Feykir - 10.04.2019, Side 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is
Það er óhætt að fullyrða að
stuðningsmenn og leikmenn
Tindastóls hafi orðið fyrir
sárum vonbrigðum þegar
liðið tapaði oddaleiknum
gegn Þór Þorlákshöfn í átta
liða úrslitum Dominos-
deildarinnar nú á dögunum.
Þrettán stigum undir þegar
fjórar mínútur voru eftir af
fimmta leik liðanna tókst
Þórsurum það sem átti
eiginlega ekki að vera hægt;
að snúa leiknum á hvolf og
vinna sigur í leik sem var
ekkert annað en fáránlegur.
Væntingar til Tindastólsliðsins
voru miklar fyrir tímabilið enda
liðið klárlega eitt af tveimur
sterkustu liðum landsins þegar
leikar hófust í haust. Önnur lið
áttu eftir að styrkja sína hópa
töluvert eftir því sem leið á
tímabilið en lið Tindastóls
virtist ekkert mega misstíga sig,
þá voru spekingar mættir með
kylfuna á lofti á meðan önnur
lið virtust sleppa betur undan
gagnrýninni.
Lið Tindastóls var að sjálf-
sögðu gírað í átt að Íslands-
meistaratitli í vetur en því
miður, eins og oft vill gerast, þá
gekk ekki allt upp og Stólarnir
féllu óvænt úr leik í átta liða
úrslitum gegn Þórsurum, 2-3,
eftir að hafa náð 2-0 forystu í
einvíginu. Feykir lagði nokkrar
spurningar fyrir Israel Martin,
þjálfara Tindastóls, og spurði
hann út í veturinn og komandi
keppnistímabil en Martin er nú
hálfnaður með tveggja ára
samning sinn við Stólana.
Sæll Martin og takk fyrir
æsilegan körfuboltavetur. Við
erum sennilega öll frekar
vonsvikin eftir að hafa tapað
fyrir Þór í þessum furðuleik.
Hver er þín tilfinning varðandi
rimmuna gegn Þórsurum? „Ég
er mjög vonsvikinn yfir því
hvernig við náðum að tapa
síðasta leiknum og það er enn
að skjótast um í kollinum á mér
að við hefðum getað gert betur.
Rimman gegn Þór var mjög
líkamlega erfið og tók mikið á
og ég held að það hafi verið
lykillinn að sigri Þórs í leikjum
fjögur og fimm. Í lokin voru
það smáatriði sem gerðu
gæfumuninn.“
Þetta var sannkölluð rússíbana-
reið í vetur. Með hvað ertu
ánægður og hvað olli þér von-
brigðum? „Ég er fyrst og fremst
ánægður að vera partur af
körfuboltafjölskyldunni sem
Tindastóll er, sérstaklega þegar
maður lítur til baka og sér að
klúbburinn er orðinn það
sterkur að við unnum bikar í
fyrra. Ég er þakklátur fyrir að
vera hluti af þessum vexti
félagsins. Það voru hins vegar
vonbrigði að hafa ekki náð að
komast í næstu umferð úrslita-
keppninnar að þessu sinni.“
Varstu ánægður með undir-
búning liðsins fyrir tímabilið?
„Já, að sjálfsögðu. Það var
frábær hugmynd að fara með
liðið til Spánar og gefa leik-
mönnum færi á að kynnast
fljótt og ná strax fókus í
æfingaferlinu.“
Nú voru Stólarnir með besta
liðið í Dominos-deildinni fyrir
jól. Hvað var það að þínu mati
sem gerðist í byrjun árs sem
varð til þess að liðið fór af
sporinu? „Í fyrsta lagi þá var
það slæmt hversu lengi Urald
King var í burtu frá liðinu og
meiddist síðan um leið og hann
kom til baka. Í öðru lagi þá var
það besta lausnin að kalla aftur
á PJ Alawoya á þessum tíma en
þar sem PJ og Urald eru
gjörólíkir leikmenn þá kölluðu
mannaskiptin á breytingar á
bæði varnar- og sóknarleik
liðsins.“
Hvað kom þér mest á óvart í
Dominos-deildinni í vetur?
„Gæði deildarinnar eru meiri
og deildin sterkari en áður. Og
þá er meiri hæð í deildinni en á
fyrri tímabilum.“
Hver var munurinn á Tinda-
stólsliði þessa tímabils og
tímabilsins á undan þegar við
unnum Maltbikarinn? „Tíma-
bilið á undan þá var hreinlega
allt fullkomið – það allra besta.
Lykileinkenni liðsins var bara
að hafa gaman af því að spila
körfubolta. „Já! Þetta er
tímabilið!“ – Þannig leið mér
síðasta vetur. Þetta tímabil
hefur verið allt öðruvísi.“
Ertu farinn að undirbúa þig fyrir
næsta tímabil og hverjar eru
framtíðarhorfurnar hjá liði
Tindastóls? „Já, ég hef þegar
hafist handa. Við verðum að
horfa fram á veginn. Okkur var
kennd mikil lexía á liðnu
tímabili og það þýðir bara að
við munum gera betur næsta
vetur.“
Að lokum, hverjir verða Íslands-
meistarar í vor? „Úrslitin verða
3-2 fyrir Stjörnuna.“ sagði
Martin en vildi ekki gefa upp
hverjir yrðu andstæðingar
Garðbæinga í úrslitarimmunni.
Spjallað við Israel Martin þjálfara Tindastóls
„Við verðum að horfa fram á veginn“
VIÐTAL
Óli Arnar Brynjarsson
Israel Martin fer yfir málin með leikmönnum sínum í þriðja leiknum gegn Þór Þorlákshöfn. MYND: HJALTI ÁRNA
Birnur og Birnur bombur á Hvammstanga skelltu sér á Vormót
Fylkis í blaki síðastliðinn laugardagsmorgun og spiluðu bæði liðin
í 2. deild á mótinu en í sitthvorum riðlinum.
Á Facebooksíðu Kormáks kemur fram að bæði liðin hafi spilað
fjóra leiki og unnu Birnur tvo þeirra, töpuðu einum og gerðu eitt
jafntefli. Birnur bombur gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur
leikjum. Birnur höfnuðu í 3. sæti í deildinni og Birnur bombur í
því sjöunda. Mótið var liður í undirbúningi liðanna fyrir komandi
Öldungamót í Keflavík 25.-27. apríl. /PF
Vormót Fylkis í blaki
Birnur undirbúa sig fyrir
öldungamót
Birnur og Birnur bombur. Á myndina vantar Irinu Kamp. MYND: af FB.
Skíðadeild Tindastóls eignaðist
sl. sunnudag Íslandsmeistara
í svigi á skíðamóti Íslands sem
fram fór í Böggvisstaðafjalli
við Dalvík og þar með sinn
fyrsta í Alpagreinum. María
Skíðamót Íslands
María Íslandsmeistari í svigi
María og Sturla fögnuðu Íslandsmeistara-
titlinum í svigi í Böggvisstaðafjalli
sl. sunnudag. MYND: ski.is.
Finnbogadóttir gerði sér
lítið fyrir og sigraði bæði í
flokki 18-20 ára stúlkna og
fullorðinsflokki kvenna.
Á heimasíðu Skíðasambands
Íslands segir að veðurguðirnir
hafi leikið við keppendur og
mótsgesti og vart hægt að hugsa
sér betra skíðaveður. Mjög gott
skíðafæri var um morguninn
en þónokkur sólbráð eftir því
sem leið á daginn sem þyngdi
aðeins færið í seinni ferðinni.
Úrslitin í sviginu urðu þannig
að Íslandsmeistarar 2019 urðu
þau María Finnbogadóttir
úr Tindastóli og Sturla Snær
Snorrason úr Ármanni. /PF
Stólastúlkur léku þriðja leik sinn í Lengjubikarnum á miðvikudag
í síðustu viku þegar þær sóttu lið Gróttu heim á Vivaldivöllinn á
Seltjarnarnesinu. Heimastúlkur voru yfir í hálfleik en þrenna frá
Murielle Tiernan á korterskafla í síðari hálfleik lagði grunninn að
2-3 sigri Tindastóls.
Diljá Mjöll Aronsdóttir kom Gróttu yfir á 26. mínútu og staðan
var 1-0 í hálfleik. Það var síðan á 62. mínútu sem Murr jafnaði
leikinn og hún kom Stólastúlkum yfir sex mínútum síðar. Hún
gerði síðan þriðja markið á 76. mínútu en Rakel Lóa Brynjarsdóttir
minnkaði muninn fyrir Seltirninga í uppbótartíma. Lokatölur því
2-3 fyrir Tindastól og hafa stelpurnar unnið alla þrjá leiki sína í
Lengjubikarnum til þessa. /ÓAB
Lengjubikar
Murr með þrennu á
Seltjarnarnesinu
14/2019 5