Feykir - 10.04.2019, Blaðsíða 8
Ekki veit ég hvernig henni
Evu Hjörtínu Ólafsdóttur datt
í hug að gefa mér færi á því
að taka við pennanum af sér
í síðasta áskorendapistlinum
hér í Feyki. Veit hún ekki
að ég geymi enn allar
dagbækurnar mínar - og
myndir?
Ég ólst upp að mestu leyti
á Króknum, var í gamla
barnaskólanum og síðan
Gagganum. Vann m.a.
á Bláfelli, Kjörbúðinni á
Skagfirðingabrautinni, Ábæ,
Bakaríinu hjá Óttari og
Gunnu, á Hótel Mælifelli
(Barnum), á Skildi og í
Skaffó. Er fædd eðalárið
1969 sem þýðir að það
verða einhver partýin þetta
árið þar sem ég og margir
af mínum vinum fögnum því
að ná þeim merka aldri, að
verða fimmtug.
Þegar ég fór að velta fyrir
mér þessum skrifum datt
mér ýmislegt í hug. Hvað
á bráðum fimmtugur
brottfluttur Króksari að fjalla
um? Einhvern veginn var það
alltaf vináttan sem bankaði
upp á í huga mér. Hversu
heppin ég hef verið með
samferðafólk mitt og þær
minningar sem ég á. Skiptir
þá engu hvar þær minningar
hafa orðið til og með
hverjum. Líklega er ætlast
til þess að sem brottfluttur
Króksari þá eigi ég að rifja
upp eitthvað frá Króknum.
Ég fór þá að velta fyrir mér
að það væri nú gaman ef
maður gæti flett upp aftur í
tímann á samfélagsmiðlum,
til t.d. fermingarársins 1983,
skólaferðalagsins til Eyja
1985 eða Stuðmannaballa
í Miðgarði sumrin áttatíu
og eitthvað. Hvernig hefði
boðið í ferminguna hljóðað
á Facebook 1983, hvaða
mynd hefði ég notað?
Líklega selfí af mér undir súð
í Villa Nova, en ég bjó á efstu
hæð þessa góða húss á
þeim tíma. Síðan hefði komið
mynd á Insta af mér með
fermingargjafirnar og plakatið
af Adam Ant í bakgrunni.
Ég hefði alveg misst mig
á samfélagsmiðlunum
laugardagkvöldið í
júlímánuði 1985 þegar
Live Aid tónleikarnir voru
í sjónvarpinu (í línulegri
dagskrá). Svo hefði komið
fýlukall þegar tilkynnt var að
nú yrði að hætta að horfa á
goðin í sjónvarpinu því ég
þurfti að ná sætaferðinni frá
Bláfelli í Miðgarð því það
var Stuðmannaball sama
kvöld. En því var auðvitað
reddað með því að setja
á rec á vídeótækinu og
taka upp tónleikana á VHS
spólu svo ég gat bara horft
daginn eftir. Klárlega hefði
ég búið til event 1. mars
1989, með mynd af Kaiser
eða Lowenbrau bjórkönnu
og hvatt vini til að mæta
og leyfa mér að afgreiða
þá á Hótel Mælifelli með
fyrsta bjórinn sem keyptu
að loknu 76 ára bjórbanni
á Íslandi. Svo væri hægt að
finna eitthvað á snappinu
frá Atlavík ‘85, Bongóhátið
í Húnaveri og FÁST-balli í
Bifröst. Eins gott að maður
vistaði þau skjáskot. Já, það
væri gaman að geta flett
upp ýmsum viðburðum sem
tengjast unglingsárunum,
árunum sem við flest
kynntumst okkar bestu vinum
sem við eigum enn þrátt fyrir
að við séum ekki alltaf að
hittast. Hvað sem segja má
um samfélagsmiðla dagsins í
dag þá eru þeir leið okkar til
að efla og varðveita vináttu
og minningar.
Ég er ekki viss um að ungt
fólk í dag hugsi þessa
miðla eins og ég gerði með
myndirnar og dagbókina
forðum, að eiga minningar
um eitthvað skemmtilegt. En
vonandi, því það kemur að
því að einhver skrifar pistil
sem þennan og sá hinn
sami getur þá flett upp á alls
konar á samfélagsmiðlum til
að fjalla um. En kannski var
bara gott að geta bara flett
þessu upp í huganum með
móðu áranna sem liðin eru,
en minningin um vináttuna
er efst á blaði. Ást og friður.
- - - - -
Ég skora á bekkjarfélaga
minn Karl Jónsson að taka
við pennanum.
ÁSKORENDAPENNINN
Sigríður Huld Jónsdóttir brottfluttur Króksari
Hefði ég tekið selfí undir súð?
UMSJÓN
Páll Friðriksson
Sigríður Huld, skólameistari VMA. AÐSEND MYND.
8 14/2019
FERMINGIN MÍN : Emma Karen Jónsdóttir
Afi sér um
kransakökuna
Emma Karen Jónsdóttir verður fermd í
Blönduósskirkju 27. apríl af sr. Sveinbirni R.
Einarssyni. Emma býr á Blönduósi og foreldrar
hennar eru þau Elfa Björk Sturludóttir og Jón
Bjarnason.
Hvers vegna valdir þú að
fermast? -Því ég er kristinnar
trúar og hafði enga ástæðu til
þess að gera það ekki.
Hefur þú velt trúmálum
mikið fyrir þér? -Já, mikið
þegar ég var yngri. Pæli
svona stundum í því í dag.
Hvernig hefur fermingar-
undirbúningnum verið hátt-
að? -Fjölskyldan hjálpast
að. Amma, systur mömmu,
mamma og pabbi.
Hvar verður veislan haldin?
-Í Húnaveri.
Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Bara eitthvað
svona létt. Kjúklingasúpa og brauð, amerískar pönnukökur,
eggjahræra, kjúklingaspjót og sushi. Svo verða Krispy kreme
kleinuhringir, kaka og svo er afi minn bakari og ætlar hann að
gera kransaköku handa mér.
Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, samfestingur frá Flash.
Hver er óska fermingargjöfin? -Fjórhjól.
Viltu koma einhverju fleiru á framfæri? -Haldið ykkur í skóla
krakkar. /FE
Fanney Björg Elmarsdóttir
Langar til LA að sjá
tökur á uppáhalds
sjónvarpsþættinum
Fanney Björg Elmarsdóttir býr á Blönduósi og
verður fermd í Blönduósskirkju hjá sr. Sveinbirni
R. Einarssyni þann 27. apríl. Foreldrar Fanneyjar
eru Elmar Sveinsson
og Gunnhildur
Þórmundsdóttir
Hvers vegna valdir þú að
fermast? -Til að staðfesta skírnina.
Hefur þú velt trúmálum mikið
fyrir þér? -Ekki mikið.
Hvernig hefur fermingarundir-
búningnum verið háttað?
-Byrjaði á Vatnaskógi og svo í
fermingarfræðslu einu sinni í viku.
Ég hef líka mætt í messur. Ég og
mamma erum búnar að ákveða
hvaða kökur verða í eftirrétt,
þemalit í veisluna og kaupa
skreytingar. Svo erum við pabbi búin að ákveða hvað verður í aðalrétt.
Hvar verður veislan haldin? -Á Hótel Blöndu, Blönduósi.
Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Það verður lamb og
kjúklingur í aðalrétt og kökur í eftirrétt .
Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já hvítur kjóll.
Hver er óska fermingargjöfin? -Fara til LA að sjá tökur á uppáhalds
sjónvarpsþættinum mínum. /FE
Flóra Rún Haraldsdóttir
Langar mest
í hnakk í
fermingargjöf
Flóra Rún Haraldsdóttir á Sauðárkróki er
dóttir þeirra Haralds Smára Haraldssonar og
Eydísar Eysteinsdóttur. Hún verður fermd í
Sauðárkrókskirkju
á hvítasunnudag,
þann 9. maí. Prestur
er sr. Sigríður
Gunnarsdóttir.
Hvers vegna valdir þú að
fermast? -Ég vil staðfesta skírn
mína.
Hefur þú velt trúmálum mikið
fyrir þér? -Já.
Hvernig hefur fermingarundir-
búningnum verið háttað? -Við
hittum prestinn okkar tvisvar
í mánuði í fermingarfræðlsu
og eigum helst að mæta í átta
messur .
Hvar verður veislan haldin? -Í Tjarnarbæ.
Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já.
Er búið að ákveða fermingarfötin? -Nei.
Hver er óska fermingargjöfin? -Hnakkur.
Viltu koma einhverju fleiru á framfæri? -Já, ég hlakka til fermingar-
dagsins míns. /FE