Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 50
 ANNARS HORFI ÉG ALLTAF Á DIE HARD, SEM ER UPPÁHALDS JÓLAMYNDIN MÍN.H ön nuðu r i n n og ilmspekúlantinn Andrea Maack setti á markað núna fyrir jólin nýjan i l m sem heit ir Light source. Hún segir heimsfar­ aldurinn vissulega hafa mikil áhrif. „Það er ekki bara það að geta ekki ferðast heldur hefur mjög mörgum af verslunum erlendis sem við selj­ um í annaðhvort verið lokað eða þær farið á hausinn. Þannig að ég hef alveg þurft að endurhugsa allt. Eins hefur Brexit og strangt útgöngu­ bann í Bretlandi mikið að segja fyrir mig en ég var með framleiðsluaðila og vöruhús þar en hef ákveðið að færa allt hingað heim, líka til þess að hafa algera yfirumsjón og gegnsæi í framleiðsluferlinu. Þá get ég líka sagt við viðskiptavininn að ég viti hvernig þessu var pakkað og að öllum sóttvarnareglum hafi verið hlítt til hins ýtrasta sem er mjög mikilvægt núna,“ segir hún. Þakklát fyrir stuðninginn Það var fyrir rúmum tíu árum sem Andrea datt óvart inn í þennan heim ilmvatnsgerðar í gegnum myndlist sína. „Kúnnahópurinn hér heima er bæði karlmenn og konur. Þetta hefur vaxið hægt og þétt í gegnum árin. Það er ótrúlega skemmtilegt að heyra sögur af fólki sem hefur notað ilm frá mér alveg frá því að við frumsýndum fyrst hér heima í Spark Design Space 2010, sem þá var og hét. Ég hitti einmitt eina konu um daginn í Madison ilmhúsi sem velur sér alltaf Andreu Maack ilm fyrir jólin. Ég er roslega þakklát fyrir stuðninginn sem Íslendingar hafa sýnt mér í gegnum tíðina og kemur það mjög sterkt fram núna á tímum COVID eftir að við opnuðum vef­ verslun hér heima sem hefur farið hratt af stað.“ Hvað þarf góður ilmur að hafa? „Hann þarf að hafa þrjú sterk lög, upphaf, miðju og endi. Nótur sem vinna vel saman það er f lókið mál að gera góðan ilm.“ Nú fyrir jólin setti Andrea ilminn Lightsource á markað. „Þetta er ilmur sem ég vann fyrir nokkrum árum og hefur verið uppi á hillu hjá mér lengi en mig vantað einhverja góða ástæðu. Allt í einu í miðju COVID þurfti ég smá búst og fór að ganga með hann á mér, fann strax hvað lundin varð léttari, var farin að ferðast um allan heim í sól og hita í huganum. Ég vildi endi­ lega að fleiri fengju að upplifa þessa sælutilfinningu í miðju samkomu­ banni. En innblásturinn upphaflega var einmitt 90’s rave­menningin og hverju hún breytti, sleppa sér aðeins og fylla lífið af lit, gleyma áhyggjum morgundagsins.“ Stjörnuteymi Andrea fékk enga aukvisa með sér í tökurnar þegar kom að því að mynda ilmvatnið. „Hugmyndin kom til mín í einu augnabliki. Fyrir tilviljum er Ísak Helgason vinur minn á landinu, hann er yfirleitt að farða stjörnur eins og Katy Perry. Ég heyrði svo í Sögu Sig, enda eru þau frábært teymi, um hvort við ættum ekki að taka myndir fyrir Lightsource. Það er svo auðvelt að vinna með svona miklu hæfileikafólki eins og Sögu og Ísak. Við treystum hvert öðru full­ komlega og útkoman er alltaf f lott. Ísak fór á flug í 90’s innblæstrinum í litum, Saga vann með móðu og filt­ era og þannig náðum við að koma Lightsource­ilminum í myndefni, sem mér finnst lýsa honum mjög vel.“ Getur þú metið það bara með því að hitta konu og sjá hana, hvaða ilmur þér þætti líklegur til að fara henni? „Já, ég er orðin ansi nösk í því, líka fyrir karlmenn og mér finnst gaman að giska. Annars er auðvelt að panta sér prufusett frá mér þar sem hægt Hugmyndin kom á einu augnabliki Myndlistarkonan Andrea Maack er fremst í flokki þegar kemur að ilmgerð á Íslandi. Hún var að setja í sölu ilminn Light source á akkúrat réttum tíma, að hennar sögn. Núna var rétti tíminn til að setja Light source á markað að sögn Andreu. MYND/BENJAMIN HARDMAN Andrea vinnur nú að byggingu Geopark Villa á Reykjanesinu. Húsið verður heimili, sýningarrými og eins konar upplifun. MYND/BENJAMIN HARDMAN Andrea fékk með sér einvalalið í myndatökur fyrir nýja ilminn, Lightsource. Förðunarfræðinginn Ísak Helgason og ljósmyndarann Sögu. MYND/SAGA SIG er að prófa ilmina í ró og næði heima hjá sér, en það liggur aldrei á. Það skiptir máli að gera það rétt.“ Nýtt samstarf Nýverið fór Andrea í samstarf við sænska heyrnartólafyrirtækið Sudio. „Þau höfðu samband við mig fyrir nokkum mánuðum og fengu mig til að gera nýtt málverk fyrir stærstu markaðsherferð sem þau hafa farið í hingað til. Ég sem sagt hannaði fyrir þau tösku og við erum að fara að taka ferlið upp með ljósmyndar­ anum Bemjamin Hardman í mynd­ bandsverki hér heima. Það verður svo sýnt í gegnum Sudio um allan heim.“ Ostrur og ansjósur Hvað kemur þér í jólaskap? „Ég er nú frekar mikill Grinch, alltaf að vinna eins og vitleysingur á jólunum, en er farin að horfa á þau öðrum augum í gegnum son minn Húgó sem er nýorðinn eins árs. Þannig að ég gæti alveg orðið jólaóð sérstaklega þegar við flytjum í nýja húsið á næsta ári. Þá gerum við eitt­ hvað „over the top“, annars horfi ég alltaf á Die Hard, sem er uppáhalds jólamyndin mín,“ segir Andrea. Hvernig ætlar þú að verja jól- unum? „Í lítilli jólakúlu með nánustu fjölskyldunni, það er stórt atriði að finna ostrur og góðar ansjósur. Það er hefð sem við maðurinn minn komumst upp á þegar við bjuggum á Ítalíu. Ætli ég reyni síðan ekki að slappa aðeins af eftir vægast sagt viðburðaríkt ár.“ steingerdur@frettabladid.is 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.