Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 2
Mikil umræða hefur farið
fram í fjölmiðlum og á
samskiptamiðlum um nýja
kvikmynd Gríms Hákonar-
sonar, Héraðið, sem sýnd
hefur verið í bíóhúsum
landsins og um hina meintu
samlíkingu við Kaupfélag
Skagfirðinga. Slagorðið er
Mafía og virkar vel fyrir
kynningu myndarinnar.
Það eru mörg ár síðan mafíustimpill var settur á félagið og þá
sérstaklega af einum blaðamanni sem reglulega skrifar um
félagið í þá fjölmiðla sem hann vinnur á þá stundina. Ef ég
skil rétt er aðallega verið að draga fram viðskipti stjórnenda
KS fyrr á tímum og þau gerð tortryggileg í augum lesenda.
Enn hef ég ekki séð að bent hafi verið á glæpsamlegar
aðgerðir, frekar að um vafasöm viðskipti geti verið að ræða
eða sársaukafull fyrir einhverja. Ef glæpur hefur verið
framinn væri þá ekki búið að taka það fyrir í kerfinu?
Kaupfélag Skagfirðinga hefur staðið í gríðarlegum
viðskiptum undanfarin ár og rekstur þess stendur á afar
sterkum grunni. Uppbygging fyrirtækja þess eru með
eindæmum í Skagafirði og atvinnu er nóga að hafa. Bændur,
sem þess óska, hafa notið góðs af styrk Kaupfélagsins enda
Skagafjörður eitt mesta landbúnaðarhérað landsins. Þeir
bændur sem ekki kæra sig um viðskipti við félagið skipta við
aðra og lífið heldur áfram.
En hvernig stendur á því að eitt kaupfélag vex og dafnar
meðan önnur berjast í bökkum? Þetta gerist ekki af sjálfu sér.
Hér er um hörkubisness að ræða og efalaust sitja einhverjir
eftir með sárt ennið og bölva kaupfélaginu. Mér finnst það
ekki svo langt síðan, þó liðnir séu einhverjir áratugir, að til
stóð að setja Fiskiðjuna á markað, sameina mjólkursamlagið
við samlag KEA og loka sláturhúsinu, svo eitthvað sé nefnt.
Og hvert stefndu litlu vöruflutningafyrirtækin í landinu?
Ég er orðin leiður á þessari mafíusamlíkingu og því áliti
fólks, sem í flestum tilfellum þekkir ekki til í Skagafirði, að
maður sé marinn undan hælum Kaupfélagsins og okaður
eins og þræll. Kaupfélagið hefur sína kosti og sína galla eins
og nærri má geta en kostirnir eru yfirgnæfandi að mínu mati.
Ég á þann kost að búa í Skagafirði og kýs hann án þess að
þurfa að efast um ágæti þess. Sumir vilja meina að þá sé
maður meðvirkur í spillingunni. Þvílíkt þvaður og ekki
svaravert.
Mér þykir vænt um Skagafjörð, vil honum allt fyrir bestu
og er umhugað um almenningsálitið. Er pistillinn var í
smíðum leitaði ég að slagorði fyrir Skagafjörð og fann bara
eitt á netinu: Skagafjörður - Heimili norðursins. Ágætt til
síns brúks en e.t.v. þyrfti að poppa það upp. Verum jákvæð
og tölum Skagafjörð upp og ekkert helvítis mafíukjaftæði!
(P.s. Engum hótunum né þvingunum var beitt við samningu
þessa pistils.)
Páll Friðriksson
ritstjóri
LEIÐARI
Skagafjörður -
Heimili norðursins
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Fjölmargir bátar lögðu upp afla í höfnum á Norðurlandi vestra í síðustu viku. 44 lönduðu á
Skagaströnd og var samanlagður afli þeirra um 362 tonn. Á Sauðárkróki var landað tæpum
597 tonnum úr 19 skipum og bátum og á Hofsósi lönduðu níu bátar rúmum 37 tonnum.
Einn bátur lagði upp á Hvammstanga rúm 19 tonn. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi
vestra var 1.015.167 kíló. /FE
Aflatölur 18. – 24. ágúst 2019
Heildaraflinn yfir þúsund tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Hafdís HU 85 Handfæri 2.275
Hafrún HU 12 Dragnót 18.181
Hjalti HU 313 Handfæri 1.320
Hrund HU 15 Handfæri 2.081
Húni HU 62 Handfæri 3.138
Jenny HU 40 Handfæri 2.541
Kambur HU 24 Handfæri 3.110
Kópur HU 118 Handfæri 1.008
Kristinn SH 812 Landbeitt lína 33.785
Loftur HU 717 Handfæri 3.476
Lukka EA 777 Handfæri 1.600
Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 42
Smári HU 7 Handfæri 571
Stakkhamar SH 220 Lína 17.504
Steinunn SF 10 Botnvarpa 122.436
Svalur HU 124 Handfæri 2.375
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.625
Særif SH 25 Handfæri 2.296
Særif SH 25 Lína 28.564
Sæunn HU 30 Handfæri 2.950
Viktor Sig. HU 66 Handfæri 2.013
Víðir EA 423 Handfæri 2.414
Víðir ÞH 210 Handfæri 987
Alls á Skagaströnd 362.179
HOFSÓS
Alfa SI 65 Handfæri 2.006
Ásdís ÓF 250 Handfæri 2.851
Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 2.759
Dísa SI 121 Handfæri 779
Elva Björg SI 84 Handfæri 2.832
Geisli SK 66 Handfæri 443
Hafdís SI 131 Handfæri 2.465
Njáll ÓF 275 Dragnót 16.325
Skáley SK 32 Handfæri 724
Skotta SK 138 Handfæri 761
Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 3.012
Ösp SK 135 Handfæri 2.350
Alls á Hofsósi 37.307
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 19.138
Alls á Hvammstanga 19.138
SAUÐÁRKRÓKUR
Dagur SK 17 Rækjuvarpa 10.396
Drangey SK 2 Botnvarpa 134.229
Fannar SK 11 Handfæri 1.019
Farsæll SH 33 Botnvarpa 44.974
Gjávík SK 20 Handfæri 1.327
Hafey SK 10 Handfæri 2.774
Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 6.750
Hafborg EA 152 Dragnót 24.396
Jóhanna Gísladóttir GK 55 Lína 37.390
Kristín GK 454 Lína 43.551
Kristín SK 77 Handfæri 2.030
Maró SK 33 Handfæri 1.528
Már SK 90 Handfæri 1.067
Onni HU 36 Dragnót 21.608
Óskar SK 13 Handfæri 2.548
Sigurborg SH 112 Botnvarpa 62.674
Tara SK 25 Handfæri 795
Viðey RE 50 Botnvarpa 196.353
Vinur SK 22 Handfæri 1.134
Alls á Sauðárkróki 596.543
SKAGASTRÖND
Arndís HU 42 Handfæri 1.748
Auður HU 94 Handfæri 3.681
Beggi á Varmalæk Handfæri 1.634
Bergur sterki HU 17 Lína 7.265
Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 3.148
Blíðfari HU 52 Handfæri 3.000
Blær HU 77 Handfæri 1.355
Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.147
Bragi Magg HU 70 Handfæri 3.414
Dagrún HU 121 Handfæri 3.979
Dísa HU 91 Handfæri 2.133
Dóra HU 225 Handfæri 4.131
Dúddi Gísla GK 48 Lína 12.992
Elín ÞH 82 Handfæri 2.358
Fengsæll HU 56 Handfæri 487
Geirfugl GK 66 Landbeitt lína 13.380
Geiri HU 69 Handfæri 2.673
Greifinn SK 19 Handfæri 2.222
Guðrún GK 47 Lína 28.250
Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 3.083
Gyðjan HU 44 Handfæri 807
Landssamband veiðifélaga hefur birt lista yfir
aflahæstu laxveiðiár landsins og er hann
byggður á aflatölum í lok dags 21. ágúst. Þar
má sjá að tvær ár hafa bæst í hóp þeirra sem
farið hafa yfir þúsund laxa markið en það eru
Ytri-Rangá og Miðfjarðará þar sem veiðin er
komin í 1.091 lax og situr hún nú í fjórða sæti
yfir aflahæstu árnar. Þar var vikuveiðin 107
laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.039 laxar
veiðst í ánni.
Blanda er sú sjöunda á listanum og hefur
hún færst niður um eitt sæti. Þar var vikuveiðin
aðeins 11 laxar og er nú heildartalan komin
upp í 572 laxa samanborið við 853 í fyrra. Fast
á hæla henni fylgir svo Laxá á Ásum með 566
laxa í áttunda sætinu en þar veiddust 64 laxar í
vikunni. Er hún eina áin í landshlutanum þar
sem meira hefur veiðst í ár en í fyrra þó þar
muni reyndar aðeins einum laxi.
Í Vatnsdalsá hafa 283 laxar komið á land en
þeir voru 353 í fyrra. Vikuveiðin þar voru 56
laxar. Víðidalsá er með 276 laxa samanborið
við 439 í fyrra en hún skilaði 44 fiskum í
vikunni. Í Hrútafjarðará og Síká var vikuveiðin
52 laxar og er heildarveiðin þar nú komin í 215
laxa en voru 245 í fyrra. Svartá rekur svo lestina
með 16 laxa, einum meira en í síðustu viku og
allmikið færri en á síðasta ári þegar 110 laxar
höfðu veiðst í ánni. /FE
1.091 lax kominn á land
Miðfjarðará komin yfir þúsund laxa markið
2 32/2019
Ert þú búinn að heilsa upp á Feyki.is?
Feykir.is lúkkar fínt í tölvunni,
spjaldtölvunni og símanum!
Kíktu á... Feykir.is