Feykir - 10.04.2019, Side 6
Markmiðið að vera
sýnilegar
„Svo um haustið,“ heldur
Ásta áfram, „þá datt mér
í hug að fara á námskeið í
balderingu suður í Hafnarfirði
og fékk þá þessa brjálæðislegu
hugmynd að fá þá sem rekur
þjóðbúningastofuna Annríki
í Hafnarfirði, hana Hildi, til
að koma á Sæluviku 2014
með kynningu á starfinu og
þjóðbúningum. Ég sótti um
styrk hjá Menningarsjóði
KS, sem ég og fékk, og
þau hjónin, Hildur og Ási,
komu í Sæluviku 2014 með
kynninguna. Ég miða eiginlega
við að það sé upphafið, að þá
hafi þessi félagsskapur orðið
til, þarna haustið 2013 og í
ársbyrjun 2014. Við höfum svo
mætt uppábúnar á setningu
Sæluviku á hverju ári eftir
þetta, mismargar, enda er
þetta mjög frjáls félagsskapur
og engar kvaðir, ef þú nennir
þá mætir þú, annars ekki.
Markmið Pilsaþyts hefur
fyrst og fremst verið að auka
notkun þjóðbúningsins og
halda honum svolítið á lofti,
að finna okkur tækifæri til að
nota hann og reyna að vera
sýnilegar þannig að fleiri færu
að þora að nota hann því að
þetta eru alltof mikil verðmæti
til að láta liggja inni í skáp, við
getum fundið okkur eitthvert
ódýrara skápaskraut,“ segir
Ásta sposk.
„Til að byrja með stóðum
við aðallega fyrir því að
stofna hóp sem fór að sauma
sér faldbúninga, sá hópur
útskrifaðist í fyrra, í Sæluviku,
uppi á Hólum. Það var ákaflega
skemmtilegur dagur nema það
var afskaplega leiðinlegt veður,
veðurguðirnir voru okkur
ekki hliðholllir með það. Í
hitteðfyrra vorum við með
sýningu niðri í Húsi frítímans,
þjóðbúningasýningu, þannig
að við höfum oft verið með
einhverjar svona uppákomur,
frekar einfaldar náttúrulega
og helst eitthvað sem kostar
ekki mikið því að styrkirnir
sem við höfum fengið
hafa nú gjarnan farið í að
niðurgreiða ferðakostnað
vegna námskeiða. Okkur
tókst til dæmis með þennan
faldbúningahóp, sem var
á fjórða ár að vinna við
búningana sína, að greiða
niður allan ferðakostnað
kennara og húsaleigu hér,
þ.e. allan aukakostnað sem
fellur til vegna þess að vera
úti á landi þannig að þær sátu
alveg við sama borð og fólk í
Reykjavík.“ Samhliða þessum
„Pilsaþytur kom upphaflega
til þannig að við vorum að
spjalla saman í prjónakaffi,
það var árið 2013, og ákváðum
að fara uppábúnar á setningu
Sæluviku. Það kom nefnilega
upp að það voru ansi margar
konur þarna í hópnum sem
áttu búninga en voru ekkert
mjög duglegar að nota þá. Svo
við mættum uppábúnar við
setningu Sæluviku 2013, milli
10 og 15 konur, og fórum svo
upp á dvalarheimili aldraðra
og löbbuðum þar um gangana,
Nafnið er til komið eftir þá
ferð því þegar þetta var svo
að verða félagsskapur þá var
mér mjög minnisstætt að
þegar við sviptumst þarna eftir
göngunum þá varð til ákveðið
hljóð þegar þaut í pilsunum,“
segir Ásta aðspurð um upphaf
félagsskaparins sem síðan
hefur undið upp á sig og staðið
bæði að námskeiðshaldi,
sýningum og fleiru.
VIÐTAL
Fríða Eyjólfsdóttir
Þeir sem lagt hafa leið sína á opinberar samkomur í Skagafirði undanfarin ár hafa
vafalaust, margir hverjir, tekið eftir og trúlega hrifist af, nokkrum fallega prúðbúnum
konum sem spranga um hnarreistar á litríkum þjóðbúningum. Trúlega eiga flestar
þessara kvenna það sameiginlegt að vera félagar í litlum hópi sem kallar sig Pilsaþyt
en sá félagsskapur lét verða af því á dögunum að stofna formlegt félag um áhugamál
sitt og hyggst hann standa fyrir uppákomu í Melsgili í komandi Sæluviku. Feykir hitti
einn af forsprökkum þessa félagsskapar, Ástu Ólöfu Jónsdóttur, að máli á dögunum
og fékk hana til að segja okkur örlítið frá þessum skemmtilega hópi.
Ásta Ólöf Jónsdóttir. MYND: Fríða Eyjólfsdóttir, aðrar myndir aðsendar.
námskeiðum faldbúnings-
hópsins stóðum við svo fyrir
nokkrum námskeiðum í
upphluts- og peysufatasaumi.
Ef ég finn ekki tilefnið þá
bý ég það til
Ásta segir að konurnar í
Pilsaþyt hafi vissulega verið
misjafnlega virkar við að
klæðast búningnum en sjálf
hafi hún verið dugleg við
það og sem dæmi fór hún 23
sinnum í íslenskan búning
á síðasta ári. „Ég tók upp á
því fyrir tveimur til þremur
árum að skrá niður tilefnin.
Ef ég finn ekki tilefnið þá bý
ég mér það til. Við höfum t.d.
haft það fyrir sið svona einu
sinni til tvisvar á ári að fara og
fá okkur kaffibolla úti á Kaffi
Krók, uppábúnar. Og þegar
fólk kvartar undan því að það
sé svo mikið mál að fara í þetta
þá segi ég „nei, það er ekkert
mál að fara í búninginn, það
er miklu meira mál að fara úr
honum,“ því það þarf að ganga
um hann af mikilli virðingu,
þú hendir honum ekki bara á
stól þegar þú ferð úr honum.
Það þarf að ganga vel frá
skartinu og bolnum þannig að
það falli minna á. Það er ekkert
mál að fara í þetta, ég setti til
dæmis persónulegt met núna
á þriðjudaginn, ég held að ég
hafi verið tíu mínútur, ég var
að vísu búin að undirbúa mig.
Það er hægt að gera þetta á
korteri, gott að hafa hálftíma.
En þú þarft 20 mínútur til
hálftíma til að klæða þig ef þú
ert að fara eitthvað, þetta er
ekkert öðruvísi þegar þú ert
orðin vön og þegar þú ert búin
að læra að gera þetta ein og
hjálparlaust.“
Ásta segist nota íslenskan
búning við öll þau tækifæri
sem henni detti í hug, við
Pilsaþytur fagnar formlegri stofnun
Samkoma í Melsgili
með dansi og
harmóníkuspili
Nokkrir glæsilegir bakhlutar. Myndin var tekin þegar Sirrý í Glaumbæ lét af störfum.
Gömu mynd af ungri stúlku í upphlut.
Ásta fór fyrst í upphlut á árshátíð MA
þann 1. desember 1979, þá 19 ára
gömul, og var alla tíð síðan ákveðin í
að eignast þjóðbúning.
Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, kvödd í júní 2018. Rósa
Róarsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Sirrý, Selma Hjörvarsdóttir, Hulda Þórsdóttir, Ásta
Ólöf Jónsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir og efst er Guðbörg Elsa Helgadóttir.
6 14/2019