Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 62

Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 62
Frostaveturinn mikli Þegar ég er spurður að því hvar ég eigi rætur þá svara ég ávallt með stolti að þær liggi til Suðurnesja, enda hef ég alltaf verið hreykinn af því að geta sagt að ég sé Suðurnesjamaður. Hér suður með sjó hefur mér liðið vel og viljað skapa tækifæri til framtíðar þar sem Suður- nesin hafa upp á svo margt að bjóða. Við íbúar Suðurnesja erum almennt bjartsýnir að eðlisfari, enda höfum við tekist á við ýmsar áskoranir í atvinnumálum síðustu árin og alltaf staðið uppréttir eftir þær raunir. En nú slær við nýjan tón. Covid-19 hefur leikið okkur grátt og benda allar spár í þá átt að veturinn framundan verði mjög þungur. Atvinnuleysi á Suður- nesjum er nú í hæstu hæðum og ef fram heldur sem horfir stefnir í að atvinnuleysi hér verði um og yfir 25% er líða tekur á haustið. Þó svo að atvinnuleysi hafi vissu- lega leikið okkur hér á Suður- nesjum grátt í gegnum tíðina, þá eru þetta tölur af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð áður. Staðan er því vissulega svört en vonandi aðeins til skamms tíma. Því miður er ekki hægt að leggja mat á það hvenær bjartari tíma er að vænta en það fer eftir ýmsu og þar spilar mest hvernig alþjóða- samfélaginu mun ganga að hefta útbreiðslu veirunnar. Að missa atvinnu er hverjum einstaklingi mjög þungbært og þær afleiðingar sem fylgja at- vinnumissi snerta margar hliðar daglegs lífs. Fjárhagur fer úr skorðum, rútína daglegs lífs riðlast og í mörgum tilvikum minnka félagsleg samskipti, sem allt hefur neikvæði áhrif á ein- staklinga og fjölskyldur þeirra. Sú tekjuskerðing sem fylgir at- vinnuleysi hefur einnig áhrif á tómstundaiðkun barna til langs tíma þar sem hún kostar fjár- muni og þegar fram líður magnast þessi vandi. Nýlegt dæmi frá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykja- nesbæ sýnir okkur að fjölskyldur í Reykjanesbæ eru nú þegar komnar í mikinn fjárhagsvanda. Samkvæmt Fjölskylduhjálp þáðu í heildina um 5.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu (þ.m.t á Suðurnesjum) mataraðstoð á tímabilinu 15. apríl til 1. júlí og af þeim voru 1.554 á Suðurnesjum eða rúmlega 30%. Þessar tölur eru sláandi og eiga að öllum lík- indum aðeins eftir að hækka er líður á veturinn. Áskorunin framundan er því stór og þurfa ráðamenn að leggjast á árarnar með okkur og aðstoða samfélagið hér við að komast í gegnum þá erfiðleika sem það stendur nú frammi fyrir. Hér á Suðurnesjum þarf að skapa störf og styrkja innviði ásamt því að leggja grunn að fjölbreyttara atvinnulífi. Því þurfa stjórnvöld nú að koma til móts við þennan hóp og aðstoða okkur við að komast í gegnum þann frosta- vetur sem framundan er. Arnar Páll Guðmundsson, formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ. Veðurguðirnir hafa verið í góðu skapi síðustu daga og kylfingar hafa nýtt sér það til hins ýtrasta. Hér má sjá tvo á sjöunda teig á Húsatóftavelli í Grindavík síðasta mánudag. Sigurður Garðarsson, fyrrverandi formaður Golfklúbbs Suðurnesja, horfir á eftir boltanum. VF­mynd: pket 62 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.