Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 22
Þegar kemur að heilsufars- legum afleiðingum smitsins er staða eldra fólksins verri en hinna yngri og sömuleiðis þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, glíma við offitu, eða stunda reykingar. Með frumkvæði sínu hafa Kópavogur, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Árborg lagt grunninn að samræmdum vegvísi sem nýst getur öllum sveitarfélögum í landinu. Til að gera langa sögu stutta er nú svo komið að alþjóða- samfélagið hefur tekið við sér. Samfélög um allan heim hafa verið óþyrmilega minnt á hverfulleika aðstæðna í kjöl- far Covid-19 heimsfaraldursins. Þá hefur okkur einnig lærst hversu miklu máli skiptir að byggja aðgerð- ir okkar á staðreyndum og áreiðan- legum upplýsingum. Á sama tíma verður okkur ljóst mikilvægi þess að standa vörð um grunnþarfir fólksins í samfélaginu, ekki síst þegar ytri áföll ríða yfir. Framfaravog sveitarfélaga, eða Framfaravogin 2020 var gefin út í þriðja sinn nú í lok nóvember. Fram- faravogin kemur að góðu gagni og hjálpar til við að segja okkur hvern- ig okkur hefur tekist til við félags- legar framfarir. Framfaravogin er stjórntæki sem byggir einungis á félagslegum og umhverfislegum þáttum og lítur ekki til efnahags- legra mælikvarða. Hún nýtist vel við forgangsröðun og slíkt er mikil- vægt ekki síst nú á tímum þegar fjárhag sveitarfélaga er þröngur stakkur sniðinn vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 faraldursins og afleiðinga hans á tekjur þeirra. Sveit a r félög i n Kópavog u r, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Árborg hafa staðið að baki þróun þessa heildstæða vegvísis sem end- urspeglar vel áherslur stjórnenda þessara samfélaga. Þar eru lagðar áherslur á að fylgja eftir félagslegum framförum í bæjarfélögunum sem eru einmitt undirstöður mannlífs og viðskipta. Niðurstöður Framfaravogarinnar 2020 endurspegla framfarir sveitar- félaganna þriggja þar sem valdir hafa verið gaumgæfilega 55 vísar. Allir þessir vísar sýna með einum eða öðrum hætti framfarir þessara bæjarfélaga og eru fáanlegir fyrir öll sveitarfélög í landinu. Helst u á skor a nir þessa r a r úttektar líkt og fyrri ár, var að finna samanburðarhæf gögn sem snúa að umhverfisgæðum, vatni og hreinlæti og upplýsingum sem endurspegla líðan íbúa af erlendu bergi brotnu. Allt eru þetta mikil- vægir málaflokkar, tilheyra mála- flokkum sem tilheyra sjálf bærum samfélög um, heilsusamleg um samfélögum, og að enginn verði skilinn eftir. Hér er mjög mikilvægt að samanburðarhæf viðmið verði lögð fram, t.d. er ekki neins staðar hægt að fá gögn sem snúa að gæði neysluvatns á Íslandi! Sveitarfélögin þrjú koma ágæt- lega út úr þessum úttektum og ljóst að framfarir eiga sér stað eins og fram kemur í skýrslu úttektarinnar sem hægt er rýna á socialprogr- ess. is. Með frumkvæði sínu hafa Kópa- vogur, Reykjanesbær og Sveitar- félagið Árborg lagt grunninn að samræmdum vegvísi sem nýst getur öllum sveitarfélögum í landinu. Verkefnið er mikilvægur grunnur til að byggja á ekki, síst til að samræma gagnaöflun og gagnaframsetningu öllum sveitarfélögum landsins til hagsbóta. Félagslegar framfarir á óvissutímum Ekki er ég viss um að allir þeir 26 þúsund Íslendingar sem undir-rituðu bréf árið 2015 til Ban Ki moon þáverandi aðalritara Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) viti hve miklu góðu undirskriftir þeirra hafa komið til leiðar. Í bréfinu var farið þess á leit að eitt af þeim þróunarmarkmiðum sem stofnunin setti til ársins 2030 myndi ganga út á að auka skilning læknavísindanna á taugakerfinu. Það gekk ekki. Í staðinn beitti utan- ríkisþjónusta Íslands sér fyrir því af alef li að taugakerfið kæmist inn í stefnuyfirlýsingu SÞ til ársins 2030 sem fjallaði meðal annars um á hvaða ósmitbærum sjúkdómum skildi tekið sérstaklega á tímabilinu. Það gekk. Í kjölfarið vakti Guðlaug- ur Þór Þórðarson utanríkisráðherra athygli á málinu ár eftir ár í ræðum sínum á Allsherjarþingum SÞ, ræddi við fólk þar innandyra um málið og skrifaði bréf. Í tímans fyllingu ræddi hann við Tetros framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO sem varð til þess að ýta mál- inu yfir hjallann. Til að gera langa sögu stutta er nú svo komið að alþjóðasamfélagið hefur tekið við sér og samþykkti meðal annars á fundi hjá WHO í nóvember síðastliðnum að taka lækningu á lömun föstum tökum og nýta til þess öll möguleg úrræði. Næsta ár mun svo verða unnið að því hjá WHO að skoða og skipu- leggja hvernig hrinda skal í fram- kvæmd þessu verkefni og öðrum sem samþykkt voru á nóvember- fundinum. Utanríkisráðuneytið, sendiráð Íslands í Genf og sérstakur erindreki Íslands um mænuskaða og taugakerfið hjá WHO munu halda á spöðunum fyrir Íslands hönd í þeirri vinnu sem endranær. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands www.isci.is þakkar þeim tugum þúsunda Íslendinga sem stutt hafa framtak þetta í gegnum árin með ráðum og dáð og sýnt með því að smáþjóðir geta hreyft heim- inn hafi þær góð mál fram að færa. Hreyfiafl smáþjóða Því er gjarnan haldið fram í yfirstandandi kófi að „við séum öll í þessu saman“ og „séum öll á sama báti“. Það er nokk- uð villandi. Almennt er heilsufari og áhættuþáttum misskipt í sam- félögum. Þannig er Íslendingum mishætt við sjúkdómum og dauða eftir kynferði, starfsstétt, menntun og tekjum. Almennt eru dauðsföll tíðari meðal eldra fólks, karla, fólks í lægri starfsstéttum, og þeirra sem hafa minnsta menntun og tekjur. Þetta sýna mínar rannsóknir og annara. Og kófið kemur einnig misjafn- lega niður. Þeir sem búa á mann- mörgum heimilum, eða í hverfum með mikilli íbúaþéttni, þeir sem eru virkir í fjölbreyttu félagslífi, og eins þeir sem þurfa að umgangast marga ólíka einstaklinga í vinnu sinni, svo sem í ýmsum afgreiðslu- og þjónustustörfum og umönn- unarstör f um, er hættara við kófsmiti. Þegar kemur að heilsu- farslegum afleiðingum smitsins er staða eldra fólksins verri en hinna yngri og sömuleiðis þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, glíma við offitu, eða stunda reykingar. Þegar kemur að efnahagslegum af leið- ingum sóttvarna sitja menn heldur ekki við sama borð. Atvinnuleysi í kjölfar kófsins er mjög mikið í sumum atvinnugreinum, einkum hótel og veitingarekstri og annarri ferðaþjónustu, en mjög lítið eða alls ekkert í öðrum greinum. Þá verða þeir verr úti efnahagslega sem höfðu fyrir lægri efnahagslega stöðu og bjuggu við meira atvinnuóöryggi. Og hér er alvara á ferðum því lang- vinnt atvinnuleysi og fátækt hefur fjölþættar neikvæðar félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar sem eru afar kostnaðarsamar fyrir einstakl- inga og samfélag. Við erum sem sagt ekki alveg öll á sama báti. En kófið kemur einnig misjafn- lega niður eftir samfélagsgerð og menningu. Þetta eru fræðimenn farnir að skoða nánar. Tíðni smita og dauðsfalla bæði upp og aftur niður, er misjöfn frá einu sam- félagi til annars. Svo virðist sem tíðnin hækki meira, og gangi tregar niður, í samfélögum á háu stigi fjöl- menningar, og er þá bæði átt við fjölmenningu sem hefur verið við- varandi innan samfélags og fjöl- menningu sem hefur skapast vegna mikilla fólksflutninga milli landa. Þetta mætti hugsanlega skýra með ólíku gildismati og viðmiðum í fjöl- menningarsamfélaginu og hindr- unum við að meðtaka og miðla heilsufarsupplýsingum. Þá getur útbreiðsla smita orðið örari eftir því sem samfélög reiða sig meira á almenningssamgöngur. Þar kemur tvennt til. Í almenningssamgöngum safnast ólíkir einstaklingar saman í takmörkuðu rými og smitupp- sprettur og smitleiðir ýmsar. Ef smit kemur upp er smitrakning afar erfið eða jafnvel útilokuð, því ein- staklingar sem báru smitið til ann- ara farþega eru jafnan óþekktir og horfnir á braut í hinu stöðuga gegn- umstreymi farþega. Pólitísk menn- ing samfélaga skiptir einnig máli. Þar sem sjónarmið frjálshyggju og frjálslyndis eru ríkjandi í pólitískri menningu og af hálfu stjórnvalda er lögð meiri áhersla á frelsi ein- staklinga til athafna og takmörkuð afskipti hins opinbera. Þetta hefur valdið tregðu stjórnvalda að grípa til sóttvarnaraðgerða sem hamla myndu atvinnustarfsemi og öðrum athöfnum og samskiptum borgar- anna. Niðurstaða slíkrar tregðu er jafnan aukin tíðni kófsmita. Síðast en ekki síst skiptir heilbrigðiskerfi samfélagsins máli. Í samfélögum þar sem aðgengi að heilbrigðis- þjónustu er almennt gott er auð- veldara að fyrirbyggja og bregðast við af leiðingum kófsmita. Þetta skiptir ekki síst máli fyrir þá sem hættast er við neikvæðum af leið- ingum, sem oft eru meðal hinna lægra settu innan samfélagsins. Í þessu sambandi skiptir einnig máli hvernig heilbrigðiskerfið er skipu- lagt. Ef hið opinbera ber takmark- aða ábyrgð í heilbrigðisþjónustunni er erfiðara fyrir stjórnvöld að bregð- ast við hvers kyns lýðheilsuvanda gegnum heilbrigðiskerfið. Og eftir því sem rekstrarform eru ólíkari og rekstraraðilar f leiri getur vandinn orðið meiri að samhæfa og viðhalda aðgerðum sem mikilvægar eru til að bregðast við vandanum. Raunar hefur mikilvægi opinberrar ábyrgð- ar í heilbrigðismálum sjaldan verið augljósari en í yfirstandandi kófi. Kófið hefur þó ekki bara haft neikvæðar afleiðingar. Umhverfið hefur notið góðs af því, a.m.k. í bili, með minni losun gróðurhúsa- lofttegunda. Önnur loftmengun er einnig minni. Í heild virðist hafa dregið úr of beldi í samfélag- inu, þó vísbendingar séu um að í einum undirf lokki of beldis, þ.e. heimilisof beldi, hafi orðið nokkur aukning. Þá hefur dregið úr ýmsum öðrum smitsjúkdómum en þeim sem kófið veldur, og slysatíðni og slysadauði hefur minnkað í sam- félaginu, einkum í sambandi við umferðina. Loks höfum við kynnst betur kostum rafrænna samskipta sem geta að ýmsu leyti komið í stað augliti-til-auglitis samskipta og verið hagkvæm og vistvæn, þó þau komi ekki í stað þess að hittast til að vera og gera hlutina saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, stofn- anir, fyrirtæki og einstaklingar dragi rétta lærdóma af kófinu og af leiðingum þess, nýti betur þá kosti sem komið hafa í ljós, en umfram allt leiti leiða til að draga sem mest úr hinum neikvæðu afleiðingum sem orðið hafa æ skýr- ari. Þannig getur við komið sterkari út sem einstaklingar og samfélag. Erum við öll á sama báti? Um kófið og hinar misjöfnu afleiðingar Það buldi við brestur í Frakk-landi á f immtudagskvöld. Jean Castex forsætisráð- herra lýsti yfir útgöngubanni eftir klukkan átta á gamlárskvöld. Og alla daga fram í janúar, að aðfanga- degi undanskildum. Til klukkan sex að morgni. Fr a k k a r er u þjóða hress- astir við að kveðja gömlu árin og fagna nýjum, með stórfelldum kampavíns tappasmellum, f lug- eldasýningu og mannhafi á Champs Elys ées. Enda sagði einhver um þennan sjónarsvipti: Sorgleg hátíð. Ekki var þetta eini bresturinn sem buldi við út um allar franskar trissur í ávarpi forsætisráðherra. Boðað hafði verið að söfn yrðu opnuð, leik- hús og bíó 15. desember. Nú var allur þessi menningar- og yndisauki dreg- inn til baka, um óákveðinn tíma. Veitingahús, barir, kaffihús, allt er enn lok og læs, og mun verða fram til a.m.k. 10. janúar. En ljósi punkturinn, fyrir neytandann það er að segja, er sá að það er hægt að taka með sér kræsingar, eða láta senda sér. Ekki kemur það í staðinn fyrir að sitja í hlutlausu umhverfi og njóta matar, en það er ný aðferð við að hafa það huggulegt. Og kemur eiginlega á óvart, eins og ný sort af lúxus. Ljósi punkturinn í frönskum desember er sá að frá fimmtánda desember þarf ekki lengur að fylla út eyðublaðið illræmda um hvað verið sé að bedrífa utandyra. Og sérstak- lega sá ljósi punktur að eftir fimm- tánda febrúar má hindrunarlaust ferðast um allt Frakkland. Hingað til aðeins tuttugu kílómetra frá heim- ili. Og þar áður einn kílómetra. Til útiveru það er að segja. Lengra hefði mátt fara til að sinna innkaupum eða ná sér í nauðsynlega þjónustu. En allstrembið boðorð. Ekki veit ég hvort það er kóf- þrey tt u m íslensk u m löndu m mínum huggun, en samanburðar- reynsla okkar hjóna af kóf i á Íslandi og í Frans er mjög Íslandi í hag. Við f lúðum kófið í Frans í apr- ílbyrjun, við illan leik og stórfelld fjárútlát, en höfum sjaldan annan eins himin höndum tekið og að komast heim. Og horfðum stóreyg á kvartandi kóffólk á Íslandi. Þá var ástandið þannig í Frakk- landi að járnbrautarlestum hafði verið umbreytt í farartæki fyrir dauðveika, sem var rennt þangað sem spítalapláss var. Þyrlur og f lug- vélar f luttu dauðveika til Þýska- lands. Bæjarstjórinn í nágrannabæ var f luttur til Bonn í Þýskalandi og lést þar. Þau stórmerki eru nú uppi í þýska kófinu að kanslarinn magn- aði, hún Angela Merkel, reynir að höfða til þjóðar sinnar með tilfinn- ingarökum. Að þetta gætu orðið síðustu jól með afa og ömmu, og hversu slæmt væri ef kenna mætti sjálfum sér um. Þýskur dálkahöf- undur var ekki ánægður með þá frammistöðu og sagði að kanslar- inn ætti að vera eikartré en ekki grátandi viður. En franskir ráðamenn halda sig við rökfræðina. Reglurnar ströngu hafa dugað þó það að kófstandið er skárra hér en víðast í Evrópu – þótt ekki hafi tekist að ná smiti niður nógu hratt til þess að opna söfnin og önnur gósen – og ekki nógu mikið til þess að hægt sé að hoppa og hía gegnum áramótin. Hvað það síðasta varðar erum við hjónin sultuslök. Við höfum í gegnum árin oftar en ekki búið við geggjaðasta nýársfírverkerí á byggðu bóli af hótelsvölunum í Funchal, Madeira. Kannski maður grípi til vídeóverkanna sem þá urðu til, og komu jafnvel í veg fyrir að hægt væri að njóta raunveru- leikans í rauntíma á f lóanum fyrir framan okkur! En satt er það, orðið distópía skríður nú að manni á þó nokkrum hraða. Áramótum útrýmt í ára- mótalandinu sjálfu. Það kostar þó nokkra fyrirhöfn fyrir einn sveim- ulan mannshuga að muna: hækk- andi sól, já, með bóluefni! Áramótastuldur – Frakkar rændir nýárinu Auður Guðjónsdóttir stjórnarfor­ maður Mænu­ skaðastofnunar Íslands Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúi SPI á Íslandi Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.