Feykir


Feykir - 10.04.2019, Qupperneq 11

Feykir - 10.04.2019, Qupperneq 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Hlaup Feykir spyr... Hvað er eftir- minnilegast frá fermingunni þinni? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Samveran með öllum vinum og ættingjum, sem gerði þennan dag virkilegan góðan og eftirminnilegan.“ Brynjar Logi Steinunnarson „Man að ég svaf ekkert nóttina fyrir og var í vænum svefngalsa í kirkjunni.“ Gabríel Midjord Jóhannsson „Þegar ég var að labba inn í kirkjuna og var svo stressuð um að detta í hælunum sem ég var í ... ég missteig mig bara sem betur fer..“ Sólveig Birta Eiðsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Þú ættir alltaf að reyna að læra af mistökum annarra – ekki þínum eigin – það er miklu ódýrara.. – Donald Trump Sudoku Ótrúlegt – en kannski satt... William Moulton Marston (9. maí 1893 - 2. maí 1947), var bandarískur sálfræðingur og uppfinningamaður. Hann kom m.a. með frumgerð lygamælisins sem komið hefur mörgum í bobba og einnig fann hann upp blóðþrýstingsmælinn. Marston var líka þjóðkunnur rithöfundur og ótrúlegt, en kannski satt, skapaði hann teiknimyndafígúruna Ofurkonuna eða Wonder Woman. Matgæðingur vikunnar að þessu sinni er hún Þóranna Másdóttir sem segist vera fædd og uppalin á Suðurlandinu góða. Þóranna býr á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal ásamt hundunum sínum þremur þeim Ösju, Brúnku og Kalda. Þóranna er búfræðingur að mennt en einnig höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari og hefur lokið tveimur stigum í Reiki heilun þannig að henni er ýmislegt til lista lagt. Hún á tíu hross og veit fátt betra en að vera úti í hesthúsi og sinna þeim. „Mér finnst mjög gaman að elda góðan mat og njóta vinir mínir oft góðs af því. Hér koma nokkrar uppskriftir sem mér finnst gaman að henda í,“ segir FORRÉTTUR Djúpsteiktur Camenbert 6 dl mulið Doritos 2 egg 100 g hveiti 1 Camenbert ljós olía til steikingar Aðferð: Myljið Doritos mjög fínt, ég notaði matvinnsluvél. Pískið tvö egg og setjið hveiti í skál. Skerið Camenbert í sex bita og veltið ostabitunum upp úr hveitinu, setjið þá síðan í eggjabað og því næst í Doritos mulninginn. Hjúpið osta- bitana vel! Hitið vel af olíu á pönnu en ostabitarnir þurfa þó alls ekki að fara á kaf í olíunni. Þið getið athugað hvort olían sé tilbúin með því að setja smá mulning út í og ef það kraumar í olíunni þá er hún tilbúin. Setjið bitana varlega ofan í olíuna og steikið á öllum hliðum í svona 30 sek. á hvorri hlið eða þar til bitarnir fara að brúnast, þá snúið þið þeim við. Takið bitana upp úr olíunni og þerrið vel á eldhúspappír. Berið fram með ristuðu brauði, smátt saxaðri steinselju og sultu. AÐALRÉTTUR Kjúklingur með ólífum í rósmarín- og hvítlauksrjómasósu 1 kg kjúklingabringur 1 stór laukur 5 hvítlauksrif smjör til að steikja upp úr 2½ grófhakkaðir sveppir 6 dl rjómi, gott að blanda saman rjóma og matreiðslurjóma svo þetta verði ekki of þungt 2 tsk salt smá svartur pipar 2 kjúklingakraftsteningar 2-3 tsk þurrkað rósmarín 6 hakkaðir sólþurrkaðir tómatar hýði og safi úr 1 sítrónu 2 dl svartar ólífur 1 búnt steinselja 2 dl rifinn parmesan Aðferð: Skerið niður kjúklinga- bringurnar. Bræðið smjör í rúm- góðum potti og steikið kjúklinginn þar til hann hefur fengið lit. Saltið og piprið og takið úr pottinum. Setjið niðurskorinn laukinn og hvítlaukinn í pottinn ásamt svepp- unum og steikið úr smjöri þar til það er farið að mýkjast. Bætið kjúklingnum aftur í pottinn og setjið rjóma, sólþurrk- aða tómata, sítrónusafa, kjúkl- ingateninga og rósmarín í pottinn. Látið sjóða við vægan hita í um 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Hrærið ólífum, saxaðri steinselju, sítrónuberki og rifnum parmesan saman við áður en rétturinn er borinn fram. EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka 80 g smjör 100 g suðusúkkulaði 3 egg ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Þóranna Másdóttir útbýr góðgæti Þóranna í góðum félagsskap. AÐSEND MYND „Heyrðu, ég held að það sem er eftirminnilegast er að hafa tvo presta og frábær flutningur á Aldrei einn á ferð (You‘ll Never Walk Alone) hjá Sigfúsi Álftagerðisbróður í fermingunni. Bryndís Rut Haraldsdóttir Ein frönsk með kaffinu 3 dl sykur 1 tsk vanilludropar 1½ dl hveiti 1 tsk salt Aðferð: Stillið ofninn á 175°C með blæstri. Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti við vægan hita. Þeytið egg og sykur mjög vel saman þar til blandan er létt og ljós. Hrærið hveiti og salti varlega saman við eggjablönduna og að lokum er súkkulaðinu bætt út í. Hellið í bökunarform (ég notaði 22 sm) og bakið í 15 mínútur í ofni. Gerið karamellu- sósuna á meðan. Eftir 15 mínútur, takið þá kökuna úr ofninum, stráið pekanhnetum yfir og hellið síðan karamellusósunni yfir allt og látið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Þegar kakan er komin úr ofninum stráið þá söxuðu súkku- laði yfir hana. Karamellusósa: 60 g smjör 1 dl púðursykur 2 msk rjómi 100 g pekanhnetur, grófsaxaðar 100 g suðusúkkulaði, saxað Aðferð: Bræðið púðursykur og smjör saman í potti. Þegar þetta hefur blandast vel saman, bætið þá rjómanum út í og hrærið í um mínútu. Mjög gott er að fá sér gott kaffi og koníak með þessari köku. Njótið! Ég skora á vinkonu mína hana Dagbjörtu Diljá Einþórsdóttur bónda á Urriðaá í Miðfirði. 14/2019 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. FEYKIFÍN AFÞREYING Mig má greina á hrútsins haus. Hjóli, ef að ró er laus. Vinsæl grein á vellinum. Veiðihrota á miðunum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.