnrýndu Donald Trump þegar hann sagðist vilja tryggja Bandaríkjamönnum forgang að bóluefni og til staðar eru alþjóð- legar skuldbindingar um dreifingu bóluefnisins um allan heim. Það fer minna fyrir þessari umræðu núna þegar bóluefnið er í augsýn. Fram hefur komið að ríkasti hluti heims- ins, um 13% jarðarbúa, hafi tryggt sér aðgang að meira en helmingi af öllu væntanlegu bóluefni. Tene-sprautan Þetta er snúið. Við myndum auð- vitað helst vilja hjarðónæmi strax, innbyrða bóluefnið með ketó- kúrnum og panta Tene-ferðina áður en verðin fara að hækka. Að ekki sé talað um mikilvægari mál eins og að koma atvinnulífinu í gang aftur og hressa við andlegt ástand þjóðarinnar. Samt blasir við að staða okkar í samanburði við margar aðrar þjóðir heimsins er mjög góð, við erum rík þjóð sem getur tekist á við þessi áföll. En það eitt að geta ráðið við erfiðleika breytir því samt ekki að maður vill gjarnan sigrast á þeim. Því má t.d. velta fyrir sér hve vinsæl sú skoðun yrði pólitískt séð að okkur lægi ekkert á að fá bóluefnið til landsins og aðrar verr settari þjóðir ættu að hafa forgang. Senni- lega ætti viðkomandi ekki langa framtíð fyrir sér í stjórnmálum. Það eru jú kosningar á næsta ári. 17 milljónir minka Samstaða meðal þjóða heimsins er ekki eina fórnarlamb þessara skrýtnu tíma. Á dögunum stóðu dönsk stjórnvöld frammi fyrir þeirri stöðu að grunsemdir höfðu vaknað um að kórónaveiran hefði smitast yfir í minka og að mögulegt væri að veiran gæti stökkbreyst, Samstaða, minkar og fleiri fórnarlömb COVID-19 smitast í menn aftur þannig að bóluefnið myndi mögulega ekki virka. Með takmarkaðan tíma og upplýsingar og mikla hættu á að missa tökin á stöðunni var ákveðið í flýti að útrýma öllum minkum landsins, sem voru um 17 milljónir. Núna hefur komið í ljós að hættan á stökkbreytingu veirunnar hafi sennilega verið ofmetin og ekkert bendir til þess að bóluefnið ætti ekki að ráða við þetta af brigði veirunnar. Á milli steins og sleggju Danski ráðherrann sem tók þessa ákvörðun vissi hins vegar ekki af því þá. Hann stóð frammi fyrir erfiðri stöðu. Ef áhyggjurnar væru á rökum reistar, þ.e. að smitið gæti stökkbreyst og borist í mannfólk, þá myndi hann alveg örugglega vera ábyrgur. Hans arfleifð yrði þá sú að hafa beðið, hikað og eytt dýrmætum tíma á meðan veiran breiddist út. Hvert dauðsfall yrði sett í samhengi við þetta mál og ráðherrann sem gat ekki tekið af skarið. Síðar kom í ljós að ekki var lagaheimild fyrir ákvörðun ráð- herrans um útrýmingu mink- anna. Það varð aftur til þess að ráðherrann sagði af sér. Maður veltir því fyrir sér hvað danska minknum sjálfum þætti um þetta, þ.e. að í umræðum um útrýmingu hans hefði stóra málið ekki verið útrýmingin sjálf heldur skortur á lagaheimild. Lærdómur og hyggjuvit Þegar fram líða stundir verður ef laust dreginn af öllum þessum álitamálum stór lærdómur. Þangað til þurfum við að treysta okkar eigin hyggjuviti. Þrátt fyrir allan okkar góða hug höfum við tilhneigingu til að setja okkar hagsmuni í for- gang þegar á reynir. Við erum jú hvorki fullkomin né ófull- komin, við erum fyrst og fremst mannleg. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F Ö S T U D A G U R 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.