Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 2
MENNING Eyjólfur Jónsson hefur
um árabil haft mikinn áhuga á að
safna flottum leikföngum. Sá áhugi
leiddi síðan til þess að hann fór að
búa til sínar eigin fígúrur, sem bæði
eru innblásnar úr amerískri dægur-
menningu en ekki síður íslenskri.
Þannig hefur Eyjólfur búið til leik-
fangaútgáfu af Pappírs-Pésa auk
þess sem nokkur leikföng eru til-
vísanir í þekkt atriði úr íslenskum
sjónvarpsþáttum.
„Það má eiginlega segja að þegar
ég hætti að finna skemmtileg leik-
föng til að safna þá fór ég bara að
búa þau til sjálfur,“ segir Eyjólfur og
hlær. Hann segir að um sé að ræða
svokallaða bootleg-leikfangagerð
sem sé innblásin af lélegum eftir-
líkingum af vinsælum leikföngum
frá Asíu.
Að sögn Eyjólfs hafi slík bootleg-
leikfangagerð hafist í New York árið
2004 þegar listamaðurinn Morgan
Phillips, sem gengur undir nafninu
Sucklord, hóf að búa til sínar eigin
útgáfur af vinsælum leikföngum.
„Hann hafði ekki náð að brjótast inn
í leikfangabransann sjálfur og því fór
hann bara að hæðast að honum með
eigin fígúrum.“
Fígúrurnar hafi orðið nokkuð
vinsælar og haft þau áhrif að fleiri
fóru að vinna með svipaðar hug-
myndir. „Maður sér þetta víða á
þessum teiknimyndahátíðum úti í
heimi. Þetta er alltaf framleitt í litlu
magni og er í raun óður til frumút-
gáfunnar.“
Sjálfur býr hann aðeins til örfá
eintök af hverri fígúru en talsverð
vinna liggur oft að baki. „Ég finn þrí-
víddarteikningar af frummyndinni,
breyti henni svo eftir mínu höfði,
bý til mót og steypi síðan fígúruna
og handmála hana. Svo bý ég til
umbúðirnar sem skipta miklu máli.
Ferlið var samt aðeins einfaldara
þegar ég bjó til Pappírs-Pésa. Það
má eiginlega segja að ég hafi verið
að spara hráefniskostnað þar,“ segir
Eyjólfur kíminn.
Hann segir að viðtökurnar við
fígúrunum hafi komið sér á óvart.
„Ég er nú yfirleitt að grínast eitt-
hvað þegar ég bý til fígúrurnar og
því hafa viðbrögðin komið mér
þægilega á óvart. Fólki finnst þetta
greinilega skemmtilegt. Mér finnst
athyglisverðast að oft er það verkið
sem mér finnst ekkert endilega best
sem verður vinsælast.“
Á dögunum hélt Eyjólfur listasýn-
inguna Stígvélaði fóturinn í Núllinu
galleríi ásamt kollega sínum Vikt-
ori Vintage. „Við erum á svipuðum
slóðum í þessari listsköpun og ég veit
ekki betur en að við séum bara tveir
að gera þetta hérlendis,“ segir Eyj-
ólfur. Hægt er að fylgjast með verk-
um Eyjólfs á Instagram-síðunni @
bootfoottoys. bjornth@frettabladid.is
Ferlið var samt
aðeins einfaldara
þegar ég bjó til Pappírs-
Pésa. Það má eiginlega segja
að ég hafi verið að spara
hráefniskostn-
að þar.
Eyjólfur Jónsson,
listamaður
Kylfurnar dregnar fram úr geymslunni
Þrátt fyrir að stutt sé til jóla láta kylfingar á Íslandi veðurblíðuna ekki fram hjá sér fara. Óvíst er hvort þessir tveir kylfingar voru með hugann við
jólagjafirnar þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið um Þorlákshöfn. Áhrif kórónaveirufaraldursins virðast hafa náð til kylfinganna þar sem
annar spilarinn átti afar erfitt högg fram undan utan brautar en meðspilarinn naut þess að fylgjast með úr sæti sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hætti að safna og fór
að búa til sitt eigið dót
Áhugi Eyjólfs Jónssonar á að safna fágætum leikföngum leiddi til þess að
hann fór að búa til sínar eigin fígúrur sem innblásnar eru af eftirlíkingum frá
Asíu. Sækir hann meðal annars hugmyndir sínar í íslenska dægurmenningu.
Eyjólfur hefur meðal annars búið til leikföng úr Fóstbræðrum. MYND/AÐSEND
STJÓRNSÝSLA Bankasýsla ríkisins
hefur lagt fram tillögu til Bjarna
Benediktssonar, fjármála- og efna-
hagsráðherra, um að hefja sölumeð-
ferð á eignarhlutum ríkisins
í Íslandsbanka. Í tillögunni
er gert ráð fyrir að söluferlið
hefjist í janúar og ljúki í maí.
B a n k a s ý s l a n
lagði til í mars
síðastliðnum að
ríkið seldi fimmt-
ungshlut í bank-
anum, sú tillaga
var svo afturkölluð
vegna efnahags-
áhrifa COVID-19
faraldursins. Fram
kemur í minnis-
blaði til ráðherra að
frá því að tillögurn-
ar voru dregnar til
baka hefur þróun
bæði fjármálamark-
aða og af koma Íslandsbanka verið
betri en búist var við um miðjan
mars. Frá marsmánuði hafi hluta-
bréfaverð á Íslandi hækkað um
50 prósent. Hlutabréf evrópskra
banka hafa hækkað um nánast
þriðjung, að því er kemur fram í
minnisblaðinu. Í ljósi
þess telur Bankasýsl-
an rétt að leggja til að
stefnt verði að frumút-
boði hluta.
Tillagan inniheldur
ekki hversu stóran
h l u t a b a n k a n s
bjóða eigi til sölu
þar sem áætluð
eftirspurn eftir
hlutum og verð
liggi ekki fyrir fyrr
en ef tir f jár-
festakynningar
í lok söluferlis-
ins. – ab
Bankasýslan leggur til
sölu á Íslandsbanka
COVID-19 Þór ólfur Guðna son sótt-
varna læknir býst ekki við því að
Ís lendingar nái góðu hjarðó næmi
fyrr en á seinni hluta næsta árs,
þrátt fyrir að bólu setningar hefjist
strax eftir ára mót.
Ísland fær færri skammta af
bólu efni Pfizer og BioN Tech um
ára mótin en samningar gerðu
ráð fyrir. Í fyrstu sendingu verða
skammtar fyrir um fimm þúsund
manns. Næsta sending kemur í
janúar eða febrúar. Vegna skorts á
hráefni seinkar framleiðslunni og
því ljóst að Ísland fær minna bólu-
efni á næstu mánuðum en gert var
ráð fyrir. Samningar eru í gangi um
önnur bóluefni. Átta greindust með
smit innanlands í fyrradag, sjö voru
í sóttkví.
Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn almannavarna, er kominn
úr einangrun eftir að hafa smitast.
Er hann enn að jafna sig. Þórólfur
er hins vegar kominn í sóttkví eftir
að smit komst upp á sóttvarnasviði
Embættis landlæknis. – ab
Hjarðónæmi
á seinni hluta
næsta árs
Sóttvarnalæknir er nú í sóttkví.
1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð