Feykir - 10.04.2019, Qupperneq 3
Þann 25. apríl verða haldnir
tónleikar á Mælifelli á
Sauðárkróki sem bera heitið
Út við himinbláu sundin.
Kvöldið eftir, þann 26., verða
þeir endurteknir í Hofi á
Akureyri og þangað gætir þú
farið á frímiða.
Á tónleikunum verða gömlu
góðu söngkonurnar heiðraðar
og saga þeirra rifjuð upp í tali
og tónum ásamt gömlu
lögunum sem þær gerðu
vinsæl og hafa lifað með
þjóðinni í mörg ár.
Hér er verið að tala um
söngkonur eins og Svanhildi
Jakobs, Erlu Þorsteins, Erlu
Stefáns, Hallbjörgu Bjarna,
Öddu Örnólfs, Soffíu Karls,
Helenu Eyjólfs, Mjöll Hólm og
fleiri. Það er hún Hulda Jónasar
sem er hugmyndasmiður og
skipuleggur viðburðinn en
henni til halds og traust á
sviðinu eru þær Mjöll Hólm og
Helena Eyjólfs sjálfar ásamt
Hugrúnu Sif, Hreindísi Ylvu og
Sigurlaugu Vordísi.
Hljómsveitarstjóri er Rögn-
valdur Valbergsson en
sögumaður og kynnir Valgerður
Erlingsdóttir.
Þú getur unnið þér inn tvo miða
á tónleikanna með því að
senda rétt nöfn söngkvennanna
tveggja á myndunum á
netfangið palli@feykir.is eigi
síðar en mánudaginn 15. apríl
nk.
Út við himinbláu sundin
Viltu vinna
þér inn
miða?
Hvað heita söngkonurnar?
Lið Varmahlíðarskóla fagnar frábærum árangri. MYND af Facebooksíðu skólans.
Skólahreysti
Varmahlíðarskóli í úrslit
Fulltrúar Varmahlíðarskóla
náðu frábærum árangri í
Skólahreysti í síðustu viku
er þeir gerðu sér lítið fyrir og
unnu Norðurlandsriðilinn
sem samanstendur af skólum
á Norðurlandi utan Akureyrar.
Það mun vera þriðja árið í röð
og í fimmta sinn á sjö árum
sem skólinn á þátttakendur í
úrslitum.
Í liðinu eru þau Ásta Alyia
Friðriksdóttir, Sara María
Ómarsdóttir, Óskar Stefáns-
son og Steinar Óli Sigfússon
en til vara Björg Ingólfsdóttir
og Indriði Þórarinsson.
Í öðru sæti varð Borgar-
hólsskóli með 34 stig, Gr.sk.
Fjallabyggðar 33, Grunn-
skólinn austan Vatna 33,
Gr.sk. Þórshöfn 25,5, Árskóli
með 19 stig, Húnavallaskóli
18,5 og Valsárskóli rak svo
lestina með 12 stig.
Varmahlíðarskóli varð þar
með annar skólinn á
Norðurlandi vestra til að
komast í úrslit en lið
Grunnskóla Húnaþings vestra
vann sigur í Vesturlandsriðli.
Aðalkeppnin fer svo fram í
Laugardalshöll 4. maí. /PF
Þorleifur á netaralli. MYND: Aðsend.
Netarall við Vesturósinn
Markmið netaralls að
safna upplýsingum
Þær vöktu athygli þeirra,
er til sáu, ferðir fiskiskips
alveg í botni Skagafjarðar sl.
fimmtudagskvöld, „nánast
undir brúargólfinu á vestari
kvísl Héraðsvatna“, eins og
eigandi myndar komst að
orði í pósti til Feykis. Fannst
viðkomandi að skipið væri
komið full nálægt landi eða ós
Héraðsvatnanna.
Þegar Feykir leitaði
skýringa hjá Skagafjarðar-
höfnum upplýstist að fleyið,
Þorleifur EA 88, er í svokölluðu
netaralli fyrir Hafrannsóknar-
stofnun. Þær upplýsingar
fengust hjá Hafró að markmið
netaralls væri að safna
upplýsingum um aldurs- og
lengdar- / þyngdarsamsetningu
hrygnandi þorsks, kynþroska,
og um vöxt á helstu
hrygningarsvæðum þorsks.
Einnig að meta árlega magn
kynþroska þorsks er fæst í
þorskanet á hrygningar-
stöðvum og breytingar í gengd
hrygningarþorsks á mismun-
andi svæðum.
Valur Bogason, verkefnastjóri
netaralls hjá Hafró, segir að
farið hafi verið árlega í netarall
frá árinu 1996. „Netarallið í ár
hófst í lok mars og lýkur um
miðjan apríl. Það taka fimm
bátar þátt í verkefninu; Magnús
SH 205 í Breiðafirði, Saxhamar
SH 50 í Faxaflóa, Friðrik
Sigurðsson ÁR 17 á svæðinu
frá Reykjanesi að Þrídröngum
og á svæðinu frá Þrídröngum
að Skeiðarárdjúpi, Hvanney SF
51 á svæðinu frá
Meðallandsbugt að Hvítingum
og Þorleifur EA 88 úti fyrir
Norðurlandi. Á hverju ári eru
um 300 netatrossur lagðar og
er þeim dreift á helstu
hrygningarsvæði þorsks. Á
hverju svæði er helmingur
lagður í fyrirfram ákveðna
punkta, svokallaðar fastar
stöðvar, en hinn helmingurinn
er lausar stöðvar sem
skipstjórar ákveða hvar skulu
lagðar innan ákveðins radíus
frá föstum stöðvum,“ segir
Valur. /PF
Lionsklúbbur Sauðárkróks
Gaf HSN á Sauðárkróki, fjölþjálfa
Lionsklúbbur Sauðárkróks
afhenti á dögunum
endurhæfingardeild HSN
– Sauðárkóki, Nustep T5xr
fjölþjálfa ásamt fylgihlutum
að verðmæti kr. 1.550.000,-
að gjöf.
Lionsfélagar fjölmenntu
eftir fund upp á Sauðárhæð
og inn í sal endur-
hæfingardeildar. Þar afhenti
Alfreð Guðmundsson, for-
maður, tækið og sagði það
vera von Lionsfélaga að
fjölþjálfinn kæmi að góðum
notum fyrir þá sem þyrftu að
nýta sér endurhæfingar-
aðstöðuna. Herdís Klausen,
sem veitti tækinu viðtöku
fyrir hönd HSN, sagði það
ómetanlegt að fá svona gjöf
og fór yfir hvað víða um
stofnunina mætti sjá gjafir frá
Lionsklúbbunum í Skagafirði.
Fanney Ísfold Karlsdóttir,
yfirsjúkraþjálfari, fræddi
félaga um tækið og sagði að
fjölþjálfinn væri þol- og
styrktartæki sem kæmi til
með að nýtast breiðum hópi
skjólstæðinga og það hefði
verið efst á óskalistanum.
Árný Lilja Árnadóttir
sjúkraþjálfari stillti svo
fjölþjálfann fyrir Alfreð
formann sem fékk að prófa
fyrstur félaga.
/Fréttatilkynning
Alfreð Guðmundsson og Herdís Klausen sem veitti tækinu viðtöku fyrir hönd HSN.
MYND: Aðsend.
Sauðárkrókur
Hrefnur í höfninni
Á fimmtudagsmorgun í síðustu
viku sáust tvær hrefnur í
höfninni á Sauðarkróki sem
virtust una sér ágætlega
og voru líklega í loðnuleit
fyrir Hafrannsóknastofnun,
eins og segir á Fésbókarsíðu
Skagafjarðarhafna.
Eftir stuttan stans létu þær
sig svo hverfa, hægt og hljótt,
„án þess að greiða
hafnargjöldin“, segir á síðunni.
/PF
Morgunstund gefur gull í mund, sagði þessi fallega hrefna og synti svo burt.
MYND af Facebook Skagafjarðarhafna.
14/2019 3