Fréttablaðið - 22.12.2020, Page 18

Fréttablaðið - 22.12.2020, Page 18
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is En fólk sem missti allar eigur sínar, óttaðist um ástvini sína og rauk út fáklætt í myrkri og kulda með börnin sín, jafnvel haldandi að það væri að upplifa sína hinstu stund, jafnar sig ekki á einni nóttu. Það er bjart fram undan og við eigum að vera stolt yfir því sem hefur áunn- ist. Rétt fyrir jól í miðjum heimsfaraldri erum við enn og aftur minnt á að við megum okkar lítils þegar kemur að náttúruöfl-unum.Fullyrða má að hugur landsmanna hafi frá því í síðustu viku verið hjá Seyðfirðing- um þar sem stórar aurskriður hafa fallið, hrifsað með sér mannvirki og skilið eftir sár í blómlegri og fallegri byggð. Í fyrsta sinn frá árinu 1973, þegar Heimaey var rýmd í Vestmannaeyjagosinu, reyndist nauðsynlegt að rýma heilt bæjarfélag. Íbúum var gert að halda til Egilsstaða þar sem tekið var á móti þeim í fjöldahjálparmiðstöð. Ljóst er að eyðileggingin er gríðarleg og ein sú almesta sem orðið hefur á menningarminjum hér á landi. Enda nokkur þeirra húsa sem urðu aurnum að bráð yfir aldargömul auk þess sem húsnæði Tækni- minjasafnsins er gjörónýtt og fyrirséð að einstök verð- mæti sem safnið hýsti hafi skemmst. Það er mikil mildi að ekki hafi orðið manntjón í þessum miklu hörmungum og heyra má á bæði sjónarvottum og sérfræðingum að í raun sé það eins konar kraftaverk. Hús sem voru utan rýmingarsvæðis urðu fyrir f lóðinu og fólk sem taldi sig á öruggum stað bjargaðist naumlega. Ársins 2020 verður minnst sem árs heimsfaraldurs COVID-19 en ekki var langt liðið á árið þegar snjóflóð féllu á Flateyri, þar sem höfnin varð undir því fyrra en hús í efri byggð því seinna. Ungri stúlku var giftusam- lega bjargað og í helgarblaði Fréttablaðsins, daginn eftir að stór skriða féll á Seyðisfjörð, birtist viðtal við móður stúlkunnar. Móðirin, Anna Sigríður Sigurðardóttir, hélt ró sinni á magnaðan hátt á meðan dóttur hennar var leitað á heimili þeirra sem varð undir f lóðinu. Í téðu viðtali sagði hún frá því hvernig bakslagið eftir áfallið hafi komið seinna og þá af fullum þunga. Hún missti starfsþrek og hefur undir lok árs ekki enn snúið til fullra starfa. Íbúar Seyðisfjarðar sem margir hverjir náðu ekki að taka neitt með sér þegar bærinn var rýmdur, segjast aldrei munu gleyma móttökunum sem þeir fengu á Egilsstöðum. Íbúar og fyrirtæki í Fljótsdalshéraði og víðar buðu fram aðstoð sína og allir lögðust á eitt við að hjálpa nágrönnum sínum. Íslendingar mega eiga það að þegar virkilega gefur á bátinn rísa þeir upp og standa saman og hefur söfnun Rauða krossins sem sett var af stað til handa Seyðfirðingum nú þegar náð yfir þrjár milljónir. En fólk sem missti allar eigur sínar, óttaðist um ástvini sína og rauk út fáklætt í myrkri og kulda með börnin sín, jafnvel haldandi að það væri að upplifa sína hinstu stund, jafnar sig ekki á einni nóttu. Höfum í huga að slíkt áfall getur haft langvarandi áhrif og jafnvel komið fram löngu síðar. Seyðfirðingar eru margir hverjir enn ekki komnir heim. Sumir munu ekki fá að fara heim fyrir jól og enn aðrir vilja það ekki, treysta ekki lengur heimili sínu og heimabænum. Þau fara kannski aldrei aftur heim. Hugur okkar er hjá ykkur. Ráðríku náttúruöflin Hrist en ekki hrært Það er að renna upp fyrir ráðamönnum að líklega þurfti einhverjar kanónur til að hrista nóg bóluefni úr erlendu risunum. Líkt og jólasveinn með tóman skó á slopp og inniskóm í Hagkaup í nótt voru menn full- seinir að koma öllu í verk. Ísland á öf lugt fólk sem hægt er að kalla til á ögurstundu, eins konar Hvolpasveit eða Avengers. Kári Stefánsson, Guðni Th., Vigdís Finnboga og Ólafur Ragnar hringja í alla áhrifamenn sem eru á annað borð með síma. Haf þór Júlíus heimsækir hina sömu og segir ekkert. Ef þarf að smyrja einhvern öxul þá er hægt að ræða við menn um að beita „töfrum“ sínum í skiptum fyrir smá „hagræðingu“ hjá ríkinu. Sænska leiðin Samfylkingin hefur tekið í notkun „sænsku leiðina“ við uppstillingu á lista, þá fá f lokksmenn að senda „ráð- gefandi atkvæði“ til uppstill- ingarnefndar sem velur hver er sænskastur. Atkvæðin verða ekki gerð opinber. Má bera þetta saman við önnur úrræði f lokka. Píratar mata öll gögn um sitt fólk inn í tölvu sem spýtir út listum. Sjálfstæðismenn halda sig við gamlar hefðir, mæta með peninga og raðað er á lista eftir hæð staf lans. Svo er Framsóknarleiðin, þar eru Lilja og Sigurður Ingi efst. Aðrir eru valdir af handahófi eftir minni. Hafðu samband í síma 568 8000 eða pantaðu gjafakort á borgarleikhus.is Gefðu kæró drama um jólin Menntaárið 2020 fer í sögubækurnar. Ekki aðeins vegna óvenjulegra aðstæðna, heldur miklu frekar vegna viðbragðanna og þess ótrúlega árangurs sem skólasamfélagið náði í samein- ingu. Nemendur sýndu elju, kennarar fagmennsku og skólastjórnendur úthald ásamt öðrum sem starfa í menntakerfinu. Fjölskyldur þeirra allra stóðu á hliðarlínunni og hvöttu sitt fólk áfram, í baráttunni við sterkan andstæðing. Auðvitað markaðist skólastarf af aðstæðunum. Grunnskólabörn hafa mætt í skólann frá upphafi faraldurs og námsárangur framhaldsskólanema er í mörgum tilvikum betri en á hefðbundnu skólaári. Þá lítur það einnig út fyrir að brotthvarf sé minna en vanalega. Ekki verður þó litið fram hjá þeirri stað- reynd að unga fólkið hefur ekki fengið félagsþörfinni fullnægt og þannig farið á mis við mikilvægan þátt á sínum mótunarárum. Við það verður að una í bili, en með samstöðu þjóðarinnar allrar getum við sigrast á aðstæðunum á nýju ári og tryggt aukið félagslíf fyrir okkur öll. Frá því heimsfaraldurinn tók skólastarf í gíslingu hafa kennarar og skólastjórnendur hugsað í lausnum. Lagað kennsluefni og -aðferðir að nýjum veruleika og láta ekkert stöðva sig á menntaveginum. Þetta sást greinilega um liðna helgi, þegar útskriftir fóru fram í fjölmörgum skólum. Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum hélt rafræna útskrift, Kvennaskólinn í Reykjavík bauð útskriftarnemum til sín og streymdi útskriftarathöfninni til aðstandenda, á meðan Tækniskólinn færði útskriftarnemum sín prófskír- teini heim að dyrum – þaðan sem nemendur tóku spariklæddir þátt í rafrænni athöfn. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum þar sem hugsað er í lausnum en ekki vandamálum. Slíkan þankagang þakka ég af heilum hug. Vetrarsólstöður voru í gær. Þá hætti sól að lækka á lofti og nú tekur hún að hækka á ný. Það er táknrænt fyrir tímamótin sem við erum að upplifa. Það er bjart fram undan og við eigum að vera stolt yfir því sem hefur áunnist. Sól hækkar á lofti Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.