Fréttablaðið - 22.12.2020, Síða 45
ÞARNA ER FJALLAÐ
UM HÁTT Á ANNAÐ
ÞÚSUND DÝRATEGUNDIR OG
SKIPAN ÞEIRRA Í ÆTTIR OG
ÆTTBÁLKA OG SVO FRAMVEGIS.
Weber Pulse
Rafmagnsgrill
Weber salurinn
Skútuvogi 1h
(inng. frá Barkarvogi)
Sími: 58 58 900
BÆKUR
Hilduleikur
Hlín Agnarsdóttir
Útgefandi: Ormstunga
Blaðsíðufjöldi: 225
Aðalhugmyndin í nýrri
bók Hlínar Agnarsdótt
ur, Hilduleik, minnir á
eftirminnilega stiklu
Fóstbræðra frá síðustu
aldamótum þar sem
framtíð Afa er ákveðin
á afar kaldlyndan hátt, svo ekki sé
meira sagt.
Í þeirri framtíðarsýn sem birtist
í Hilduleik hefur þjóðin elst og upp
hefur komið vandi er lýtur að mál
efnum eldri borgara. Íslensk stjórn
völd hafa boðið út málaflokkinn og
er vandinn þannig einkavæddur.
Það er fyrirtækið Futura Eterna sem
hefur tekið að sér að leysa þetta mál
og svo virðist sem samfélagið setji
ekki frekari spurningarmerki við
hvernig það er gert. Undir fyrirtæk
inu eru síðan margar deildir sem sjá
um þau verkefni sem fylgja ellinni
og dauðanum; húsnæði fyrir eldri
borgara, jarðarfarir, greftrun, erfða
mál og jafnvel minningar fólks.
Boðskapur skáldsögunnar fer
ekki fram hjá lesendum, og er
hnippt allrækilega í okkur um
stöðu eldra fólks, aldursskeið sem í
heimi Hilduleiks hefur fengið heitið
„aflifunaraldurinn“.
Dystópían sem birtist í bók Hlín
ar er fjölskrúðug og við lesendur
fáum ekki endilega skýringar á því
sem stingur í stúf við það sem við
eigum að venjast. Sagan minnir að
sumu leyti á hressilega spennusögu,
þar sem margt er á
huldu varðandi starf
semi Futura Eterna. En
það er aðalpersónan
Hild a sem heldu r
uppi sögunni. Hilda er
eldri kona sem hefur
átt ævintýraríkt líf og
nýtur nú efri áranna
með aðstoð ljóðskálds
ins og húshjálparinnar
Braga, en það er einmitt
Bragi sem leiðir okkur í
gegnum söguna. Þau
passa illa inn í veruleik
ann sem þau lifa við, en
mótstaða þeirra við ríkjandi ástand
er smávægileg og lítt trúverðug ef
lesendur setja sig í spor þeirra.
Hilda er vel undirbyggð sem
persóna, og á það við um allt per
sónugalleríið. Andstæðurnar í
karakter hennar og Jóhönnu, hinni
pottþéttu tengdadóttur, eru sterkar
og áhrifamiklar. Jóhanna stendur
fyrir hraða og afköstum ofar öllu, í
heimi sem metur dugnað fram yfir
góðmennsku. Persónurnar birtast
ljóslifandi eins og á leiksviði og
það er í raun margt í Hilduleik sem
væri gaman að sjá í sviðsetningu.
Leikmyndin í íbúð Hildu, klæðn
aður margra aukapersónanna og
aðrar skrautlegar lýsingar myndu
njóta sín í leikverki en koma ekki
söguþræðinum beinlínis við þó að
þessi smáatriði bæti við umgjörð og
andrúmsloft sögunnar. Hlín tekst
þó afar vel að minna okkur á hvað
betur mætti fara í áherslum okkar
í samfélaginu sem við tilheyrum í
dag. Guðrún Baldvinsdóttir
NIÐURSTAÐA: Áhugaverð fram-
tíðarsaga sem ætti mögulega
frekar heima á leiksviði.
Hvað á að gera við Afa?
Dýraríkið eftir Örnólf Thorlacius er yfirgripsmikið verk um dýrafræði í tveimur bindum, prýtt fjölda mynda. Verkið er
í senn fræðslurit og uppf lettirit
um undirstöður dýrafræðinnar,
f lokkun og einkenni dýra af öllum
stærðum og gerðum.
Örnólfur Thorlacius lærði líffræði,
efna fræði og dýra fræði í Há skól an
um í Lundi í Svíþjóð. Hann skrifaði
og þýddi bækur og sá lengi um sjón
varpsþátt inn Nýj asta tækni og vís
indi sem var í mörg ár á dag skrá
RÚV. Hann sinnti kennslu og var
rektor í Menntaskólanum í Hamra
hlíð. Örnólfur lést í byrjun árs 2017,
85 ára gamall. Textinn að megin
máli Dýraríkisins var þá tilbúinn.
Sonur Örnólfs, Lárus Thorlacius
eðlisfræðingur, og tveir sonarsynir,
Árni Thorlacius lífefnafræðingur
og Magnús Thorlacius líffræðingur,
gengu síðan frá verkinu til útgáfu.
Mikið efni á löngum tíma
„Okkar verkefni var annars vegar
að fara vandlega yfir handritið og
huga að samræmi í framsetningu og
hins vegar að velja myndir og skrifa
myndatexta,“ segir Lárus. „Af því að
dýrafræðin er lifandi fag þurftum
við líka að uppfæra ýmsar tölu
legar upplýsingar, sem pabbi hefði
annars gert, eins og fjölda þekktra
dýrategunda innan mismunandi
flokka og fylkinga. Sjálf f lokkunar
fræði dýraríkisins hefur líka verið
að breytast mjög mikið á síðustu
árum vegna nýrrar þekkingar úr
sameindalíffræði. Við fórum yfir
textann með þetta í huga og það
kallaði á breytingar hér og þar. Við
gerðum líka ítarlega atriðisorðaskrá
þar sem hægt er að fletta upp bæði
latneskum og íslenskum heitum
dýranna.“
Lárus segir að faðir hans hafi
unnið lengi að verkinu. „Upphaf
lega áttu þessi skrif hans að verða
hluti af alfræðibókaútgáfu Menn
ingarsjóðs, en það breyttist og á
endanum ákvað pabbi að skrifa
dýrafræðibók. Þegar ég var krakki
vann hann að henni inni á milli
annarra verka og hélt því áfram
eftir að ég f lutti að heiman. Hann
safnaði saman miklu efni á löngum
tíma. Eftir að hann hætti að kenna
og fór á eftirlaun þá byrjaði hann
aftur frá grunni að skrifa og úr því
varð þessi bók sem nú er komin út.“
Árni Thorlacius, barnabarn
Örnólfs, segir: „Bókin er í sextán
köf lum. Hún byrjar á fræðilegum
inngangi þar sem dýrafræðin er
skilgreind. Eftir þennan almenna
inngang er skipulega farið í gegnum
dýraríkið, allt frá frumdýrum til
stærstu spendýra. Þarna er fjallað
um hátt á annað þúsund dýra
tegundir og skipan þeirra í ættir
og ættbálka og svo framvegis. Við
erum afskaplega glaðir að bókin
skuli vera komin út og ánægðir með
útkomuna. Þetta er mjög fallegt og
veglegt verk.“
Yfirgripsmikið verk um
dýrafræði í tveimur bindum
Dýraríkið eftir Örnólf Thorlacius er veglegt og ríkulega mynd-
skreytt verk. Örnólfur lést árið 2017 og en hafði unnið lengi að
bókinni. Afkomendur hans tóku að sér að ganga frá verkinu.
Árni Thorlacius og Leifur Thorlacius með stórvirki Örnólfs Thorlacius sem nú er komið út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Tónleikar verða sý ndir á Facebooksíðum Salarins og Jazz í Salnum í dag, þriðju
daginn 22. desember, klukkan 20
og milli jóla og nýárs mánudaginn
28. og 29. desember klukkan 20.
Multiverse kvartett trommu
leikarans Scotts McLemore frum
flytur fjórar nýjar tónsmíðar eftir
Scott þriðjudaginn 22. desember.
Auk Scotts skipa k vartettinn
gítarleikararnir Hilmar Jensson
og Andrés Þór og franski bassa
leikarinn Nicolas Moreaux. Hljóm
diskurinn Multiverse kom út árið
2018 og hlaut þrjár tilnefningar
til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Efnið sem kvartettinn f lytur nú
verður hljóðritað fyrir Multiverse
II útgáfu sem er væntanleg á næsta
ári.
Enginn standard spuni er fram
reiddur af munnhörpuleikaranum
Þorleifi Gauki Davíðssyni og pían
istanum Davíð Þór Jónssyni verður
á dagskrá milli jóla og nýárs.
Fjórði viðburðurinn er Fagra ver
öld Sunnu Gunnlaugs. Fyrir átján
árum fékk Sunna Kristjönu Stefáns
dóttur til liðs við sig er þær hljóðrit
uðu diskinn Fagra veröld. Nú dusta
þær rykið af þessum tónsmíðum
Sunnu við texta eftir hana sjálfa,
Tómas Guðmundsson og Sofíu
Thorarensen. Auk þeirra Sunnu og
Kristjönu koma fram kontrabassa
leikarinn Leifur Gunnarsson og
trommuleikarinn Scott McLemore.
Jazz í Salnum streymir að þessu sinni fram
Sunna Gunnlaugsdóttir verður á
tónleikum. MYND/AÐSEND
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31Þ R I Ð J U D A G U R 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0