Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 92

Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 92
Nýjasti skóli Reykjanesbæjar, Stapaskóli í Dalshverfi í Innri-Njarðvík, er að hefja starfsemi og tók á móti fyrstu nemendum sl. þriðjudag. Kennarar mættu til starfa viku fyrr og hafa undirbúið móttöku um 330 nemenda. „Það er horft til framtíðar í nýjum skóla. Það er alveg óhætt að segja það. Undirbúningur hófst í byrjun árs 2016 þannig að þetta er stór stund fyrir okkur þegar fyrstu nemendur koma til starfa,“ segja Gróa Axelsdóttir, skóla- stjóri, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Sérstakur undirbúningshópur var skipaður til að ákveða hvernig staðið yrði að nýjum skóla. Niðurstaða hans kom í skýrslu í júní árið 2016 og var sú að byggður yrði heilstæður skóli sem yrði allt í senn, leik- og grunn- skóli, frístunda- og tónlistarskóli, bókasafn, menningar- og félagsmið- stöð hverfisins. Með tímanum verður svo íþróttahús og sundlaug byggð við skólann. Að undangengnu útboði var ákveðið að taka tilboði Arkís arki- tekta í verkið. Horft til framtíðar „Þetta er í fyrsta sinn sem bygging skóla er undirbúinn eftir þeim hætti að farið var eftir sérstöku ferli sem kallað er frá hinu almenna til hins sérstaða. Fjölskipaður hópur hags- munaaðila, kennara, nemenda, for- eldra og stjórnenda unnu fyrst hug- myndavinnuna áður en ráðist var í hönnun skólans. Hönnunin byggist á áherslum þess hóps. Niðurstaðan var að vera með heildstæðan skóla frá átján mánaða upp í fimmtán ára og reynt að brúa bil milli leikskóla og grunnskóla. Skólinn er í þremur áföngum og nú er er verið að opna þann fyrsta sem er um sjö þúsund fermetrar en heildarflatarmálið verður um tíu þúsund,“ segir Helgi. Upphaflega átti að opna skólann haustið 2019 en það frestaðist um eitt ár þegar útboð var kært. Fram- kvæmdir hófust fyrir um tveimur árum og hafa staðið yfir með þeim árangri að fyrsti áfangi er tekinn í notkun nú í upphafi skólastarfs. „Skólinn á að bera þess merki að horft sé til framtíðar um leið og kröfum samtímans er mætt. Megin- einkenni skólans verður sveigjan- leiki, í kennsluháttum, í nýtingu rýmis, í skipulagi vinnudags og skilum á milli aldursstiga,“ sagði á heimasíðu Reykjanesbæjar eftir að undirbúningshópurinn hafi lokið vinnu sinni. Ekki hefðbundin skólaborð eða tússtöflur Gróa er afar ánægð með nýjan Stapa- skóla en starfsemi hans hófst í bráða- birgðahúsnæði haustið 2018 sem útibú frá Akurskóla. Gróa var ráðin skólastjóri á síðasta ári og hefur stýrt skólanum síðan. Hún segir að kennsla og þjónusta við nemendur verði framúrstefnuleg. „Við byggjum allt á teymiskennslu, hjá kennurum, starfsfólki og nem- endum. Öll húsgögn eru til dæmis keypt inn þannig að allir eiga að geta fundið sér vinnuumhverfi við hæfi. Vinnuumhverfið er fjölbreytt. Þetta er ekki hefðbundin lokuð skólastofa og öll þjónusta við nemendur fer fram á þeirra stað. Þeir þurfa ekki að fara neitt annað. Tveir árgangar eru í sama rými sem við köllum tvenndir sem eru opnar með litlum hópaher- bergjum og hring í miðjunni sem stúkar rýmið aðeins af. Umhverfið er fjölbreytt eins og húsgögnin og að- staðan í rýminu,“ segir Gróa. Þá er stafræn tækni tekin alla leið í Stapaskóla. „Já, við nýtum okkur tæknina alla leið. Hjá 8.–10. bekkjum Úr bókasafninu verður hægt að horfa inn í íþróttahúsið þannig að það ætti að hljóma vel fyrir foreldra íþróttabarna sem geta beðið þar og einnig fylgst með ... er skóli margbreytileikans og tækninnar Yfir 300 börn frá átján mánaða til fimmtán ára eru að hefja nám í glæsilegasta skóla landsins í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. Nemendur í 1. bekk mæta til skólasetningar á þriðjudaginn. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, og Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, líta með björtum augum til framtíðar með nýjum og fullkomnum Stapaskóla. 28 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár STAPASKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.