Feykir - 10.04.2019, Síða 2
Togari Fisk Seafood á
Sauðárkróki, Drangey SK 2,
heldur áfram að fiska vel og var
aflahæstur allra togara landsins
í mars, annan mánuðinn í röð.
Heildaraflinn var 1188,4 tonn
í sjö löndunum en Drangey
var einn þriggja togara sem
fóru yfir eitt þúsund tonnin.
Á Aflafréttum.is kemur fram
að stærsti túrinn hafi verið
fullfermi eða 247 tonn og vekur
athygli hversu stuttur hann var.
Túrinn sá stóð aðeins í um þrjá
og hálfan sólarhring sem gerir um
71 tonn á dag. Ágúst Ómarsson
skipstjóri sagði í samtali við
Aflafréttir að þeir hefðu fengið
beiðni um að koma með fullt
skip því Málmey SK hafði bilað
smávægis. Segir hann mokveiði
hafa verið allan sólarhringinn
þennan stutta túr og þurftu hann
og Bárður Eyþórsson, stýrimaður,
að vera með athyglina í góðu lagi
á meðan á mokveiðinni stóð. Þá á
áhöfnin sinn þátt í velgengninni
því aflinn hefði aldrei náðst
um borð, að mati Ágústs, nema
áhöfnin væri samstillt og vel
vinnandi saman. /PF
Á hinu háa Alþingi ræða þingmenn um hinn svokallaða
orkupakka 3 og reyna að fá úr því skorið hvort hann ætti að
hljóta framgöngu í þinginu eður ei. Eins og oft áður skiptast
menn í fylkingar með eða á móti og flokkadrættir að sjálfsögðu
áberandi. Margt hefur verið sagt
um þennan pakka en áhugi
almennings virðist takmarkaður
enda hvers konar sérfræðingaálit
misvísandi og líklega til þess
gerð að slá pólitísku ryki í augu
okkar sem ekkert skiljum.
Ef maður gúgglar orkupakki 3
koma um það bil 113.000
niðurstöður á aðeins 0,22
sekúndum og að sjálfsögðu efst
spurningin: Hvað er þriðji orkupakkinn? Ég held að það verði
ekki útskýrt í stuttu máli en á vef Stjórnarráðsins er hægt að finna
spurningar og svör þar að lútandi. Kemur m.a. fram að með
tillögu til þingsályktunar er óskað heimildar Alþingis til að
staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, en þó með
lagalegum fyrirvara um endurskoðun á ákvæðum íslensku
reglugerðarinnar áður en komi til álita að reisa grunnvirki sem
gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar
ESB.
Ég veit, þarna sónuðu flestir út.
En á sömu síðu má finna það að niðurstaða flestra sérfræðinga
sem leitað var til er sú að innleiðing ákvæða þriðja orkupakkans í
íslenskan rétt sé í samræmi við stjórnarskrá.
„Innleiðing þriðja orkupakkans leggur engar skyldur á herðar
Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á
því að íslensk stjórnvöld ákveða hvaða innlendi aðili veitir leyfi
fyrir slíkum streng.“
Þrátt fyrir allt mun upptaka þriðja orkupakkans í EES-
samninginn fela í sér afmarkað valdaframsal um atriði sem varða
grunnvirki yfir landamæri (s.s. sæstreng), þar sem Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) eru veittar afmarkaðar valdheimildir gagnvart
EFTA-ríkjunum með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar,
s.s. varðandi úrlausn deilumála og tæknileg málefni. Þetta
takmarkaða framsal til ESA er útfært í samræmi við tveggja stoða
kerfi EES-samningsins, með sambærilegum hætti og ýmis fyrri
mál.
Stungið hefur verið upp á því að leggja málið í dóm þjóðarinnar í
atkvæðagreiðslu. Er ekki verið að djóka með það? Ég er með fólk
í vinnu á Alþingi sem ég ætlast til að sjái um þessi leiðindi fyrir
mig. Kæru þingmenn! Kynnið ykkur málin vel og vandlega og
kjósið í samræmi við samvisku ykkar og velferð þjóðarinnar.
Ég er farinn út í vorið!
Páll Friðriksson
ritstjóri
LEIÐARI
Ég er með fólk í vinnu á Alþingi
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 685 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Það lifnar aldeilis yfir aflafréttunum þessa vikuna
enda blíðskaparveður og vor í lofti og
grásleppubátarnir flykkjast á sjó.
Á Skagaströnd skiluðu 18 bátar 74 tonnum á
land í nýliðinni viku. Tólf skip og bátar lönduðu
tæpum 714 tonnum á Sauðárkróki en þar af var
rækja af norska flutningaskipinu Silver Bergen
rúm 200 tonn. Þrír bátar lönduðu 14 og hálfu
tonni á Hofsósi og einn bátur lagði upp á
Hvammstanga með tæp 23 tonn. Heildaraflinn á
Norðurlandi vestra var 825.113 kíló. /FE
Aflatölur 31. mars – 6. apríl 2019
825 tonnum landað í síðustu viku
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SKAGASTRÖND
Arndís HU 42 Grásleppunet 2.880
Auður HU 94 Grásleppunet 5.477
Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 1.917
Blíðfari HU 52 Handfæri 3.291
Dagrún HU 121 Grásleppunet 2.067
Dísa HU 91 Handfæri 839
Dóra HU 225 Handfæri 8.408
Fengsæll HU 56 Grásleppunet 5.245
Geirfugl GK 66 Landbeitt lína 2.750
Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 2.705
Hjalti HU 313 Grásleppunet 3.906
Húni HU 62 Handfæri 6.161
Jenný HU 40 Handfæri 2.398
Kambur HU 24 Grásleppunet 1.469
Már HU 545 Grásleppunet 3.669
Sæfari HU 212 Grásleppunet 7.393
Sæunn HU 30 Handfæri 2.589
Þorleifur EA 88 Þorskfiskinet 10.865
Alls á Skagaströnd 74.029
SAUÐÁRKRÓKUR
Arnar HU 1 Botnvarpa 458.408
Badda SK 113 Grásleppunet 1.055
Fannar SK 11 Grásleppunet 9.815
Freyja Dís SK 330 Grásleppunet 1.218
Hafey SK 10 Grásleppunet 6.632
Kaldi SK 121 Grásleppunet 5.435
Már SK 90 Grásleppunet 8.222
Onni HU 36 Dragnót 10.041
Óskar SK 13 Grásleppunet 2.727
Silver Bergen NO 999 Rækjuvarpa 202.873
Vinur SK 22 Handfæri 538
Þorleifur EA 88 Þorskfiskinet 6.679
Alls á Sauðárkróki 713.643
HOFSÓS
Geisli SK 66 Handfæri 981
Skáley SK 32 Grásleppunet 9.125
Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 4.491
Alls á Hofsósi 14.597
HVAMMSTANGI
Þorleifur EA 88 Þorskfiskinet 22.844
Alls á Hvammstanga 22.844
Drangey aflahæst togara í mars
Heildaraflinn yfir þúsund tonn
KVH 110 ára
Íbúar stuðla að langlífi félagsins
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
fagnar um þessar mundir 110 ára
afmæli sínu en það var stofnað
29. mars 1909 á Hvammstanga.
Á afmælisdaginn sjálfan voru
tilboð í verslun félagsins í tilefni
dagsins en síðan er meiningin að
vera með fleiri viðburði tengda
þessum tímamótum þegar
fer að vora, að sögn Reimars
Marteinssonar, kaupfélagsstjóra.
„Í dag rekum við matvöru-
verslun, byggingavöruverslun og
búvöruverslun. Ásamt því að eiga
helming í Sláturhúsi SKVH á móti
KS og komum þannig með þeim
að rekstri þess félags,“ segir
Reimar aðspurður um starfsemi
KVH. Hann telur Kaupfélagið
hafa í gegnum tíðina skipað mjög
stóran sess í samfélaginu í
Húnaþingi vestra. „Það skipaði þó
töluvert stærri sess í samfélaginu
hér á árum áður en það gerir í dag.
Ég vona að Kaupfélaginu takist að
vaxa og dafna um ókomin ár í takt
við samfélagið hér í Húnaþingi
Vestra. Mig langar að óska íbúum
Húnaþings Vestra til hamingju
með þetta 110 ára gamla félag sem
þeir eiga. Íbúarnir með sínum
viðskiptum við félagið í gegnum
tíðina, hafa stuðlað að langlífi
félagsins. Vonandi virkar þessi
samvinna vel áfram.“ /PF
Alzheimer samtökin
á Íslandi munu
halda fræðslufund
á Sauðárkróki
miðvikudaginn 17. apríl
kl. 17 í Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra.
Fundurinn er ætlaður
fólki með heilabilun og
aðstandendum þeirra.
Sirrý Sif Sigurlaugar-
dóttir, félagsráðgjafi og
fræðslustjóri Alzheimer-
samtakanna flytur erindi
og svarar spurningum
gesta. Sama dag er
boðið upp á ráðgjöf
fyrir einstaklinga,
pör og fjölskyldur hjá
ráðgjafa samtakanna á
Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki frá klukkan
9 – 15.
Nánari upplýsingar
er hægt að nálgast á
heimasíðu samtakanna,
alzheimeir.is og á
Facebooksíðu en einnig
er hægt að hafa samband
við tengla samtakanna
í Skagafirði, Helgu
Sigurbjörnsdóttur og
Maríu Ásgrímsdóttur eða
beint í samtökin. /PF
Alzheimer samtökin
Fræðslu-
fundur á
Sauðárkróki
2 14/2019