Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 32
Hjónin byrja snemma að undirbúa jólin og eru iðin við að halda í hefðir og siði
með nýjungum í bland. Þau voru
í þættinum Matur og heimili á
dögunum þar sem áhorfendur
fengu innsýn í jólahefðir þeirra
og -siði og fengu að fylgjast með
þeim framreiða aðventudögurð
en aðventan spilar stór rullu í lífi
þeirra hjóna og eitt af því sem þau
hafa mikla ánægju af er að bjóða
upp á ljúffengan aðventudögurð
fyrir nána vini og vandamenn.
Kristín sem er alla jafna
kölluð Kiddý er menntaður blóma-
skreytir og framreiðslumeistari
svo hún leggur sig fram af miklum
metnaði við jólaskreytingarnar.
„Við höfum ávallt unnið hlutina
í samvinnu og hugum að hverju
smáatriði þegar kemur að því að
bera fram sælkeraveitingar og
dekka upp hátíðarborð sem passar
við þemað hverju sinni,“ segja
hjónin Kiddý og Jói.
Hafa verið fastheldin
á matseldina um jólin
„Eins og er með svo marga, þá
byrjum við frekar snemma á
jólabakstri. Við bökum alls konar
smákökur og annað kruðerí og
svo er það auðvitað laufabrauðið.
Það er stór þáttur í undirbúningi
jólanna hjá okkur að gera laufa-
brauð, en við gerum það alveg frá
grunni.
Við höfum verið mjög fast-
heldin á matseldina, sérstaklega
um jólin, þar til nú í ár. Síðast-
liðin ár höfum við verið með
heilmikið skötu- og saltfiskboð á
Þorláksmessu, allt að 60 manns
hafa komið við hjá okkur. Það
féll reyndar niður í fyrra, þar sem
dóttir okkar var á fæðingardeild-
inni og lítur ekkert allt of vel út
þetta árið heldur. Aðfangadagur
er alveg dásamlegur og ilmurinn
úr eldhúsinu er alltaf eitthvað
svo lokkandi og hátíðlegur. Við
stöndum og stússum saman í
eldhúsinu, skálum í púrtvíni yfir
matseldinni, dekkum upp, förum
gjarnan í messu á Bessastöðum og
njótum svo kvöldsins.
Ómissandi að vera með
síld og rúgbrauð
Hjónin eru iðin við að bjóða upp á
sælkeraveitingar á aðventunni og
eru að framreiða aðventudögurð
fyrir gesti og fjölskylduna. „Okkur
finnst mikilvægt að flækja hlutina
ekki of mikið og hafa þetta ekki
alltof þungt. Aðalmálið er að hitta
fjölskylduna og vini. Við viljum
helst byrja á súpu, og hafa svo góða
blöndu af fiski, kjöti og einhvers
konar eggjum, til dæmis Eggs
Benedict eða hrærð egg. Þegar
kemur að aðventunni eru nokkrir
hlutir sem eru ómissandi eins og
síld og rúgbrauð. Það er mikið af
góðri síld á markaðnum, en vissu-
lega líka hægt að útbúa sína eigin.
Okkur finnst nautatungan líka
ómissandi, helst ný eða söltuð.
Reyktur eða grafinn lax er líka
mjög ofarlega á óskalistanum,
helst villtur ef mögulegt en annars
lax sem alinn er í landeldi. Það
þykir okkur mjög mikilvægt, við
berum aldrei fram lax sem alinn
er í hinum náttúruskaðandi og
mengandi sjókvíum. Það er líka
mjög skemmtilegt að nota villi-
bráð á þessum árstíma eins og
grafna gæs eða hreindýr. Okkur
finnst líka heita lifrarkæfan
skemmtileg, mjög gott að nota
bökuðu jólakæfuna frá Ali og
steikja svo sveppi, beikon og jafn-
vel ferskar döðlur og setja ofan á,
hafa þetta í eldföstu formi og setja
inn í ofninn í nokkrar mínútur til
að hita.
Svo er alltaf gott að enda á
einhverju sætu, þá eru sörurnar
hennar Kiddýjar alveg upplagðar
enda gerir hún rosalega góðar
sörur og bera þær fram með heitu
súkkulaði með örlitlu Stroh út í.
Það er svo gott að fá eitthvað sætt
og heitt í kroppinn áður en maður
heldur út í íslenskt aðventuveður.
Stundum höfum við boðið upp á
Álaborgar-ákavíti með síldinni, en
með matnum bjóðum við gjarnan
upp á bjór eða Moment of Silence
(hvítvín) og Master of None (rauð-
vín) frá Suður-Afríku.
Epla- og wasabisalat
2 stk. Jonagold epli
Majónes og sýrður rjómi eftir
smekk
Íslensk wasabirót, frá Nordic
Wasabi eða fersk piparrót
Eplin afhýdd og rifin niður. Gott
að setja í viskustykki og kreista
mesta safann úr. Þetta er sett í skál
og hæfilegu magni af majónesi
og sýrðum rjóma bætt í. Mauka
wasabirót og bæta í. Ef þið komist
ekki í wasabirót, má einnig nota
ferska piparrót. Gott að smakka
þetta svo til, við viljum hafa
salatið svolítið bragðmikið, finnst
það passa vel með öllu reyktu, sér-
staklega reyktum laxi.
Rauðrófusíld
1 dós sýrður rjómi (helst 36%)
2-3 msk. majónes
1½ dl. niðursoðnar rauðrófur
1½ dl. perur
2 dl. marineruð síld
Sýrði rjóminn og majónesið
sett í skál. Þeir sem vilja sæta
þetta örlítið geta gert það með
hunangi eða hlynsírópi. Rauð-
rófurnar teknar úr krukkunni
og þerraðar á pappír. Gott er að
vera í einnota hönskum, þar sem
rauðrófurnar lita mjög mikið. Því
næst eru rauðrófurnar skornar í
litla teninga. Perurnar af hýddar
og kjarnhreinsaðar og skornar í
litla bita. Síldin er þá skorin í bita
og sett í skálina ásamt öllu hinu.
Hræra vel saman. Sett í skál og
skreytt með valhnetukjörnum
og einhverju grænu. Þeir sem eru
mjög hrifnir af hnetum geta sett
svolítið af valhnetum í salatið og
þeir ævintýragjörnu geta rifið
örlítið af gráðosti út í.
Epla- og karrýsíld
1 dós sýrður rjómi (helst 36%)
2 msk. majónes
1½ dl. harðsoðin egg
2 dl. epli í bitum
2 dl. marineruð síld í bitum
2 tsk. madraskarrí
1 tsk. túrmerik
Saxaður graslaukur
Sýrði rjóminn, majónesið, karrýið
og túrmerikið allt sett í skál og
hrært. Skurnin tekin af eggjunum
og þau skorin smátt. Eplin afhýdd
og skorin í bita og síldin líka. Þetta
allt sett í skálina og hrært saman.
Dálitlu af graslauknum blandað
saman við, en munið að eiga slatta
til að setja ofan á til skreytingar.
Glæsilegur aðventudögurður
Jóhann Gunnar Arnarsson, sem er alla jafna kallaður Jói bötler, og eiginkona hans Kristín Ólafs-
dóttir, upplifunar- og þjónustustjóri Þjóðleikhússins, eru bæði fagurkerar og matgæðingar.
Ýmislegt girnilegt sem boðið var upp á hjá þeim hjónum í dögurðinum.
Fagurkerarnir
Jóhann Gunnar
og Kristín hafa
mikla ánægju af
að njóta aðvent-
unnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Glæsilegir heimagerðir síldarréttir.
Matarást
Sjafnar
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn@torg.is
Það er árleg hefð á heimilinu að
skera út laufabrauð. Fallega skreytt.
Gleðikrónur eru skemmtileg gjafakort sem gilda á öllum
veitingastöðum Gleðipinna. Jólin nálgast og Gleðikrónur
eru fullkomin leið til að gleðja starfsmannahópinn.
Gleðikrónur henta öllum og sá sem hefur Gleðikrónur undir
höndum getur valið úr fjölda veitingastaða og borðað þar
sem hann langar hverju sinni.
STÖNDUM SAMAN & HÖLDUM GLEÐINNI
gledipinnar.is
Þú sendir póst á
gledikronur@gledipinnar.is
og við sendum þér
tilboð fyrir þinn hóp.
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R