Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 10
Grímsi eltist við ufsann Síðasti pistill var kannski full neikvæður, svo við skulum hafa þennan pistil á jákvæðu nótunum. Á Suðurnesjunum er gerður út bátur sem vill svo til að er með lægsta skipaskrárnúmerið allra fiskibáta á Íslandi sem enn eru gerðir út, númer 89. Heitir sá bátur í dag Grímsnes GK. Grímsnes GK lenti í því í febrúar að mjög alvarleg vélarbilun varð í bátnum og var hann frá veiðum frá þeim tíma og fram í miðjan ágúst síðastliðinn. Sigvaldi Hólmgrímsson sem var með Grímsnes GK síðast er aftur kominn af stað á Grímsa, en svo Sigvaldi kallar hann bátinn. Hann fór beint austur undir Vestmanna- eyjar og þar á svæðinu í kring að eltast við ufsa. Það óhætt er að segja að það byrji vel hjá honum því að í tveimur róðrum hefur báturinn landað um 41 tonni og af því er ufsi um 38 tonn. Ufsavertíðin hjá Grímsnesi GK haustið 2019 var mjög léleg en árið 2018 var mokveiði hjá bátnum á ufsanum og svo góð veiði var að Grímsnes GK endaði aflahæstur allra netabáta á Íslandi árið 2018. Það er reyndar annar bátur sem tengist Hólmgrími og Grímsnesi GK sem er líka með lágt skipa- skrárnúmer. Það er bátur með númerið þrettán. Sá bátur hét síðast Happasæll KE en hafði líka heitið Búddi KE. Þeim báti var lagt 2016 og lá við bryggju í Njarðvík. Báturinn var síðan seldur til Bíldu- dals en þar fékk báturinn annað líf því hann hefur verið notaður sem þjónustubátur við fiskeldið í Arnarfirði og þegar þessi orð eru skrifuð þá er Happasæll KE á hægri siglingu til Stykkishólms dragandi á eftir sér pramma sem er að fara í slipp þar í bæ. Nýtt kvótaár að hefjast Annars er stutt í nýtt kvótaár en það hefst 1. september og nú þegar eru nokkrir línubátar komnir af stað sem og dragnótabátarnir. Siggi Bjarna GK hefur landað 6,4 tonnum í einum róðri. Benni Sæm GK 54 tonnum í sjö túrum, Aðal- björg RE 28,3 tonnum í þremur og allir hafa landað í Sandgerði. Sigur- fari GK hefur reyndar ekkert farið af stað. Af stóru línubátunum er Sig- hvatur GK kominn með 226 ton, Fjölnir GK 127 tonn og Páll Jónsson GK 125 tonn, allir í tveimur róðrum og allir hafa þeir landað úti á landi. Sighvatur GK og Fjölnir GK á Siglufirði og Páll Jónsson GK á Djúpavogi. Eins og greint var frá fyrir nokkru í þessum pistlum þá var talað um að Vísir ehf. í Grindavík hefði lagt línubátnum Kristínu GK og leigt í staðinn togarann Bylgju VE frá Vestmannaeyjum. Núna er Bylgja VE kominn á veiðar fyrir Vísi ehf. og hefur landað 48 tonnum í einni löndun sem landað var á Ísafirði. Kvótinn á Bylgju VE kom í byrjun frá Páli Jónssyni GK en reyndar er Bylgja VE með úthlutuðum kvóta ár hvert um 1.554 tonn miðað við þorsk ígildi. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi, EINAR SÆDAL SVAVARSSON Njarðarvöllum 2, Njarðvík lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn 11. ágúst Útförin mun fara fram í kyrrþey. Geir Sædal Einarsson Svavar Sædal Einarsson María Björnsdóttir Kristín Sædal Einarsdóttir Albert Geir Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi JAKOB ÁRNASON Húsasmíðameistari og loðdýrabóndi Miðtúni 2, Keflavík lést mánudaginn 17. ágúst á Hrafnistu Hlévangi. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Starfsfólki Hlévangs eru færðar innilegustu þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Hollvini Grensásdeildar. Ísleifur Árni Jakobsson Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsdóttir Gunnar I. Baldvinsson Kristinn Þór Jakobsson Ólöf Kristín Sveinsdóttir Ásdís Ýr Jakobsdóttir Valur B. Kristinsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Jón Björnsson barnabörn og barnabarnabörn 10 // aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.