Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 15
Fjórir Keflvíkingar í úrvals­ liði Lengjudeildarinnar Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net hefur gefið út val sitt á úrvalsliði fyrri umferðar Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Keflvíkingar eru þar fyrirferðarmiklir og eiga flesta fulltrúa í úrvalsliðinu, eða fjóra, auk þess sem þeir Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru valdir þjálfarar fyrri umferðar enda að gera frábæra hluti með Keflavíkurliðið. Keflvíkingar tróna á toppi Lengjudeildarinnar og eiga verðskuldað fjóra fulltrúa í úr- valsliðinu að mati Fótbolti.net sem valdi fyrirliðann Frans Elvarsson, Sindra Þór Guð- mundsson, Rúnar Þór Sigur- geirsson og að sjálfsögðu marka- hæsta mann deildarinnar, Joey Gibbs. Nacho Heras var nálægt því að verða valinn fimmti Kefl- víkingurinn í liðið. Úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla lítur svona út að mati Fótbolti.net: Robert Blakala (Vestri), Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Unnar Steinn Ingvarsson (Fram), Bjarni Ólafur Eiríks son (ÍBV), Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík), Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir), Frans Elvarsson (Keflavík), Albert Hafsteinsson (Fram), Fred (Fram), Gary Martin (ÍBV) og Joey Gibbs (Keflavík). Þeir Sindri Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs voru valdir í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla. JAFNTEFLI Í MOSFELLSBÆNUM Keflvíkingar voru einir í efsta sæti Lengjudeildar karla fyrir leiki helgarinnar. Þeir mættu Aftureldingu á útivelli í jafnri og spennandi viðureign sem lauk með jafntefli, 2:2. Mörk Kefl- víkinga skoruðu þeir Ari Steinn Guðmundsson (8’) og Joey Gibbs (50’). Afturelding jafnaði á lokamínútum leiksins og Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflvíkinga, var að vonum svekktur eftir leikinn. Í viðtali við Fótbolti.net sagði hann m.a.: „Mér er efst í huga svekkelsi að missa þetta niður [...] Þetta var algjörlega að ganga upp þegar við settum annað markið en þeir ná svo einni langri auka- spyrnu sem skoppar tvisvar í teignum og það eigum við ekki að sætta okkur við.“ Keflvíkingar eru eftir sem áður á toppi deildarinnar en jafnir Fram að stigum. ÍBV er einu stigi á eftir Keflavík og Fram, þá koma Leiknismenn fjórum stigum frá toppnum en Keflvíkingar mæta þeim í Breiðholtinu á föstudag. Samstarf Eysteins og Sigurðar Ragnars með Keflavíkurliðið hefur skilað frábærum árangri. VÍKURFRÉTTIR ERU Á VELLINUM! VIÐ FÆRUM LESENDUM ÍÞRÓTTAFRÉTTIRNAR AF SUÐURNESJUM vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.