Fréttablaðið - 22.12.2020, Side 19
Félagsbústaðir eru með 2.923 íbúðir, en þegar félagið var stofnað 1997 voru þær 828.
Gríðarlega stórt félag. En stórt félags-
legt kerfi er ekki endilega mæli-
kvarði á gott ástand. Þvert á móti
er það einkenni þess að vandinn
fari vaxandi. Betri mælikvarði er
að horfa á hversu margir komast
út úr kerfinu. Þar eru tölurnar ekki
uppörvandi. Aðeins 1% komast út
úr kerfinu á ári. Langflestir þeirra
sem þurfa á félagslegum stuðningi
að halda vilja komast í betri stöðu.
Eiga eigin íbúð. Vera öruggari með
sitt. Þess vegna viljum við gera fólki
kleift að eignast húsnæðið sem það
leigir nú. Halda í heimilið en öðlast
frelsi.
Þeir sem leigja hjá Félagsbústöð-
um þurfa að vera undir ákveðnum
tekjuviðmiðum. Eru með öðrum
orðum í ákveðinni fátæktargildru.
Er refsað fyrir að auka tekjur sínar.
Með því að kaupa eignina eru
slíkar skerðingar ekki lengur yfirvof-
andi. Íbúðalánasjóður kannaði hug
leigjenda og kom í ljós að 80% þeirra
vilja eignast íbúð. Þetta er skýr vilji
fólksins. Við eigum að koma til móts
við þennan vilja fólksins og við
leggjum til að 100 íbúðir verði seld
til leigjendanna árlega og þeir fái
eiginfjárlán í því skyni. Með þessu
vinnst margt. Leigjendur verða eig-
endur. Tekjuskerðing hverfur. Borgin
minnkar skuldir sínar og íbúar sjá
sjálfir um eignir sínar.
Leigjendur verði eigendur
Eyþór Arnalds
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins
í Reykjavík
Þó svo við legðum okkur fram, þá yrði eflaust erfitt að gleyma árinu sem nú er að líða – hinu
leiðinlega en lærdómsríka ári 2020.
Árinu sem við mættum í nátt-
buxum á fundi, lærðum mikilvægi
þess að „mjúta sig“ og ferðuðumst
innanhúss. Árið sem við lærðum að
meta allt sem okkur þótti áður sjálf-
sagt; hvort sem það eru samveru-
stundir með vinum og ættingjum,
gönguferðir um grænu svæðin allt
í kringum okkur eða bara að að
þreifa á avókadóum í Bónus.
Þetta var líka árið sem við sáum
hvernig framtíðin gæti litið út.
Hvernig fjarfundir og tæknin munu
gera okkur kleift að gjörbreyta
vinnustöðum, stuðla að sveigjan-
legri vinnutíma og draga úr bíla- og
f lugumferð. Framtíðarsýn okkar
Pírata um aukið gagnsæi í Kópa-
vogi rættist einnig á árinu. Bæjarráð
samþykkti þannig tillögur okkar
um að birta ýmsar gagnlegar upp-
lýsingar á vef bæjarins; eins og um
laun og aðrar greiðslur til bæjar-
fulltrúa, margvísleg fylgigögn með
fundargerðum og þá eru reglur um
hagsmunaskráningu kjörinna full-
trúa á næsta leiti. Allt mun þetta
stuðla að auknu aðhaldi og auknu
trausti, sem svo styrkir lýðræðið í
bænum.
Talandi um lýðræði. Í ár jukum
við jafnframt aðkomu íbúa að
skipulagsmálum í Kópavogi, eftir
tillögu frá okkur í minnihlutanum.
Í fyrsta sinn var framkvæmd könn-
un meðal íbúa til að meta ánægju
þeirra með skipulag Glaðheima-
hverfisins. Þátttaka var góð, margar
gagnlegar ábendingar komu fram,
sem tekið var tillit til við skipulag
næsta hluta hverfisins. Reynslan
mun svo leiða til enn betri hverfa í
framtíðinni, sem taka tillit til óska
og þarfa þeirra sem þar munu búa
og starfa.
Á árinu þurftum við einnig að
bregðast við miður skemmtilegri
þróun, sem segja má að snerti líka
framtíðina. Í kjölfar f jölgunar
of beldisbrota meðal ungmenna og
myndbandsupptaka af ódæðunum
lögðum við Píratar til að Kópavogs-
bær hæfi átak í málaf lokknum.
Bæjarráð samþykkti að hefja sam-
ræður við önnur sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu um samstíga
aðgerðir vegna of beldisins, og í
nýrri framkvæmdaráætlun í barna-
verndarmálum er áætlað að stofna
ofbeldisteymi barnaverndar í Kópa-
vogi. Tilkynningum um líkamlegt
of beldi verður þannig veitt sérstök
athygli árið 2021 og stuðningur við
börn sem hafa upplifað það verður
stóraukinn.
Eftir langvarandi myrkur er
nefnilega tvenns konar birta fram
undan: Hátíð ljóssins með hækk-
andi sól og svo hið langþráða ljós
við enda COVID-ganganna. Ég vona
að þetta erfiða og lítilfjörlega ár
reynist okkur lærdómsríkt, að það
hafi varpað ljósi á það sem skiptir
okkur raunverulega máli og hvernig
við getum nýtt þá vitneskju til að
byggja enn betri bæ. Ég óska þér og
þínum gleðilegrar hátíðar og þakka
ykkur fyrir seigluna á árinu sem nú
er loksins að líða.
Tvenns konar birta í bráð
Sigurbjörg Erla
Egilsdóttir
bæjarfull-
trúi Pír ata í
Kópavogi
Þriðjungur af losun gróður-húsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda
árið 2018 var frá vegasamgöngum
og er því stærsti einstaki losunar-
flokkurinn. Góður árangur í orku-
skiptum í vegasamgöngum er því
lykilatriði til að við stöndumst þær
alþjóðlegu skuldbindingar sem við
höfum undir gengist. Ávinningur
orkuskiptanna einskorðast þó
ekki við loftslagsmálin. Á ársfundi
Samorku í september kom fram að
miðað við að við uppfyllum mark-
mið stjórnvalda um 40% samdrátt
í losun gróðurhúsalofttegunda
fyrir árið 2030 fela þau einnig í
sér gjaldeyrissparnað upp á 20-30
milljarða. Óhætt er að fullyrða að
ný og metnaðarfyllri markmið sem
nú hafa verið kynnt auka þennan
sparnað umtalsvert. Enn fremur
er sparnaður heimilis við að aka á
rafmagni í stað bensíns um 400.000
krónur á ári sé tekið mið af kostn-
aði vegna orkunotkunar og við-
halds. Orkuskiptin hafa í för með
sér minni staðbundna mengun frá
útblæstri og minni losun sótagna,
sem eru hættuleg umhverfinu og
heilsu manna og dýra, auk þess sem
neysludrifið kolefnisspor minnkar.
En hvað er neysludrifið kolefnis-
spor einstaklinga og af hverju skipt-
ir máli að minnka það?
Til að útskýra málið frekar má
taka sem dæmi brauðrist. Raforku-
notkunin við að rista sér brauð, sem
og förgun umbúða og brauðristar-
innar sjálfrar í lok líftíma hennar,
er það sem telur í kolefnisfótspori
hennar ef við teljum á samsvarandi
hátt og gert er í loftslagsbókhaldi
Íslands. Sem sagt, eingöngu það
kolefnisfótspor sem hún veldur
innan landamæra Íslands. Neyslu-
drifið kolefnisfótspor er hins vegar
heildarfótsporið; frá öflun hráefna
og framleiðslu brauðristarinnar,
hvar sem hún á sér stað í heiminum,
auk f lutninga hennar til landsins
sem og notkun hennar hérlendis.
Því er neysludrifna kolefnissporið
oft á tíðum töluvert hærra en þegar
aðeins er talið það sem gerist innan
landamæranna.
Komið hefur fram að neysludrifið
kolefnisspor meðal Íslendings er
hátt, en hver einstaklingur er valdur
að losun á rúmlega 10 tonnum af
gróðurhúsalofttegundum árlega.
Meirihluta þessarar losunar frá
íslenskum heimilum má rekja til
innfluttrar neysluvöru og spila inn-
kaup og bruni jarðefnaeldsneytis
þar stórt hlutverk. Orkuskiptin,
ásamt breyttum ferðavenjum, eru
tækifæri til að minnka neysludrifið
kolefnisspor Íslendinga um allt að
þriðjung og verða með því lægsta
sem gerist í iðnríkjum. Það er vegna
þess að umhverfisáhrif þeirrar orku
sem nýtt er til að knýja ökutæki
minnka verulega þegar framleiðsla
orkunnar er með endurnýjan-
legum hætti eins og á Íslandi. Með
orkuskiptunum er því komið í veg
fyrir mengun vegna framleiðslu
jarðefnaeldsneytis erlendis sem og
útblásturs við bruna þess í ökutækj-
um hérlendis. Þá er vert að draga
það fram, að rannsóknir hafa leitt
í ljós að notkun raf bíla hérlendis
dregur verulega úr losun gróður-
húsalofttegunda samanborið við
notkun bensín- og dísilbíla vegna
innlendu grænu orkunnar okkar,
þrátt fyrir að framleiðsla ökutækj-
anna sé tekin með inn í jöfnuna.
Loftslagsbreytingar eru hnatt-
rænn vandi og því skiptir máli að
allir kappkosti við að leggja sitt af
mörkum og draga úr losun gróður-
húsalofttegunda, hvar sem sú losun
á sér stað.
Orkuskiptin minnka
kolefnisspor Íslendinga
Gyða Mjöll
Ingólfsdóttir
umhverfisverk-
fræðingur hjá
Samorku Ávinningur orkuskiptanna
einskorðast þó ekki við
loftslagsmálin.
DORMA HOME sængurföt
Sængurfötin frá Dorma Home eru ofin úr 300 gsm bómullarþræði sem
gefur frábæra endingu, viðkomu og mýkt. Þau eru með OEKO-TEX®
vottun um að þau séu framleidd án allra skaðlegra efna. Sængurfötin
koma í nokkrum mismunandi mynstrum/litum og fást í 3 stærðum.
SMÁRATORG HOLTAGARÐAR
AKUREYRI ÍSAFJÖRÐUR
Heima er best
>> Jólin 2020 <<
Gerðu góð kaup i verslunum okkar eða
á dorma.is og við sendum allar vörur frítt
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Fullt verð
140 x 200 cm: 9.990 kr.
Aðeins: 7.992 kr.
Fullt verð
140 x 220 cm: 11.990 kr.
Aðeins:9.592 kr.
Fullt verð
200 x 200 cm: 16.990 kr.
Aðeins: 13.592 kr.
20%
AFSLÁTTUR
HÁTÍÐAR
DORMA HOME sængurföt
Frábær Simba dúnsæng með Outlast® efni á annarri hlið inni.
Outlast® efnið veitir einstaka hitajöfnun. Þegar líkaminn hitnar undir
sænginni dregur efnið í sig um framhitann og viðheldur þannig
jöfnum hita undir sænginni. 90% andadúnn og 10% smáfiður. Stærð:
135x200 cm. Outlast® efni á annarri hliðinni
en hin úr bómull
Fullt verð: 29.900 kr.
SIMBA HYBRID®
dúnsæng með Outlast®
Aðeins 23.920 kr.
20%
AFSLÁTTUR
HÁTÍÐAR
Frábært úrval af dún-
vörum í hæsta gæðaflokki
frá Quilts of Danmark og
fleiri framleiðendum á
20% hátíðarafslætti
20%
AFSLÁTTUR
HÁTÍÐAR
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0