Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 73

Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 73
Vinna við fjárhagsáætlunargerð næsta árs og næstu fjögurra ára er komin af stað hjá Sveitarfélaginu Vogum. „Að þessu sinni leggjum fyrr af stað í þessa vinnu en undanfarin ár, sem er mikilvægt ekki síst í ljósi þeirrar óvissu sem framundan er í rekstrarumhverfinu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Bæjarstjórn og forstöðumenn hafa nú þegar hist á vinnustofu og munu hittast aftur eftir mánaðamótin. Á vinnustofunum er farið yfir mikilvægi markmiðssetningar í fjárhagsáætl- unargerðinni ásamt því að fjalla um verklag og forgangsröðun. Allir forstöðumenn vinna þessa dagana að tillögum sínum til bæjarráðs, um rekstur stofnana þeirra á næsta ári. „Ljóst er að fjölmargar áskoranir blasa við okkur á næsta ári, því ljóst er nú þegar að gera má ráð fyrir umtalsverðum tekjusamdrætti. Þar kemur ýmislegt til, framlög Jöfnunarsjóðs munu skerðast og gera má ráð fyrir að útsvar- stekjur muni einnig dragast saman. Það lítur því út fyrir að erfitt verði að ná endum saman í rekstrinum á næsta ári að óbreyttu. Bæjar- stjórn og stjórnendur sveitarfélagsins eru ein- huga um að standa vörð um grunnþjónustuna en gæta jafna ítrustu ráðdeildar og sparnaðar svo reksturinn verði eins hagkvæmur og mögu- legt er,“ segir bæjarstjórinn að endingu í pistli á vef sveitarfélagsins. Lögaðilar í ferðaþjónustu frá greiðslufrest Fjármál og rekstur sveitarfélagsins í ljósi COVID-19 var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs þar sem minnisblað bæjar- stjóra og tillaga um framlengingu greiðslu- frests fasteignagjalda fyrir lögaðila í ferða- þjónustu var til umræðu. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að framlengja gjaldfrest fasteigna- gjalda lögaðila í ferðaþjónustu í sveitar- félaginu til 15. nóvember 2020. Sýningin komin til ára sinna og undirstöður orðnar ryðgaðar Eiríkur P. Jörundsson, safnstjóri Byggðasafnsins, skýrði frá vinnu sem nú stendur yfir vegna flutnings á sýningu á bátaflota Gríms Karls- sonar úr svonefndum Bátasal upp á miðloftið í Bryggjuhúsinu á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Ástæðan er tvíþætt; núverandi sýning er komin til ára sinna og þá hefur komið í ljós að undirstöður undir glerskápum eru víða orðnar ryðgaðar og gætu skapað hættu. Verkefnið er jafnframt hluti af hug- myndavinnu sem nú stendur yfir varðandi endurskipulagningu Duus safnahúsa. Slökkviminjasafnið yfirtekið og Rammi verði tekinn af söluskrá Menningar- og atvinnuráð Reykja- nesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að Slökkviminjasafnið á Fitjum verði yfirtekið og í framhaldi verði kortlögð sýning um varnar- liðið til framtíðar. Fjölmargar áskoranir blasa við og erfitt að ná endum saman Bátasafn Gríms Karlssonar í Duus safnahúsum. JÖFNUNARSTYRKUR TIL NÁMS Umsóknarfrestur á haustönn 2020 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði náms- manna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms og greiða leigu). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2020. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á Mitt LÁN sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur. is eða island.is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.menntasjodur.is). Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.