Feykir


Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 11

Feykir - 28.08.2019, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Staur Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hvað var skemmtilegast við sumarið?? Spurt á Facebook UMSJÓN : palli@feykir.is „Það var þriggja vikna Svíþjóðarferð sem við litla fjölskyldan fórum í. Byrjuðum á ættarmóti í litlum bæ sunnarlega í Svíþjóð og keyrðum svo til Skõvde. Þar býr mágur minn, og vorum þar í rúmar tvær vikur í rjómablíðu og kósýheitum.“ Ægir Örn Ægisson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Kökur í einhverri mynd voru bakaðar þegar í fornöld. Á WikiPedia segir að forngrikkir hafi steikt kökur í olíu og bakað ostakökur. Rómverjar blönduðu smjöri, eggjum og hunangi saman við brauðdeig og bökuðu. Framan af var munurinn á brauði og kökum óljós og er það raunar enn að sumu leyti. Ótrúlegt, en kannski satt, þá étur meðalmaðurinn í Norður Ameríku um 35.000 smákökur á ævi sinni. Pestó kjúklingur og kókos eftirréttur Matgæðingar þessarar viku eru hjónin Margrét Helga Hallsdóttir og Helgi Freyr Margeirsson sem bæði eru fædd og uppalin á Sauðárkróki. Margrét starfar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Helgi í Landsbankanum á Sauðárkróki. „Oft er tíminn ekki mikill og þá er gott að eiga fljótlegar en góðar uppskriftir í pokahorninu. Þessa tvennu notuðum við hjónin til að mynda þegar við buðum vinafólki í mat í miðri viku nú á dögunum. Uppskriftirnar eru af pestó kjúklingi og eftirrétti sem er í miklu uppáhaldi hjá öllum fjölskyldumeðlimum,“ segja Margrét og Helgi. Tilvitnun vikunnar Þegar einar dyr lokast opnast aðrar; en við horfum oft svo lengi og full eftirsjár á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki þær sem standa okkur opnar. / Alexander Grahm Bell AÐALRÉTTUR Kjúklingaréttur með pestó, döðlum og fetaosti 6 kjúklingabringur, skornar í bita 2 krukkur rautt pestó 1 bolli döðlur, gróft saxaðar 1 krukka fetaostur, smá af olíunni líka Aðferð: Öllu blandað saman og sett í eldfast fat. Bakað í ofni við 200°C í 25-30 mínútur. Gott er að bera rétinn fram með hrísgrjónum og góðu salati. EFTIRRÉTTUR Kókos eftirréttur ½ - 1 bolli Nóa kropp 1 bolli púðursykur 1½ bolli Rice krispies ½ bolli haframjöl ½ bolli kornflex ½ bolli dökkir súkkulaðispænir ½ bolli kókosmjöl 100 g brætt smjör Allt sett saman í skál og hrært saman. Þetta er svo sett í fat og þjappað saman. Krem: 3 eggjarauður 3 msk flórsykur 100 g suðusúkkulaði (brætt) ¼ l af rjóma Eggjarauður og flórsykur er þeytt saman ljóst og létt. Brætt súkkulaðið er sett út í eggjahræruna. Þeyttum rjómanum blandað varlega saman við. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Bryndísi Lilju og Sigfús Ólaf. Það er alltaf eitthvað gott að fá hjá þeim, það klikkar ekki. „Samvera með fjölskyldunni og njóta veðurblíðunnar eins og hægt var. Einnig var Englandsferð með systur minni til að gæsa verðandi mágkonu mína æðisleg og mun seint gleymast.“ Eygló Gunnlaugsdóttir „Skrapp á landsmót hjólamanna í júlí sem er alltaf mjög gaman. Nú er ég á Grænlandi að vinna sem ,,zodiak driver" á skemmtiferðaskipi í 4. skipti, ætli það sé ekki bara hápunktur sumarsins hjá mér..“ Ásta Birna Jónsdóttir „Mér finnst líklega það skemmtilegasta við sumarið vera lengri dagar og mikil birta.“ Ægir Björn Gunnsteinsson ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Margrét Helga og Helgi Freyr matreiða Helgi Freyr og Margrét Helga á góðri stund. MYND: ÚR EINKASAFNI 32/2019 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Tún að verja legg ég lið. Lipur ei að glíma. Fyrrum riðinn vökur við veitulögn og síma.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.