Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 26
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Sigrún Gréta er alin upp við hreyfingu og útivist. Hún var á sínum tíma öflugur liðs- maður KR í fótbolta. Faðir hennar, Helgi Sigurðsson, var afreksmaður í sundi. „Ég finn mig vel úti í nátt- úrunni og það er ekkert eitt sport sem er vinsælla en annað. Ég hleyp mikið, sérstaklega utanvegar, fer á fjallaskíði, gönguskíði, fótbolta, fjallgöngur, hjólreiðar, fjallahjól- reiðar, skotveiði og sjósund svo eitthvað sé nefnt. Ég er alæta á allt sem tengist útivist og nýt þess að fara með góðu fólki, svo sem fjöl- skyldu og þeim sem ég hef kynnst í útivistinni. Það er mjög gefandi að anda að sér útiloftinu og er ákaflega mikilvægt fyrir andlega líðan,“ segir Sigrún sem starfar sem fasteignasali hjá Remax en er einn- ig menntaður íþróttakennari og búfræðingur . Sigrún segir að þar sem for- eldrar hennar hafi báðir stundað hreyfingu og lagt áherslu á að fara í útilegur auk þess sem þau sendu hana í sveit í nokkur sumur, þá hafi þessi lífsstíll alltaf átt ríkan þátt í lífi hennar. Upp á fjall án undirbúnings „Þegar ég var að alast upp voru krakkar úti að leika sér. Engar tölvur eða farsímar að trufla,“ segir hún en Sigrún er fædd árið 1971 og verður því fimmtug á næsta ári. Hún leggur áherslu á að vera í svo góðu formi að hún geti lagt af stað í fjallgöngu eða aðra útivist með engum fyrirvara. „Ef vinahópur minn í fjallgöngum ætlar að skreppa á Hvannadals- hnjúk get ég farið með án sérstaks undirbúnings,“ segir hún. „Ég hef sömuleiðis alið dóttur mína upp í því að prófa ýmiss konar íþróttir til að finna út hvað henti henni best. Um tíma var ég íþróttastjóri hjá ÍR og lagði áherslu á að yngstu börnin borguðu eitt gjald en gætu farið í hvaða íþróttir sem þau vildu prófa. Þetta var gert til að hvetja krakk- ana til að finna sig sjálf í sportinu en ekki fara leið sem foreldrarnir leggja til.“ Til í hvaða sport sem er Sigrún sem er einhleyp segist vera til í að prófa hvað sem er. „Ef ég kynnist manni sem er í einhverju allt öðru sporti væri ég alveg tilbú- in að prófa það. Mestu máli skiptir að vera úti og hreyfa sig. Þótt ég hreyfi mig mikið þá tek ég letidaga inni á milli. Ég set mér ekki nein Útivistin gefur mér orku Sigrún Gréta Helgadóttir fasteignasali er engin venjuleg kona. Hún stundar útivist af miklu kappi og lætur ekki veður eða myrk- ur stoppa sig. Sigrún Gréta er ekkert venjuleg kona. Hún kemur að margvíslegu sporti utandyra og lætur ekkert stöðva sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Sigrún Greta vílar ekki fyrir sér að bera hjólið á bakinu ef náttúran hagar því svo. MYND/AÐSEND Sigrún hikar ekki við að standa á höndum á fjöllum enda vel á sig komin. sunnudagskvöld kl. 21.00 Mozart við kertaljós Garðakirkju 22.des kl.21 Í fríu streymi á fésbókarsíðu Garðabæjar Camerartica sérstök áramótaheit en hef ákveðið að ganga meira á fjöll á næsta ári. Ég er þakklát fyrir hvern þann dag sem ég get hreyft mig,“ segir hún. „Hreyfihóparnir mínir ræða það oft sín á milli hversu dýrmætt það er að geta hreyft sig svona mikið á þessum aldri. Sem betur fer höfum við þetta sem áhugamál og erum hraust. Veðrið truflar aldrei. Við klæðum okkur eftir því sem hentar veðri og hreyfingu. Maður kemur alltaf heim ferskur hvernig sem veðrið er. Ég á ekki sérhannaðan fatnað fyrir hvert sport heldur reyni að samnýta það sem ég á eftir því sem hægt er,“ segir hún. Góður félagsskapur Sigrún segist vera sælkeri og hafa ekki breytt mataræðinu samhliða hreyfingunni. „Þar liggur veik- leiki minn,“ segir hún. „Á tímabili prófaði ég ketó fæði og það hentaði mér ágætlega, varð orkumeiri og borðaði sjaldnar.“ Sigrún hefur eignast mjög marga félaga í mismunandi hreyfihópum, eins og hún kallar þá. Þessir hópar hafa myndað sterkt tengslanet sem nýtist Sigrúnu í daglegu lífi. Hún er til dæmis oft að aðstoða félaga sína við kaup eða sölu á íbúð. „Þótt mér finnist skemmtilegt að vera með hópunum þá fer ég líka stundum ein í göngur eða hlaup, hlusta á podkast sem getur verið fræðandi eða hef það notalegt í kyrrðinni í náttúrunni.“ Veitir orku Fyrir tíu árum tók Sigrún þátt í áskorun Ferðafélagsins um að klífa 52 fjöll yfir árið. „Ég fór ein og það var mjög skemmtilegt að taka þátt í því. Það þýðir ekkert að bíða eftir að aðrir dragi mann af stað. Í fram- haldinu fór ég í opna gönguhópa og kynntist fullt af því fólki sem ég fer með í dag.“ Þegar hún er spurð hvort ekki sé erfitt að finna tíma í svona fjölbreytta hreyfingu svarar hún því játandi. „Ég vil passa upp á heilsuna og reyni að taka frá tíma til að hreyfa mig. Hreyfingin er mín vítamínsprauta og veitir mér orku til að takast á við daginn. Vinnan mín er krefjandi og ég gæti sinnt henni allan sólarhringinn en maður verður að setja sér mörk.“ Sigrún er sannkölluð ofurkona og hefur þegar klárað öll verk fyrir jólin sem hægt er að klára. „Ég kaupi jólatréð snemma í desember og vil vera búin að öllu snemma til að njóta aðventunnar með góðum samverustundum,“ segir hún. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.