Feykir


Feykir - 10.04.2019, Síða 9

Feykir - 10.04.2019, Síða 9
Ertu að hugsa hinum megin hér þó sértu enn, út í myrkur angurs dregin, ekki sátt við menn, mæld að eigin mati og vegin, merkt til dauða senn? Finnst þér allt sem áður gladdi einskis virði nú, hefur andinn heima staddi höggvið eigið bú, hefur sældin sem þig kvaddi svipt þig allri trú? Þó að eitthvað þyngist gangur, þokast mál um set, oft er jafnvel stormur strangur stundarmæðu hret, hvorki þitt né annars angur er í neinu met! Láttu ekki líf þitt tapa ljósi um hugarsvið, langt er niður hægt að hrapa, horfðu upp á við. Þannig áttu að endurskapa eigin sálarfrið! Rúnar Kristjánsson Haltu áfram TORSKILIN BÆJARNÖFN palli@feykir.is Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar Gottorp í Vesturhópi Eins og kunnugt er, var Lárits Kristjánssyni Gottrup veitt Þingeyraklaustur árið 1683 og flutti þangað árið eftir. Bjó hann þar síðan til dauðadags. (Sbr. Sýslumannaæfir I. 591.) Meðal þeirra jarða er lágu í umboði Gottrúps var Ásbjarnar- nes. Hafa skemdirnar því orðið hjer um bil 8 árum eftir að Lárits tók við klaustrinu. Sannar það því frásögn Espólíns, hvað Gottorp í Vesturhópi. MYND: MATS.IS snertir tímann. Að líkindum hefir nýbýli þetta verið bygt að undirlagi Láritsar Gottrúps, og bærinn verið nefndur ættarnafni hans, að dönskum sið. Kristján faðir Láritsar kendi sig við Gottorp (eða Gottrup, sem er sama nafnið) á Jótlandi, og hefir máske verið fæddur þar. (Gottorp (í Sljesvík) var alllengi aðsetursstaður Danakonunga, eins og mönnum er kunnugt, og þar dó konungur Friðrik I.) Gottorp er því útlent nafn, og þó af norrænum rótum runnið. Forliður nafnsins mun vera kynjað frá orðinu goð - eða guð - sem myndar forliðinn í nafninu Guttormur og ritað er á ýmsa vegu í fornritum t.d. Gutth-, Goþ-, Gothþ- og Gothormur. (Sbr. Safn t. s. Ísl. III. B. bls. 601.) Gottorp á Jótlandi hefir verið blótstaður f fornöld, og það felst í nafninu. Síðari liður nafnsins - torp = þorp, þ. e. húsaþyrping - d. Torp, Sv. Torp = lítill bær. Komið af gotn. Þaurp sem þyðir stórbýlli – „Garður“ eða engils. þorp (eða þrop) er þýðir hið sama. Torp: Etym. Ordb. 797). Í Árbókum Espólíns er bæjarins getið á þessa leið: „Árið 1692 fjell sandur yfir Ásbjarnarnes í Vesturhópi, þar Barði Guðmundarson bjó fyrrum, ok tók bæinn allan ok túnið. Þann sand allan dreif úr Þingeyrasandi í norðanveðri, en á tanga af jörðunni var síðan settr annar bær ok kallaðr Gottrúp. Þar var l0 hundraða Ieiga.“ (Árb. Esp. VIII. bls. 35.) Krumminn í trjánum Ljótur ertu á tánum Kári Gunnarsson í Varmahlíð sendi Feyki meðfylgjandi mynd og varpar fram þeirri spurningu hvort það ætti ekki að vera Krumminn í trjánum í gömlu vísunni: Krumminn á skjánum, kallar hann inn. Gef mér bita af borði þínu, bóndi minn! Bóndi svarar býsna reiður, burtu farðu, krummi leiður. Líst mér að þér lítill heiður, ljótur ertu á tánum, krumminn á skjánum. „Átti það ekki að vera krumminn í trjánum? Enda eru krummar spörfuglar eins og skógarþrestir. En þessi heimsækir Varmahlíðarhverfið reglulega í leit að einhverju ætilegu og stelur öllu steini léttara,“ segir Kári. /PF 14/2019 9 M I N N I N G A R O R Ð Mig rak í rogastans þegar mér voru sögð þau dapurlegu tíðindi að Doddi, vinur minn, Erlings væri allur þar sem ég hafði ekki heyrt af veikindum hans. Hann var búsettur í Svíþjóð og hafði komið sér þar vel fyrir með fjölskyldu og eigið fyrir- tæki. Tengslin milli okkar höfðu dofnað, eðlilega, en Facebook hjálpaði upp á þegar tilefni gáfust. Ég kynntist Dodda ungur, áður en skólaskyldan hófst, bjó þá á Hólaveginum á Króknum og hann á Skagfirðinga- brautinni en á milli okkar var þessi dásemdar róluvöllur, fullur af leiktækjum og uppspretta ýmissa ævintýra. Ég minnist margra góðra stunda þaðan og ótrúlegra uppátækja, því engu er upp á Dodda logið þó sagt sé að hann hafi verið uppátækjasamur. Í minningunni er hann eins og persóna í einhverri ævintýrabókinni sem aldrei skortir hugmyndir að verkefnum orkumikilla drengja á litlum róluvelli eða stórum leikvelli milli fjalls og fjöru sem, eftir á að hyggja, voru misgóðar. Stund- um í lagi en oft fylgdu skammir eða ákúrur fullorðna fólksins. Leiðir okkar lágu saman af og til í gegnum uppvöxtinn og unglingsárin, hann tveimur árum eldri. Við lékum fótbolta og stunduðum frjálsar íþróttir og kepptum af miklum móð og vorum heilbrigðir oft á tíðum og svo djömm- uðum við og djúsuðum eins og ungir menn gerðu af meira kappi en forsjá í þá daga. Það var oft gaman en stundum höfðu þær stundir afleiðingar, jafnvel frelsissviptingu yfir nótt. Eitt er víst að aldrei leiddist manni í kringum Dodda. Frásagnagáfan var mikil og í ýmsar raunir hafði hann ratað eða þá upplifað ævintýralegar aðstæður. Þá hafði hann hitt ansi marga sem maður taldi víst að rekast aldrei á á meðan jörðin snýst um sjálfa sig. Sögurnar voru skemmtilegar, margar lygilegar og sumar hverjar hreinasti uppspuni. Það skipti engu máli. Tilgangurinn var að skemmta og stundum að ganga fram af þeim sem á hlýddu. Doddi var hæfileikaríkur á mörgum sviðum og mér fannst margar hugmyndir sem spruttu upp í huga hans magnaðar en jafnframt þannig að þær gætu aldrei orðið að veruleika. Þar skildi okkur að. Ég horfði varla lengra en fet fram fyrir tærnar á mér meðan hann sá langt út fyrir sjónarrönd. Ekki datt mér í hug að hægt væri að selja Sömum íslenska hesta til að smala hreindýrum. En því trúði Doddi og framkvæmdi með öðrum. Árið 2014 var hann valinn athafnamaður ársins í Skaraborghéraðinu í Svíþjóð af þarlendum samtökum atvinnulífsins en fyrirtæki Dodda sérhæfði sig í rafrænum reikningum fyrir fyrirtæki á netinu og hafði vaxið hraðast allra netfyrirtækja í Svíþjóð, þegar til veltunnar var litið. Doddi var á heimavelli. Það var með nokkurri undrun sem ég meðtók andlátsfréttina af hinum þróttmikla og lífsglaða Dodda en mér skilst að hann hafi ekki viljað flíka veikindum sínum sem lögðu hann svo endanlega að velli. Það var saga sem skemmti engum og því ekki sögð. Í þessum fátæklegu orðum mínum langaði mig til að minnast gamals vinar og jafnframt votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Palli Friðriks Í minningu Þórðar Erlingssonar

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.