Feykir


Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 5

Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 5
Akureyrarmót UFA Unnur Borg og Birgitta Rún úr USAH sigursælar Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum. Unnur Borg Ólafsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir úr USAH voru sigursælar en þær nældu sér í fern gullverðlaun hvor. Unnur sigraði í kúluvarpi 13 ára stúlkna, langstökki, hástökki og 60 m grind, hlaut 2. verðlaun í 80 m hlaupi og spjótkasti og 3. verðlaun í 200 m hlaupi. Birgitta sigraði í spjótkasti 11 ára, 60 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Anna Karlotta Sævarsdóttir 13 ára, sem einnig keppti fyrir USAH, sté fjórum sinnum á verðlaunapall, 1. sætið í 600 m hlaupi, og 3. sæti í hástökki, spjótkasti og 60 m grind. UMSS átti fimm keppendur sem einnig stóðu sig vel. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir fékk tvær gullmedalíur, fyrir 100 m grindahlaup kvenna og kringlukast og silfur fyrir spjótkast. Andrea Maya Chirikadzi sigraði í kúluvarpi 16- 17 ára kvenna, varð önnur í sleggjukasti og kringlukasti og bronsverðlaun fékk hún fyrir 100 m hlaup, kringlukast og spjótkast. Isabelle Lydia Chirikadzi varð í 1. -2. sæti í hástökki 13 ára, og í kúluvarpi krækti hún í silfrið. Stefanía Hermannsdóttir nældi sér í þrenn silfurverðlaun í flokki 16-17 ára; kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. /PF ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Ungmennasamband Vestur - Húnvetninga, USVH Anton Scheel nýr framkvæmdastjóri Á seinasta stjórnarfundi USVH, sem haldinn var 13. ágúst síðastliðinn, steig Eygló Hrund Guðmundsdóttir úr framkvæmdastjórastóli USVH og við tók Anton Scheel Birgisson. Anton, sem á ættir að rekja til Þorlákshafnar og Lubeck í Þýskalandi, er sálfræðimenntaður og er nýbúi í Hrútafirði, þar sem hann starfar við kennslu. Þann 26. júlí síðastliðinn hlaut USVH viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ, mætti í húsnæði sundlaugar- innar á Hvammstanga og afhenti Reimari Marteinssyni, formanni sambandsins, viður- kenninguna. Á heimasíðu USVH kemur fram að stjórn hafi öll komið að vinnu í tengslum við þessa viður- kenningu auk Eyglóar Hrundar Guðmundsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra sambands- ins. USVH er þriðja íþrótta- héraðið sem fær þessa viðurkenningu frá ÍSÍ á eftir UMSE og UMSS. Á myndinni hér fyrir ofan eru þau Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ og Reimar Marteinsson formaður USVH. Myndina tók Ómar Eyjólfsson. /PF Anton Scheel Birgisson ásamt Líney Heklu dóttur sinni. MYND: USVH.IS Meistaramót öldunga Feðgar með níu Íslandsmótstitla Um þar síðustu helgi fór fram Meistaramót öldunga á Akureyri en þar kepptu feðgarnir Karl Lúðvíksson í Varmahlíð og sonur hans Theodór og komu hlaðnir verðlaunum frá þeim leikum. Karl æfir hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð en Theodór Karlsson Ungmennafélaginu Fjölni í Reykjavík, en keppir alltaf undir merkjum UMSS. Theodór vann allar sínar greinar og fékk að launum fimm Íslandsmótstitla í aldursflokki 40-44 ára í 100 m hlaupi, hástökki, stangarstökki, langstökki og spjótkasti. Karl keppti í flokki 65-69 ára og vann fjóra Íslandsmótstitla í 100 m, hástökki, langstökki og kringlukasti. /PF Karl Lúðvíksson að koma í mark. MYND: AF FRI.IS Fótbolti - Inkasso deild kvenna Stólastúlkur sóttu sigur í Grindavík Fimmtánda umferðin í Inkasso-deild kvenna kláraðist sl. laugardag þegar lið Grindavíkur og Tindastóls mættust á Mustad-vellinum í Grindavík. Lið Tindastóls er að berjast um þriðja sætið í deildinni við lið Hauka í Hafnarfirði og mega ekki misstíga sig í þeirri baráttu þó þriðja sætið gefi lítið annað en stolt og vitni um frábært sumar Stólastúlkna. Niðurstaðan í Grindavík varð 0-3 sigur og skutust stelpurnar því upp fyrir Hauka á ný og sitja í þriðja sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var Vigdís Edda sem kom liði Tindastóls yfir á 12. mínútu og staðan í hálfleik 0-1. Það var síðan að sjálfsögðu markamaskínan Murr sem bætti við tveimur mörkum, því fyrra á 71. mínútu og hún bætti öðru marki sínum við tveimur mínútum síðar. Það var kærkomið að halda hreinu í leiknum en lið Tindastóls er enn án nokkurra lykilleikmanna og þannig er t.d. Jackie enn þá úr leik. Fyrir vikið fá nokkrir af óreyndari leikmönnum liðsins að spreyta sig og öðlast dýrmæta reynslu. Næsti leikur Tindastóls er á Króknum 8. september en þá kemur lið Aftureldingar í heimsókn. Lið Tindastóls er með 28 stig í deildinni, Haukar eru með 27 stig og hafa verið á siglingu að undanförnu og þá er lið Aftureldingar í fimmta sæti með 21 stig. Það er því næsta víst að Stólastúlkur hafa nú þegar nánast gulltryggt eitt af fjórum efstu sætum Inkasso- deildarinnar í sumar – vinsamlegast réttið upp höndsem bjuggust við því fyrir tímabilið? /ÓAB Stólastúlkur fagna marki í fyrri leik liðanna í sumar. MYND: ÓAB Íslandsmót golfklúbba 3. deildar GSS hársbreidd frá því að komast í 2. deild Karlasveit Golfklúbbs Sauðárkróks lék á Íslandsmóti golfklúbba í 3. deild sem haldið var á Húsatóftarvelli í Grindavík 16.-18. ágúst sl. Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason. Liðsstjóri var Hjörtur Geirmundsson. „Gott silfur er gulli betra!“ segja þeir í GSS, sáttir með árangurinn. Á föstudeginum vann GSS Golfklúbb Húsavíkur og Golfklúbb Borgarness, báða með tveimur vinningum gegn einum. Að loknum keppnis- degi lá fyrir að GSS yrði í efri hluta deildarinnar sem telur átta lið. Á laugardeginum var fyrst leikið við heimamenn í Grindavík og tapaðist sá leikur með tveimur vinningum gegn einum. Seinni leikur dagsins var við Golfklúbb Fjalla- byggðar og réði sá leikur úrslitum um það hvort liðið myndi spila til úrslita í deildinni. Úrslitaleikurinn var á sunnudeginum og leikið á ný við Golfklúbb Húsavíkur sem reyndist sterkari að þessu sinni og sigraði með tveimur vinningum gegn einum og leika því í 2. deild að ári. Golfklúbbur Fjallabyggðar endaði síðan í 3. sæti. „Heilt yfir þá spiluðu strákarnir mjög vel þessa helgi við mjög erfiðar aðstæður, en vindur var mjög mikill alla helgina og völlurinn þurr og harður eftir því. Vissulega hefði verið gaman að landa sigri í deildinni og spila í 2. deild að ári en eins og máltækið segir Gott silfur er gulli betra!,“ segir á gss.is. /PF Karlasveit GSS með medalíu um hálsinn. MYND AF GSS.IS 32/2019 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.