Feykir - 10.04.2019, Blaðsíða 4
Sigurður á
Bakkaflöt sjötugur
Ekki hefur hlaupið
apríl - þó fæddist fyrsta
apríl - söngbróðir, vinur
og mágur, Sigurður
Friðriksson á Bakkaflöt,
er varð sjötugur þann
nýliðna dag 1. 4. og mig
langar að biðja Feyki fyrir
kveðju til hans á merkum
tímamótum.
Úrræðasemi og verk-
kunnátta einkenna verk
Sigurðar en þau Klara
systir mín bjuggu við
sauðfé í Laugardal austur
við Héraðsvötn í fjórtán
ár. Þaðan voru margir leiðangrar gerðir á snjósleðum á vetrum, en
á ýmsum ökutækjum á sumrin allt austur á Langanes því Siggi kom
sér upp stórviðarsög og fór að vinna rekavið. Einnig jók hann
húsakostinn og byggði stóra skemmu. Eitt sumarið fór ég með þeim
hjónum og fleiri félögum Sigurðar út að Neðra-Nesi til að leggja
þaðan nýjan veg út að Hrauni. Það var fyrsta útboðið í héraðinu og
ríflegur aldarþriðjungur liðinn síðan. Nú fer Sigurður stundum
með bátinn sinn út í Garðssand eða Sauðárkrók til að renna fyrir
fisk. Ellegar með róðrargengi sitt, svona 5-6 drengi frá Nepal að
leita að berjum vestur í Haukadalsskarði eða austur í Jökulsárhlíð.
Eigum við ekki stórt land til að ferðast um? Á Bakkaflöt, vestur við
Svartá, byggðu þau hjónin upp ferðaþjónustu sem hefur notið
velgengni og fjölskylda þeirra hefur staðið vel saman að
uppbyggingunni. Finnur og Signý, börn þeirra, hafa komið sterk
inn í þennan rekstur á síðustu árum og bæst hafa fleiri stoðir við
ferðaþjónustuna eins og fuglaveiði á haustum og ganga til rjúpna
um vetur. Fljótasiglingarnar á Vestari- eða Austari-Jökulsá hafa þó
lengst af verið í fyrirrúmi á þessu góða búi fjölskyldunnar. Elstu
dóttur þeirra Bakkaflatarhjóna, Unni frænku mína, hef ég ekki
nefnt ennþá, en hún ekur stóru bílunum eins og tíðkast í þessari
fjölskyldu og á sinn þátt í uppgangi Bakkaflatar þó hún vinni þar
ekki að jafnaði en býr með sinni stóru fjölskyldu suður í Mosfellsbæ.
Kórmönnum mínum hér sunnan úr Flóa er minnisstæð
Jónsmessunótt á Bakkaflöt og nágranninn stuðlasterki, Jói í Stapa,
sem hafði birgt okkur til ferðarinnar með nýjum söngtextum og þeir
ómuðu út í bjarta nóttina:
Sveit norðan jökla mér býður friðarfang
og fuglar himins kveða dýran brag.
Landvættir fagna við lengstan sólargang
og ljós er nóttin sem um miðjan dag.
JG
Ingi Heiðmar Jónsson
AÐSENT : Ingi Heiðmar Jónsson skrifar
Að kunna á kerfið
Það ríkir alltaf mikil
eftirvænting þegar Leikfélag
Hofsóss setur upp nýja
sýningu. Í þessu litla
byggðarlagi er haldið uppi
ótrúlega öflugu Leikfélagi,
sem vakið var upp af
nokkrum dvala fyrir tæpum
20 árum. Kjarni félagsins,
hvort sem er innan sviðs eða
utan, eru miklir reynsluboltar.
Það sýnir sig svo sannarlega
í nýjustu uppfærslunni,
Gullregni eftir Ragnar
Bragason í leikstjórn Ólafs
Jens Sigurðssonar.
Leikstjórinn segir sjálfur í
viðtali í leikskrá að hann hafi
gefið sér góðan tíma til að
velja í hlutverkin. Hefur það
skilað sér, því að hver einasti
leikari skapar frábæran
karakter sem unun er að
fylgjast með. Að mínu mati
átti Fríða Eyjólfsdóttir, í
aðalhlutverki sem Indíana,
stórleik, þann besta sem ég
hef séð hjá henni og hefur
hún þó verið góð. Sérstakt
hrós fær hún fyrir að halda úti
að vera á sviði allan tímann í
löngu verki og það hálf
raddlaus. Ingibjörg Sólveig
Halldórsdóttir (Veiga á
Mannskaðahóli) er einfald-
lega fædd til að leika
gamanhlutverk og klikkar
ekki sem hin trúaða og
bakveika Jóhanna sem vill allt
fyrir alla gera og lifir gegnum
s a m f é l a g s m i ð l a f æ r s l u r
nánustu ættingja. Þriðji
reynsluboltinn, Sigmundur
Jóhannesson, skilar skemmti-
lega hlutverki sonarins
Unnars, þrátt fyrir að þurfa að
leika þó nokkuð niður fyrir
eigin aldur. Sæunn systir hans
á einnig góða spretti sem hin
pólska Daníela. Þá má ekki
gleyma Kristjáni Jónssyni
sem að þessu sinni leikur tvö
ólík hlutverk og fer vel með
þau bæði. Margrét Árnadóttir
skilaði á sannfærandi hátt
embættismanninum ósveig-
janlega frá ráðuneytinu. Þá
átti Anna Árnína frábæra
innkomu undir lokin í nokk-
uð óvenjulegu hlutverki sem
ekki verður upplýst um hér.
Verkið er fremur nýtt af
nálinni og býður upp á
skemmtilega persónusköpun.
Manni finnst maður þekkja
einhvern sem líkist hverri
einustu persónu og langar að
lesa yfir hausamótunum á
sumum þeirra. Svo ekki sé frá
of miklu sagt er inntakið líf
miðaldra konu sem er kerfis-
fræðingur og hefur ofverndað
og sjúkdómavætt son sinn
sem nú er kominn á full-
orðinsaldur. En í lokin kemur
á daginn að ekki er allt sem
sýnist og eins og góð vinkona
mín myndi orða það, „þetta
er út af svolitlu“.
Sýningin sem undirrituð
fór á var frumsýning. Í ein-
staka tilfellum var eins og smá
hik á leikurum en þeir björg-
uðu sér alltaf út úr því. Raunar
er aðdáunarvert að fólk sem
vinnur fulla vinnu á daginn
og stundi leiklist á kvöldin
skuli á ekki lengri tíma læra
jafn ruglingslegan texta og
þarna er um að ræða.
Sýningin er löng og á
köflum nokkuð hæg, en ekki
leiddist manni þó eina mín-
útu. Það kann líka að vera að í
samanburði við hina hröðu
hurðarfarsa, sem flest áhuga-
leikfélög sem ég hef fylgst
með hafa valið sér til sýningar
í gegnum árin, virðist flest
annað ganga heldur hægt.
Sýningin samanstendur af
tólf atriðum sem gerast á
nokkuð löngu tímabili. Atrið-
unum eru gerð skil í leikskrá,
en líklega hefði þurft að
benda fólki á að skoða listann,
eða gera grein fyrir þessu á
sýnilegri hátt. Þetta hefði
sýningarstjóri t.d. getað gert í
upphafi, svona um leið og fólk
er áminnt um að slökkva á
farsímum.
Sviðsmyndin er sérlega vel
heppnuð og hefur augljóslega
verið nostrað heilmikið við
hana. Maður dettur strax inn í
blokkaríbúðina í Breiðholti
seint á síðustu öld og allt sem
snýr að sviði, leikmunum og
búningum er mjög sannfær-
andi. Lýsing og hljóð er líka
ágætlega heppnað og gera má
ráð fyrir að allar skiptingar
slípist enn frekar þegar líður á
sýningarferlið.
Það eina sem skyggði á
gleði mína þessa góðu kvöld-
stund í notalegu kaffihúsum-
hverfinu í Höfðaborg var
hversu fáir gestir mættu á
frumsýningu. Hvort það er
feimni við að frumsýning sé
aðeins fyrir útvalda, eða tíma-
setningin á fimmtudags-
kvöldi, skal ósagt látið. Hinn
fámenni og góðmenni salur
mátti hins vegar eiga það að
viðbrögðin voru góð og hafa
vonandi skilað sér upp á svið
til leikaranna. Ég skora á
lesendur Feykis, hvort sem
þeir þurfa að bregða undir sig
betri fætinum eða betri
bílnum, að kíkja á Gullregn í
uppsetningu Leikfélags Hofs-
óss.
LEIKDÓMUR GULLREGN : Kristín Sigurrós Einarsdóttir skrifar
Leikhópur Leikfélags Hofsóss ásamt leikstjóra. MYND: VALDÍS BRYNJA HÁLFDÁNARDÓTTIR.
Sauðfjárbændur athugið!
Getum bætt við okkur nýjum
innleggjendum í haustslátrun 2019.
Bændur eru hvattir til að hafa
samband sem fyrst við Óla Viðar í
síma 455 4593 eða með tölvupósti á
oli.andresson@ks.is til að tryggja
sér pláss.
4 14/2019